Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 18

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 18
110 LÆKNABLAÐIÐ ur orðið alþjóðlegt áhyggjuefni. Hafa þá oft háværustu radd- irnar ekki alltaf verið þeirra, sem víðastan hafa sjóndeildar- hringinn. Þannig hefur notkun jónandi geislunar í læknisfræði til sjúkdómsgreiningar og meðferðar e. t. v. orðið fyrir þvi að vera álitin stærra líffræðilegt vandamál en hún raunverulega er. Engu að síður eru hér vítin til varnaðar, og varúðar skal gætt á þessu sviði sem öllum öðrum. Geislaeðlisfræði og geislalíffræði eru engan veginn nýjar vís- indagreinar, þótt kjarnvísindaþróunin hafi fleygt þeim mjög áfram. Það skal einnig haft í imga, er rætt er um geislaheilsu- fræði (radiation hygiene), að þessi grein heilsugæzlunnar er að- eins komin talsvert miklu lengra áleiðis en margar aðrar greinar. Það er í rauninni ekki fyrr en á þessum áratug, sem augu manna opnast fjTÍr því, að „ecologiu“ eða lífstegundajafnvægi alls um- hverfis okkar er mjög ógnað af öðrum efnum og efnasambönd- um, e. t. v. miklu meira en af jónandi geislum. 1. mynd: Ýmsar tegundir áverka af völdum geisla.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.