Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 30

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 30
118 LÆKNABLAÐIÐ þeir, sem fást við venjulegar röntgenrannsóknir. Hins vegar verð- ur að gera ráð fyrir talsvert hærri skömmtum en að ofan getur við önnur skilyrði. Öbeinar sannanir af umfangsmikilli eftirrann- sókn, scm framkvæmd var í Danmörku fyrir nokkrum árum, svo og ýmsum öðrum rannsóknum, benda þó eindregið í þá áít, að afstaða til röntgenrannsókna á ófrískum konum eigi að vera mjög neikvæð og íhaldsöm, ekki aðeins vegna vanskapnaðar- hættu, heldur einnig hugsanlegri hækkun illkynja sjúkdóma hjá afkvæmunum. Verulegur hluti röntgenrannsókna er gerður í þeim tilgangi að fylgjast með þróun sjúkdóms og áhrifum lælcninga á hann, eins og t. d. við lungnaberkla og magasár. Meðan sjúkdómurinn er á rannsóknarstigi og ákveðin greining er ekki fengin, t. d. á lungnakvilla, verður að líða skammur timi milli rannsókna. Á hinn bóginn er engin ástæða til vangaveltna eða eftirlitsrann- sókna, t. d. þegar ákveðinn grunur leikur á lungnaæxli, heldur ber þá að leita til brjóstholsskurðlæknis bið fyrsta. Þá er ekki heldur ástæða til síendurtekinna eftirlitsrann- sókna á örugglega greindum lungnaherklum. örar breytingar eru þar vart væntanlegar nema í einstökum völdum tilfellum. Þar mæla engin skynsamleg rök með t. d. vikulegum eftirlitsrann- sóknum. Varðandi magasár verður afstaða okkar hérlendis að mótast nokkuð af þeirri staðreynd, hve cancer ventriculi er hér algeng- ur sjúkdómur. Þessi sjúkdómur réttlætir því eftirlitsrannsóknir á tveggja til fjögurra vikna bili, og sé um minnkun á sárinu að ræða, skal því fylgt eftir, unz það er að fullu gróið. Hjá eldra fólki má e. t. v. réttlæta, að nokkru lengra líði milli eftirlits- rannsókna, t. d. tveir mánuðir, öðru máli gegnir bins vegar um sár í skeifugörn; þar er ekki sama nauðsyn á eftirlitsrannsóknum. Eftirlitsrannsóknir á sjúklegum hreytingum í heini eru veiga- miklar, en verður að meta með tilliti til þess, að hverju grun- urinn heinist, t. d. ef um greiningarvanda er að ræða milli osteitis og sarcoma osteogenicum; tillit verður einnig að taka til aldui-s sjúklingsins. Við eftirlit með beinbrotum verður einnig að hafa í lmga almennt viðurkennda þekkingu á orsakasamböndum. Bein- brotum, sem vitað er að hafa tilhneigingu til aflögunar, er hefur í för með sér starfræna truflun, þarf að fvlgja eftir með tíðnm röntgenrannsóknum, cn á hinn bóginn er undantekning, ef t. d. þörf er eftirlits með rifheinsbroti. Nálægð heinbrotsins við kyn- kirtla og aldur sjúklingsins verður vitanlega alltaf að hafa í buga.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.