Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1972, Side 22

Læknablaðið - 01.10.1972, Side 22
108 LÆKNABLAÐIÐ Ráðuneytið lítur fyrst og fremst á sig sem þjónustustofnun við þá starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar, sem starfa úti á meðal fólks- ins; bað vill því hafa við þá sem bezta samvinnu, og undirstaða allrar góðrar samvinnu er gagnkvæm upplýsingamiðlun. Ég tel það mjög mikilsvert, að Læknafélag íslands hefur boðið fulltrúum heilbrigðisstjórnarinnar til þessa aðalfundar, og ég vænti þess, að áframhald verði á vinsamlegum samskiptum þessara aðila. Heilbrigðisstjórnina skortir málgagn til þess að koma á framfæri við alla starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar ýmsum upplýsingum, sem að gagni mega koma í starfi, og það verður eitt af verkefnum fram- tíðarinnar að koma slíkri upplýsingamiðlun á. TETANUS NEONATORUM Eins og öllum er kunnugt, var ginklofinn í Vestmannaeyjum hin óttalegasta plága, unz farið var að nota „naflaolíuna“ (Bals. copaicae) eftir fyrirsögn Dr. Schleisners, sem kom hingað 1847. Elztu eyja- skeggjar muna eftir honum og minnast hans með aðdáun og lotn- ingu, „því að hann drap ginklofann", og er engin furða, þó að menn kynnu honum þakkir, þegar þess er gætt, að það var orðin venja hér á Eyju, er ginklofinn var sem mestur, ef konur urðu þungaðar á þeim tíma, er birgðir voru litlar í búðum, að hlutaðeigendur tóku út efni í líkkistu og líkklæði, áður en þryti, svo viss var dauði barnsins talinn. Það var heldur og eigi óvenjulegt, að þungaðar konur leituðu til meginlandsins (Landeyja) til þess að ala þar börn sín og koma þannig í veg fyrir dauða þeirra. Má vera, að sýkin hafi borizt á þann hátt, því að svo segir í „Annál 19. aldar“ (ár 1825): „Ginklofasýki hafði lengi legið í landi í Vestmannaeyjum, og fækkaði þar mjög börn- um, en eigi annarstaðar gert hjer skaða þann, er teljandi væri; en nú færðist hún til meginlands og tók að dreifast út um nálægar sveitir þar eystra; dóu úr henni 7 í Vestmannaeyjum, 4 í Árnessýslu og 3 i Gullbringusýslu“. Ginklofans er snemma getið í Vestmannaeyjum. Um 1700 kemst síra Gissur Pétursson svo að orði í „Lítil tilvísan um Vestmannaeyjar, háttalag og bygging“: „Sóttarferli alla hér ei til nema almennileg, fyrir utan vatnsbjúg og ginklofa. Ginklofann fá hér þau ungu, ný- fæddu börn. Hann er að sjá mjög líkur sinadrætti, afmyndar, teygir og togar sundur og saman limina; gerir og einnig holdið blá-svart. Sjaldan fá hann fullorðnir, en ef það skeður, stíga þeir gjarnan fram“. ÍHalldór Gunnlaugsson, Lbl. janúar 1916).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.