Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 37

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 123 LÆKNABLAÐIÐ 54. árg. Júní 1968 FCLAGSPRENTSMIÐJAN H F. XXXI. NORRÆNA LYFLÆKNAÞINGIÐ XXXI. norræna lyflækna- þingið, sem haldið var í Reykja- vík dagana 26.—29. júní í Há- skóla íslands, fór í alla staði vei fram. Astæða er til að óska Félagi lyflækna til hamingju með af- rekið og þá sérstaklega forseta þingsins, dr. med Óskari Þórð- arsyni, og Sigurði Þ. Guð- mundssyni lækni, en á þeim tveimur mun hafa hvílt Iiiti og þungi dagsins í sambandi við undirbúning og framkvæmd þingsins, j)ótt margir aðrir góð- ir menn hafi að sjálfsögðu átt hlut að máli. Þá her einnig að þakka horg- arstjóra, Geir Hallgrímssyni, sem sýndi þinginu mikinn áhuga og flutti ágæta ræðu við setningu jjess í Þjóðleikhúsinu. Alls voru fluttir 50 fyrirlestr- ar á jnnginu og stóðu Islending- ar að sjö þeirra. Voru fjórir fluttir af læknum og sérlræð- ingum Hjartaverndar; einn var frá Borgarspítalanum, einn frá leitarstöð Krabbameinsfélags Is- lands og einn frá Rannsóknar- stofunni í Domus Medica og Rannsóknarstofu Háskóla Is- lands við Barónsstíg. Ekki var annað að heyra en hinir erlendu gestir væru mjög ánægðir með dvölina hér, mót- tökur allar og aðstöðu. Þeir voru einkar heppnir með veð- ur og nutu því fegurðar lands- ins og horgarinnar i rík- um mæli, þegar þeim gafst hlé frá þingstörfum. Það er til mik- illar uppörvunar, hve vel hefur tekizt til um læknamót þetta. Ætti það að vekja íslenzka læknastétt til nýrra dáða á sviði vísindarannsókna, svo að tök verði á að efna til fleiri þinga af jæssu tagi með stærra fram- lagi íslenzkra lækna, J)annig að samstarf við hina norrænu starfsbræður verði aukið að miklum mun. Með þessu ný- haldna þingi hefur vissulega verið stigið djarft og velheppn- að spor í j)á átt. MERKAR RITGERÐIR Ástæða er til að vekja sér- staka athygli íslenzkra lækna á ritgerðum Júlíusar Sigurjóns- sonar próf. (1, 2, 3, 4) um tíðni dauðsfalla af völdum maga- krabhameins og mörg fleiri at- riði varðandi jænnan sjúkdóm hérlendis. Ilinar merku ritgerð- ir hans og Níelsar Dungals

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.