Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 68

Læknablaðið - 01.06.1968, Page 68
144 LÆKNABLAÐIÐ 8. röntgenmynd: R. P. blæðingu, mest fljótandi blóð, en einnig nokkrar blóðlifrar. Einnig er töluverð blæðing inn í miðmæti. Hóstarkirtillinn er nokkuð stór og blæðing í kringum hann. Nokk- ur blæðing er einnig undir brjósthimnunni yfir meginæðarboganum. Brot finnst á 2. rifi, en brotendar liggja saman. Lungað er rifið á þrem stöðum. Stærsta rifan er í lungnatoppinn. Hún nær inn undir lungnarótina (hilus). Allveruleg blæðing er frá þessari rifu og töluverður loftleki. Tvær minni rifur eru í neðsta lungnablað, en það er allt óeðlilega þétt átöku vegna blæðingar í lungnavefinn. Hafizt var handa um að sauma saman stærstu rifuna, en þegar það var nær búið, fékk sjúklingurinn skyndilega hjarta- stöðnun (cardiac standstill). Hjartahnoð (cardiac massage) var strax framkvæmt, og bar það fljótt árangur eða eftir 1(4—2 mín. Fyrst í stað var hjartsláttur þó veikur, og var því gert hjartahnoð öðru hverju, meðan lokið var við að sauma saman rifurnar í lunganu. í lok aðgerðar þandist lungað vel

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.