Læknablaðið - 01.06.1961, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ
61
og virðast ekki illa á sig komn-
ir. Stafar það væntanlega af því,
að hausbrotið, sem oftast er
samfara dilaeeratio, keniúr í
veg fyrir þrýstingshækkun í
heilabúinu, þegar slvsið verður;
það verkar eins og öryggishani
á gufukatli. Oft eru staðbund-
in einkenni samfara, eftir því
hvar skemmdin er, lamanir,
málleysi, sjóntruflanir Venju-
lega er mikið blóð i mænu-
vökva, stundum svo mikið, að
enginn liquor sýnist vera i blóð-
inu. Blóðþrýstingur, púls, önd-
un og liiti eru oft eðlileg, svo
og þrýstingur i heilabúi, en
stundum eru sjúklingar lostnir
og þarf þá að sjálfsögðu að taka
það til meðferðar á undan öllu
öðru.
Meðferð á þessum sjúkling-
um beinist að heilasárinu, þ. e.
að stöðva blæðingu og hreinsa
burtu dauðan vef. Ef sárið er
vel lireinsað, grær það með glia-
öri, en annars er liætt við band-
vefsöi’i, sem gjarnan vex við
lieilabast, meningeo-cerebralt
ör, og þau ör gefa flog. Þegar
sárið hefur verið lireinsað, þarf
að loka basti, sauma saman rif-
una, ef hægt er, en annars að
bæta, og er þá notuð fascia í
bótina, annaðhvort fascia tem-
poralis eða fascia lata.
Skotsár eru sérstök tegund af
dilaceratio. Fer áverkinn að
langmestu leyti eftir liraða kúl-
unnar, eins og ég hef vikið að
hér að framan, því að höggið,
er hún slær, stendur í réttu hlut-
falli við þunga liennar í fyrsta
veldi, en hraðann í öðru. Tvö-
faldur hraði, ferfalt högg, þre-
faldur hraði, nífalt högg. Til
gamans má geta þess, að lifandi
afl kúlu úr stríðsriffli (30—06)
er 10000 kgm, en afl kúlu úr
smáriffli (cal. 22) og kinda-
byssu er frá 150—500 kgm eftir
hleðslu, og er þá miðað við
hraða kúlunnar, þegar hún skil-
ur við hlaupið. Til þess að skilja
áhrif kúluskots á heilann þurf-
um við að rifja upp svolitið
meiri eðlisfræði. Ef við höfum
lokað ker fullt af vökva, dreif-
ist þrýstingur í því jafnt í all-
ar áttir. Yið getum litið á heila-
búið sem þvílíkt ker, og dreifist
höggið af kúlunni í allar áttir,
þegar hún er komin í gegnum
beinið. Sé aflið mikið, fer heil-
inn i graut og kúpan getur
brotnað í smámola, en sé mjög
af kúlunni dregið, þarf hún ekki
að gera meiri skaða en göngin,
sem hún lætur eftir sig.
Þá eru ótaldar blæðingar, og
eru þær aðallega tvenns konar,
sem gát þarf að hafa á: haema-
toma epidurale og h. subdurale.
Utanbastsblæðing (h. epidur-
ale) er gamalþekkt, en frekar
er hún sjaldgæf. Hún kemur
af því, að slagæðar utan á basti
rifna, stundum eru það smáæð-
ar, en oft eða oftast ein af aðal-
greinum miðmengisslagæðar.
Hún kemur úr ytri hálsslag-
æð (a. carotis externa), fer upp