Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1961, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.06.1961, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 63 ast. En rakni sjúklingurinn ekki við, getur greiningin verið erfiðari. Sprunga í grennd við gagnauga getur gefið bendingu, og hafi sjúklingurinn einkenni um vaxandi þrýsting, má ganga úr skugga um sjúkdómsgrein- inguna, annaðhvort með því að bora gat á kúpuna eða með ar- teriografíu. Þegar gatið er komið á, vell- ur fram hálfhlaupið blóðið, og er gatið þá stækkað með töng, þar til komið er að upptökum blæðingarinnar. Blóðið er sog- ið í burtu og æðinni lokað. Er bezt að gera það með raf- brennslu (electrocoagulation). Sé ekkert að nema blæðingin, batnar þessum sjúklingum ætíð að fullu, komi þeir nógu snemma til aðgerðar. Innanbastsblæðing (haema- toma subdurale) er væntanlega algengari en utanbasts, en hefur verið minni gaumur gefinn fram á síðari ár. Lengi var það talin blóðug bólga (pachymen- ingitis liaemorrhagica), þegar menn rákust á það. Þessi blæðing er oft hæg og kemur úr parasagital bláæð- um, sem liggja frá lieilaberki upp i þykktarstokk (sinus sagi- talis); blæðir þá á milli basts og skúms (arachnoidea), en þar eru resorptions-skilyrði slæm. Safnast þarna blóðpollur, sem oft liggur yfir öllu heilalivelinu og ætíð yfir stórum hluta þess, en stundum er það beggja meg- in. Skán myndast utan um blóðhlaupið, þykk að utan, en þunnt skæni að innan. Oft er blæðingin ekki meiri en svo, að hún gefur litil og óljós einkenni framan af, og þegar þar við bætist, að hún getur komið af litlum áverka, er ekki að furða, þó að mönnum hafi yfirsézt þetta. Þetta haematom resorberast sem sé ekki, en smám saman brotnar eggjahvítan niður í smærri sameindir. Við það eykst osmotiskur iþrýstingur þess, og það dregur í sig vökva. Eykst þá þrýstingur í heilabúi, og fara einkennin eftir því, hve hár hann verður, og getur þetta dregið til dauða, sé ekkert að gert. Aðaleinkennið er vaxandi sljóleiki, auk þess er púls venju- lega hægur, blóðþrýstingur hár. Áður en langt líður, geta komið stasepapillur, stundum lamanir öðrum megin, og eru þær þá spastiskar, jákvætt Babinski- próf. Arteriogrammið er pathog- nomoniskt fyrir þennan kvilla, og er því rétt að gera angio- grafia, ef grunur er um h. sub- durale. Ef ekki er kostur á æðamynd, má bora gat á hausinn. Sést þá blámata i bast, ef blæðingin er ný, en sé hún eldri, er lieila- bastið grænleitt. Meðferðin er í því fólgin að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.