Læknablaðið - 01.03.1963, Page 36
14
LÆKNABLAÐIÐ
samkvæmt félagslögum að efla
stéttarþroskann. Þroski hverrar
stéttar er hið sama og menn-
ing hennar, bundin slað og tíma.
Einn þáttur þroskans er mennt-
un stéttarinnar og framlag til
þróunar vísindanna. Annar þátt-
urinn eru þau lög og skyldur,
sem stéttin hefur sett sér sjálf
og hvernig hún rækir þær. A
bessum tveimur meginstoðum
hvílir vegur og virðing stéttar-
innar.
Þegar fundaefni Eirar eru at-
liuguð, þá sést, að þau fjalla
nærri undantekningarlaust um
hinn fyrri þáttinn. Þetta eru
fræðsluerindi, og eru ekki fá
þeirra hyggð á sjálfstæðum at-
hugunum. Að vísu eru þessar at-
huganir aðeins lítil vala í hina
miklu mósaik læknavísindanna,
en viðleitnin er allrar virðingar
verð og það því fremur, sem
þeir menn, er að þeim hafa stað-
ið, hafa annaðhvort liaft prakt-
iska læknisfræði að aðalstarfi
eða erfið skilyrði til vísinda-
starfa.
Alj)jóðasiðareglur lækna og
Genfarheitið eru alj)jóðaeign, en
Codex ethicus og lög læknafélag-
anna eru með sinum hætti í
liverju landi. Þessum þætti stétt-
arþroskans liafa ekki verið gerð
mikil skil í Eir. Þó var einn
af fremstu lögfræðingum lands-
ins fenginn til þess að flytja
erindi um þagnarskyldu lækna,
og var það birt í Læknablaðinu,
38. árg. 1954. Þetta erindi er með
slíkum ágætum, að full ástæða
er til þess, að það sé tryggt, að
læknastúdentar liafi kynnt sér
j)að, áður en eiðstafurinn er les-
inn yfir þeim.
Tvö erindi er snerta sögu
læknisfræðinnar, hafa verið
flutt. Við þyrftum að halda fleiri
slík, því að sagan á að minna
okkur á hinai' göfugu erfðir
læknastéttarinnar.
Við það að lesa Codex ethicus,
Aljijóðasiðareglurnar og Genf-
arheitið verður strax ljóst, að
því fylgir mikill vandi, að segj-
ast í lög lækna. Engin stétt
hefur nokkru sinni sett með-
limum sínum strangari reglur
hæði um skyldur þeirra gagn-
vart hverjum öðrum og um
skyldur í starfinu. Þessar regl-
ur eru í aðalatriðum eins gaml-
ar og klassísk vestræn læknis-
fræði. Það eru um 2500 ár síð-
an Corpus Hippocraticum var
skrifað, en þrátt fyrir j)að er
meginhugsunin i eiðnum aðal-
uppistaðan í Genfarlieitinu, sem
samþykkt var á allsherjarþingi
Alþjóðafélags lækna i Genf ár-
ið 1948.
Stéttarþroskinn birtist í at-
ferli hvers einstaks læknis.
Læknafélögin fela stjórnum
sinum að gæta j)ess, að siða-
reglur og félagslög séu virt.
Starfsins vegna er það skilyrðis-
laus nauðsvn, að læknirinn njóti
fullkomins trausts sjúklinga
sinna, því að án þess verður
starfið aldrei unnið á fullnægj-