Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1972, Qupperneq 71

Læknablaðið - 01.10.1972, Qupperneq 71
LÆKNABLAÐIÐ 137 ætlunin að reisa húsnæði fyrir lækningastofu og lyfjaafgreiðslu á þessu ári, og mun læknirinn í Ólafsvík koma þar einu sinni í viku, eins og verið hefur. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir vantar tilfinnanlega nokkur sjúkrarúm, til þess að unnt sé a. m. k. að hlynna að slösuðu fólki, fylgj- ast með bráðasjúklingum um stundarsakir og sinna eðlilegum fæðing- um. Mætti vel koma þeim fyrir í kjallara hússins ásamt herbergi fyrir ljósmóður eða vökukonu, litlu eldhúsi og öðru, sem fylgja þyrfti, enda ekki eins brýn nauðsyn að koma þarna fyrir tannlæknastofu. Enn betra væri þó að reisa til viðbótar sjúkrahús fyrir heimilislækningar á staðnum. STYKKISHÓLMSHÉRAÐ í Stykkishólmi rekur belgísk nunnuregla sjúkrahús; það hefur nýlega verið stækkað, þannig að þar eru nú 24 rúm, auk deildar fyrir 20 geðsjúklinga. Er það vel tækjum búið, innan stokks er flest nýtt, og lærður meinatæknir mun tekinn til starfa. Enn fremur er þar hús- rými, sem nægja mundi a. m. k. 3 læknum til að taka á móti sjúkling- um og til að sinna heilsugæzlu, ef samningar tækjust um leigu á því. Undanfarin 7 ár hefur oftast starfað þarna sérstakur sjúkrahúslæknir, en þess á milli hefur héraðslæknirinn orðið að taka að sér störf á sjúkrahúsinu ásamt annarri vinnu. íbúar héraðsins eru 2126, og því full þörf tveggja lækna, jafnvel þótt Miklaholtshreppur með 162 íbúa yrði látinn fylgja Borgarneshéraði. Þarna er því tilvalið að koma á fót læknamiðstöð, en fjárhagur sveitarfélaga á þessu svæði mun þó vera fremur bágborinn og því vart að vænta skjótra framkvæmda, nema annað komi til, svo sem aukinn stuðningur ríkis eða sameining fleiri héraða. Um hið síðarnefnda hafa komið fram ákveðnar hugmyndir frá Guðmundi H. Þórðarsyni, héraðslækni í Stykkishólmi, og Helga Þ. Valdimarssyni, cand. med., sem ekki verður gengið framhjá. Gera þeir ráð fyrir sameiningu Búðardals-, Reykhóla-, Flateyjar- og Stykkis- hólmshéraðs. íbúatölur hinna þriggja fyrrnefndu eru 1174, 423 og 51, og hefur læknisþjónusta þar verið fremur stopul undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Vegalengdir eru þó slíkar, að naumast kemur til greina að þjóna þeim reglulega frá Stykkishólmi, nema með flugvél, helzt þyrlu, sem borið gæti sjúkrakörfu auk farþega. Hefur þegar fengizt þarna nokkur jákvæð reynsla af slíku þyrluflugi. Björgunar- skútusjóður Breiðafjarðar, sem nemur eitthvað á þriðju milljón króna, mun nú ætlaður til kaupa á þyrlu til þessara nota, en hrekkur þó skammt, auk þess sem rekstur hennar er alldýr. Benda má á, að Reyk- hólahéraði hefur verið þjónað flugleiðis alla leið sunnan úr Reykja- vík og vandséð er, hvernig leysa mætti vandamál þess héraðs á annan hátt betur en í sambandi við flugþjónustu (sjá þó kaflann um Hvamms- tanga- og Hólmavíkurhéruð). Þyrftu læknar í Stykkishólmi bó að vera minnst 3. Fengizt hefur mjög góð reynsla af samstarfi Stykkishólms- lækna við hjúkrunarkonu í Grundarfirði. Með ráðningu hjúkrunar- kvenna í fyrrnefnd héruð ásamt aðstöðu til lyfjageymslu og lækninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.