Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1972, Qupperneq 43

Læknablaðið - 01.10.1972, Qupperneq 43
LÆKNABL AÐIÐ 119 Friðrik Sveinsson og Baldur Fr. Sigfússon ÁLIT OG GREINARGERÐ LÆKNAMIÐSTÖÐVANEFNDAR L. í. INNGANGUR Sumarið 1968 samþykkti aðalfundur L.Í., sem haldinn var að Bif- röst 22.-23. júní, að fela stjóminni að skipa nefnd til að gera tillögur um staðsetningu og rekstur læknamiðstöðva 1 strjálbýli landsins. Hinn 12. sept. sama ár var nefndin kosin og voru í henni eftirtaldir menn: Friðrik Sveinsson, sem var formaður, Ingólfur Sveinsson og Baldur Fr. Sigfússon. Skilaði nefndin áliti um staðsetningu læknamiðstöðva réttu ári síðar, en nánari greinargerð og áliti nefndarinnar varðandi rekstur slíkra miðstöðva var eigi fulllokið fyrr en í júní 1970. Hvarf Ingólfur af landi brott rúmum tveimur mánuðum áður en verkinu lauk, en átti eigi að síður í því mikinn þátt, einkum í undirbúnings- vinnu og umræðum. HEIMILDIR Heimildir þær, sem við hefur verið stuðzt, eru margvíslegar og verða ekki allar tíndar til. Fyrst ber að nefna svonefnda Héraðslækna- könnun, þ. e. a. s. könnun á starfsaðstöðu og aðbúnaði héraðslækna, sem gerð var sumarið 1967 á vegum L.í. að tilhlutan nokkurra ungra lækna, er áhuga höfðu á skipan heilbrigðisþjónustu í strjálbýli lands- ins. Var yfirgripsmikill spurningalisti sendur öllum héraðslæknum utan Reykjavíkursvæðisins og Akureyrar og m. a. spurt um fólksfjölda, samgöngur, húsakynni, rannsóknaraðstöðu, sjúkraskýli, tækjakost, að- stoð (símaþjónustu, ritara, hjúkrunarlið o. fl.), heilbrigðiseftirlit, sjúkradagbækur, bókakost, vinnutíma og starfshætti (möguleika á leyfum og námsferðum, tímapantanir, vitjanir o. f 1.), samstarf lækna og síðast en ekki sízt álit lækna á sameiningu héraða, um staðsetn- ingu læknamiðstöðva í náinni framtíð. Einnig var leitað eftir frekari hugmyndum um bætta læknisþjónustu. Bárust upplýsingar um 35 af 52 héruðum utan Reykjavíkursvæðisins, (en þau eru raunar alls 54, ef með eru talin Flateyjar- og Djúpavíkurhéruð, sem hafa ekki enn verið lögð formlega niður). Auk þessara gagna var stuðzt við erindi eftir Auði Angantýs- dóttur, sem gegndi starfi héraðshjúkrunarkonu í Flateyrarhéraði um skeið. í sambandi við ofangreinda könnun sumarið 1967 liggja fyrir skýrslur um ferðir erindreka L.Í.; fór Helgi Þ. Valdimarsson m. a. til Stykkishólms og Vestfjarða og Örn Bjarnason til Hornafjarðar og um Austfirði. Einnig fór einn nefndarmanna, Baldur Fr. Sigfússon, ásamt fyrrv. framkv.stj. L.Í., Sigfúsi Gunnlaugssyni, um vestanvert Norður- land og til Hólmavíkur sama sumar. Liggja fyrir góðar upplýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.