Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 44

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 44
130 LÆKNABLAÐIÐ svo að liann renni ekki út, en liæfilegt er, að hann nái um 5 cm inn í hrjóstholið. Ganga þarf vel frá öllum tenging- um, svo að loft komist ekki utan frá inn í sogkerfið. Emphysema subcutanea í sambandi við rifbeinshrot bendir alltaf til rifu á lunga. Loftið undir húðinni er venjulega lítið og í námunda við hrotstaðinn og greinist þar með eins kon- ar „marr“-hljóði (crepitus), þegar þrýst er á það. Mikið loft undir húð er sjaldgæft við venjuleg rifbeinshrot. Loftbrjóst og loft undir húðinni fer ekki alltaf saman. Brjóstholsblæðing (hæmothorax). Blæðing frá iungnarifu, sem stafar af rifbeinshroti, stöðvast oft án frekari aðgerðar, sé rif- an ekki því stærri. Hins vegar getur blætt frá arteria intercostalis, og slík hlæðing mun ekki stöðvast án aðgerðar með undirbind- ingu á þeirri slagæð. Því ber að hafa í huga blæðingu frá arteria intercostalis, þegar blæðir áfram inn i hrjósthol við rifbeinsbrot, þrátt fyrir endurtekna hrjóstliolsástungu, en hlóð, sem og annar vökvi i brjóstholinu, er hindrun á eðlilegri útþenslu lungna og þarf að tæma sem fyrst. Flail chest. Þegar um er að ræða mörg rif brotin sömu meg- in, eða rifbeinsbrot heggja megin, nokkur rif hrotin á tveimur eða fleiri stöðum, eða ef samfara er brjóstbeinshrot, getur önd- unin orðið ófullnægjandi vegna þess, að við innöndun hreyfist þessi hluti hrjóstveggjar inn á við (paradoxical hreyfing) og hindrar þannig eðlilega útþenslu lungnanna. Af þessum orsökum, sem á ensku kallast „flail chest“, geta komið fram alvarlegir öndunarerfiðleikar. 1 slíkum tilfellum þarf að styrkja hrjóst- vegginn til að í'orðast dauða sjúklings úr köfnun. Einfalt er að setja dúktengur (towel clips) yfir um rif, eitt eða fleiri, þar sem áðurnefnd andstæða (paradoxical) hreyfing er, og toga í við inn- öndun. Siðan má setja hæfilega þyngd á (,,strekk“), til þess að rifbeinin haldist nokkuð stöðug. 1 öðrum tilvikum geta rifheins- hrot verið það útbreidd, að slik meðferð verður ófullnægjandi. Þá kemur til greina að lagfæra hrotin með aðgerð (repositio sanguinea) og festa rifbrotin saman með stálþræði. Þriðja leið er svo „innri festing“, sem ráðlögð var af Avery o. fl. 1956.1 Hún er fólgin í að leggja niður l)arkaslöngu (oral endotracheal tube), sem svo er tengd við öndunartæki (respirator). Síðan þai’f við fyrstu lientugleika að gera barkaskurð (tracheotomia) og leggja þar inn barkapípu (tracheal tube), sem tengd er við öndunar- tækið. Þess skal getið hér, að nauðsynlegt er að vaka stöðugt yfir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.