Læknablaðið - 01.03.1963, Side 56
26
LÆKNABL AÐ IÐ
Lyfin hafa yfirleitt ekki
verið gefin í æð og aldrei í
mænugöng. Dæling efnakljúfa
i mænugöng hefur ekki heldur
verið gerð. Fjórtán sjúklingar
fengu steroida um tíma, þeir
10, sem höfðu húðhlæðingar, og
auk þess aðrir, sem voru sér-
lega illa haldnir, i losti eða því
um líkt.
Árangur af meðferðinni var
metinn eftir almennu ástandi
sjúklingsins og hitanum. Endur-
teknar mænustungur voru ekki
gerðar. Aldrei þótti áslæða til
að opna inn á heilahimnur eða
framkvæma neinar skurðað-
gerðir vegna graftarpoka.
Hitalækkun var breytileg.
Sumir sjúklinganna urðu liita-
lausir þegar á fyrsta sólarliring,
flestir á þriðja degi, en nokkrir
ekki fyrr en eftir viku eða
meira.
Legutíminn hefur verið hreyti-
legur, frá 9 dögum upp í
65 daga (meðaltal 18 dagar).
Lengst var hér 5 ára drengur,
sem fljótt var læknaður af heila-
himnubólgu, en var lengi til at-
hugunar vegna eftirkasta,
heyrnarleysis og jafnvægistrufl-
unar. Þessi einkenni voru horf-
in við brottför. Önnur eftirköst,
sem vitað var um við hrottför
sjúklingsins af spítalanum, voru
hjá 63 ára gömlum manni, sem
var lagður inn í dái (eoma)
með pneumococca meningitis.
Sá sjúklingur fékk andlitslöm-
un (facialis paresu), sem síðar
hvarf. Tuttugu og þriggja ára
stúlka fékk ennfremur vott af
andlitslömun, sem var að
minnka við brottför.
Tveir sjúklingar dóu (4.1%)
og háðir innan sólarhrings frá
komu á spítalann. Báðir voru
krufnir, og þykir rétt að skýra
nokkru nánar frá þeim.
1. J. H., 7 ára drengur. Dregin
hafði verið tönn úr honum
þremur dögum fyrir komu,
og hafði hann þá veikzt af
uppköstum og úthrotum,
sem liktust venjulegri
hlaupabólu. Yar liann lagð-
ur á spítala í kaupstað úti
á landi. Að morgni komu-
dags var sjúklingurinn orð-
inn rænulítill, og var kom-
ið með hann i því ástandi
á Borgarspílalann. Gerð var
mænustunga. Þrýstingur
var 230 imnHg (sjúklingur
var ókyrr). Frumur voru
9/3, allt einkjarna. Sýni, sem
sent var á Bannsóknarstofu
Háskólans, sýndi hvorki
frumur né sýkla, og ekkert
ræktaðist frá því. Sjúkling-
ur var álitinn liafa meningo-
enceplialitis, seq. varicellae
og fékk svmptomatiska með-
ferð. Versnaði honum stöð-
ugt og andaðist rétt eftir
miðnætti komudags.
Krufning leiddi í ljós
pneumonia hilateralis og
meningitis. Frá mænuvökva,
milta og lungum ræktaðist