Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 39

Læknablaðið - 01.06.1968, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 125 Jón G. Hallgrímsson, Hjalti Þórarinsson: Áverkar á brjóstkassa og líffæri í brjóstholi Efni þetta var tekið saman og flutt á laugardagsfundi á Landspítalan- um 16. desember 1967 undir fyrirsögninni: Traumata thoracis á vegum brjóstholsskurðdeildar Landspítalans. Yfirlæknir Hjalti Þórarinsson. Áverki á brjóstkassa getur haft í för með sér meiri eða minni skemmdir á líffærum inni i brjóstholinu, svo sem lung- um, hjarta og stærri æðum, vélinda og þind. Sjúklingar með áverka á brjóstkassa og/eða líffæri í brjóstholi eru oft í neyðar- ástandi og þarfnast þá bráðrar hjálpar, en sagt er, að um 10% þeirra þarfnist hins vegar meiri háttar l)rjóstholsaðgerðar (thoracotomiu).1 Bráðahjálpin er fólgin í endurlífgun (resuscita- tion) úr lostinu, sem stafar af áverkanum, og endurbyggingu (restoration) á eins eðlilegri öndunar- og hjartastarfsemi og unnt er. Lostið getur stafað af hlóðmissi og/eða vegna truflana á eðli- legri öndunar- og hjartastarfsemi, sem áverkinn hefur valdið. Slikar truflanir geta stafað af einni eða fleiri eftirfarandi or- sökum: 1. Hindrun á hreyfingum hrjóstveggjar vegna sársauka. 2. Averka á hrjóstvegg (beinbrot, opin sár). 3. Hindrun á útþenslu lungna vegna lofts og/eða vökva í brjóstholi. 4. Áverka á þind. 5. Áverka á lungum, hjarta og stærri æðum. Sérhverri hindrun á eðlilegri öndun þarf að létta sem fyrst, og m. a. kemur þar oft til greina að tæma loft og vökva úr brjóstholi, spegla berkjur (hronchoscopia) til að hreinsa slím eða hlóð úr loftvegum og e. t. v. að gera barkaskurð. Til yfirlits má skipta áverka á brjóstkassa í þrjá flokka: A. Lokaða áverka. B. Opna áverka. C. Stungu- og skotáverka. Hver flokkur getur síðan haft sína fylgikvilla (sjá yfirlit).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.