Læknablaðið - 01.06.1961, Page 64
92
LÆKNABLAÐIÐ
flesta. Auk þess er liægt að
sérhæfa sig í sérstökum
lækningaaöferðum, sem nota
má við ýmsa líkamshluta,
eða í meðferð sérstaks sjúk-
dóms, hvar sem hann kann
að setjast að, svo og í með-
ferð allra þeirra sjúkdóma,
sem bundnir eru við ákveð-
ið aldursskeið.
Sókrates: Mér skilst, að sér-
grein megi skýra með ýmsu
móti. Ég get þess til, að enn
séu nýjar sérgreinir að koma
til skjalanna.
Eryximakus: Já, reyndar. Hin
nýjasta er rheumatologia.
Sókrates: Hvað er nú það?
Eryximakus: Hún fjallar um
alla þá sjúkdóma, sem rheu-
matolog fæst við.
Sókrates: Ég geri ráð fyrir, að
sjúklingur, sem þjáist af
blóðleysi, sé sendur á hjarta-
sjúkdómadeild.
Eryximakus. Aðeins af hend-
ingu, Sókrates, því að lijarta-
sjúkdómadeildin fæst við
hlóðrásina, ekki við blóðið.
Sókrates: En ber ekki stund-
um við, að blóðleysi þjái
hjartað sem önnur líffæri?
Eryximakus: Jú, vitaskuld ger-
ir hjartasérfræðingurinn sér
grein fyrir því og gerir við-
eigandi ráðstafanir.
Sókrates: Ef storkumagn blóðs-
ins skyldi nú trufla blóðrás-
ina, kemur þá ekki til kasta
hjartasérfræðingsins?
Eryximakus: Vitaskuld. Hjarta-
sérfræðingurinn verður að
vita sem gerst um allt, sem
lýtur að storknun blóðsins.
Sókrates: Sé nú of mikið í blóð-
inu af tilteknu efni, svo. að
það sezt í æðaveggina, kem-
ur þá ekki það mál við
hjartasérfræðinginn ?
Eryximakus: Vitaskuld.
Sókrates: Mér skilst, að hlóðið
sé hjartasérfræðingnum við-
komandi einungis að því, er
tekur til blóðrásarinnar; að
öðru leyti ekki.
Eryximakus: Já, rétt er það.
Sókrates: Eru þá ekki til sér-
fræðingar, sem láta sig
varða, hvað blóðið er í sjálfu
sér?
Eryximakus: Vitaskuld. Ilema-
tolog er ætlað að rannsaka
myndun og eyðingu Iilóðs-
ins, og hvort of eða van sé
af einstöknm frumpörtum
þess.
Sókrates: Hann fæst þá við
blóðið sem farveg næringar
og lífsafls.
Eryximakus: Nei, hann varð-
ar einungis um það, sem séð
verður í hlóðinu eða ráðið
verður af háttum sjáanlegra
frumparta þess. Næring og
lifsafl eru viðfangsefni ann-
arra sérfræðinga, efnafræð-
inga og endokrinologa, sem
fást við það ósýnilega i blóð-
inu.
Sókrates: Þú verður að virða
mér til vorkunnar, Eryxi-
makus, ef ég virðist nú eftir