Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 27

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 115 skulum fyrst slá því föstu, að þörfin á röntgenrannsókn ákvarð- ast eingöngu af læknisfræðilegum sjónarmiðum, þótt aðrir þætt- ir geti verulega mótað þau sjónarmið. Röntgengreining er oft eina aðferðin til sjúkdómsgreiningar. Þess gerist ekki þörf að sanna þessa fullyrðingu með dæmum; hún sannast daglega á hverri röntgengreiningardeild. Augljósasta dæmið er sjúkling- urinn, sem kemur í almenna heilsufarsrannsókn án ákveðinna sjúkdómseinkenna, en reynist síðan við röntgenrannsókn liafa eina eða fleiri sjúkdómsbreytingar. Algengast er þó, að sjúkdómssaga og klínisk rannsókn bendi lil ákveðinnar eða hugsanlegrar sjúkdómsgreiningar eða heini grun í ákveðna átt, en röntgenrannsóknin getur þá sannað eða afsannað greininguna eða gruninn. Oft er það, að talsvert nákvæm sjúkdómsgreining er fcngin, áður en röntgenrannsókn er gerð, en hins vegar er staðfesting hennar eða auknar upplýsingar æskilegar, t. d. við ákvörðun á skurðaðgerðum eða annarri meðferð. Hver sem svo kann að vera frumorsökin fyrir röntgenrann- sókninni, verður sú rannsókn að vera reist á klínískum rökum (indicatio). „Indicationir fyrir röntgenrannsóknum skulu vera strang-medicinskar, og einnig medicinskt strangar!“ Það er þvi vitanlega grundvallarskilyrði, að sjúklingurinn hafi verið rannsakaður á fullkominn hátt af hæfum lækni og einnig af sérfræðingi, ef tilefni hefur verið til. Það er algjörlega rangt að gera nokkra röntgenrannsókn, án þess að grundvallandi klínisk skoðun hafi farið fram. Það er jafnrangt, að sjúklingurinn leiti beint til röntgenlæknisins og hitt er fráleitt, að aðrir sérfræðingar en röntgenlæknar fram- kvæmi röntgenrannsóknir. Af þessum orðum ætti það að vera Ijóst, að rökstuðningur (indicatio) fyrir röntgenrannsóknum eru samt mjög margvisleg- ar, allt frá víðum, í almennum heilsufarsrannsóknum, svipuðum þeim, sem nú eru hafnar hér á vegum Hjartaverndar, og til hnit- miðaðrar, eða „vital indicationar“. Hvert svo sem tilefni rannsóknarinnar er, ber að leggja það fyrir röntgenlækninn, venjulega í formi rannsóknarbeiðni, en ekki síður, ef svo ber undir, í formi persónulegrar ráðfærslu (consultatio) ásamt ritaðri rannsóknarbeiðni. Röntgenlæknirinn er ráðgjafi (konsulent), sem tekur aðeins við sjúklingum til raun- sókna eftir heiðni frá lækni eða læknum, er stunda hann að öðru leyti.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.