Læknablaðið - 01.06.1961, Síða 60
88
LÆKNABLAÐIÐ
framkvæmd af almennum
lækni. Þau verk ber sérstaklega
að verðleggja með tilliti til
hærri krafna um sérþekkingu,
sérþjálfun og áhaldakost. Hins
vegar er ekki fyrir það að synja,
að héraðslæknir geti frain-
kvæmt — og jafnvel verði að
framkvæma, ef nokkur tiltök
eru — ýmsar rannsóknir og að-
gerðir, sem teljast sensu stric-
tiori sérfræðilegar, enda vand-
séð, livað ekki megi telja sér-
fræðilegt, ef frá eru skilin fyr-
irhafnarminnstu læknisverk.
Tæpast getur þá talizt ósann-
gjarnt, þótt krafizt sé sama
gjalds fyrir sömu vinnu, ef ein-
ungis veltur á almennri læknis-
kunnáttu og dómgreind, hvort
árangur kemur í einn stað nið-
ur.
Engum hónda kemur nú til
hugar að stunda búskap með
þeirri fornaldartækni, sem hér
hélzt fram yfir siðustu alda-
mót, svo fremi liann aetli sér
annað og meira en „kjánalegt
sport“. Engan skyldi því undra,
þótt héraðslæknar, sem einir
verða að taka á sig ábyrgð
vegna aðkallandi og mikilvægra
ákvarðana, sem óhægt er að
skjóta undir annan dóm, kjósi
að njóta góðs af öryggi nú-
tímatækni.
Sjúkdómagreining er undir-
staða allrar læknishjálpar. Áður
fyrrvarhún íþróttmeðþeim tak-
mörkunum, sem settar eru m. a.
skynfærum og athygli. Enn er
hún íþrótt, en hafin í æðra veldi
vísindalegrar tækni. Nú þykir
sjálfsagt i mörgum menningar-
löndum, að almennir læknar séu
vel búnir að tækjum, sem auð-
velda þeim starfið. Má þar til
nefna röntgentæki, smásjá og
kolorimeter, svo að eitthvað sé
nefnt.
Hér á landi er héraðslækn-
um, sem öðrum læknum utan
sjúkrahúsa og rannsóknarstofn-
ana, ætlað að sjá sér fyrir tækj-
um á eigin kostnað. Sennilega
munu fæstir þeirra liafa ráð á
að fá sér eitt vandað tæki,
livað þá fleiri. Fer þá hvað efl-
ir öðru, þjónusta og aðhún-
aður.
Því verður heldur ekki mót-
mælt, að vinnugjald það, sem
héraðslæknum er heimilt að
taka, hvetur þá ekki til tækja-
kaupa, sízt þegar samanhurður
er gerður við taxta L. R. Svo
mjög hallast þar á. Hitt er svo
annað mál, að oftast munu aðr-
ar hvatir en fjái’von búa undir
hverskonar viðleitni þeirra til
bættrar þjónustu.
Skulu hér tekin fáein dæmi
um rannsóknir, sem oft getur
verið nauðsynlegt að gera í hér-
aði og útheimta einungis al-
menna lækniskunnáttu, en dýr
tæki og talsverða fyrirhöfn; enn
fremur dæmi um algengar að-
gerðir, sem sjálfsagt þykir að
framkvænia í liéraði, þegar svo
her undir.