Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1972, Side 83

Læknablaðið - 01.10.1972, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 145 inn hluta ársins, þrátt fyrir stutta vegalengd (28 km). Fáist enginn læknir, virðist þó alls ekki útilokað, að þjóna megi héraðinu þaðan með auknum fjölda lækna og bættum samgöngum, einkum staðsetn- ingu þyrlu á Egilsstöðum. Sama gildir raunar einnig um önnur héruð Austfjarða sunnan Neshéraðs. Mjög góður vegur og stutt leið (34 km) er nú um Fagradal til Reyðarfjarðar, og helzt hann yfirleitt opinn á vetrum. Allgóður vegur, en nokkuð langur (87 km), er og til Breið- dalsvíkur. Frá Djúpavogi er torsótt leið og löng til Elgilsstaða (m. a. slæmur vegur fyrir Berufjörð), en hana mætti stytta um 70 km með vegi beint norður yfir Öxi (um 90 km), sem yrði þá styttra en til Hornafjarðar. Loks er rétt að geta þeirrar hugmyndar Heimis Bjarnasonar, fyrrv. héraðslæknis á Djúpavogi, að fyrrnefnd héruð og Egilsstaðahérað myndi öll eina starfsheild með vel búinni læknamiðstöð á Egilsstöð- um, sem tæki að sér ýmsa sérhæfða þjónustu og hefði á að skipa varaliði lækna, sem gætu leyst staðbundna lækna af í leyfum og gefið þeim auk þess kost á að starfa um tíma í læknamiðstöðinni. Ekki mun hér rætt um kosti og galla þessarar athyglisverðu hugmyndar, en hæp- ið þykir að mæla með henni sem fyrstu lausn vandamálsins, nema greinilegur stuðningur íbúa og starfandi lækna eystra komi til, enda getur framkvæmd hennar þróazt með árunum þrátt fyrir það. Má og vera, að slíka lausn mætti nota víðar á landinu, einkum á Vestfjörðum, ef góð reynsla fengist af henni á einum stað. NESHÉRAÐ í Neskaupstað hefur verið starfrækt sl. 12 ár 35 rúma fjórðungs- sjúkrahús með sjúkradeild, ellideild og allgóðri aðstöðu til skurðlækn- inga. Hefur að jafnaði starfað þar skurðlæknir, auk aðstoðarlæknis, sem sinnt hefur heilsuvernd á staðnum. Hins vegar hefur mjög oft vantað og vantar nú héraðslækni í Neshérað, sem von er, þar sem nær engin starfsaðstaða hefur verið til fyrir hann né sæmilegur bú- staður. Þegar héraðslæknir hefur starfað auk hinna tveggja sjúkra- húslækna, sem einnig hafa sinnt almennum lækningum, hefur hann haft meira en nóg að gera, og segir það sína sögu um almenna læknis- þjónustu á staðnum, enda íbúar héraðsins 1709 talsins. Má því full- yrða, að þegar séu næg verkefni fyrir 3 lækna alls í Neskaupstað, þar af 2, sem sinntu að mestu almennum lækningum, eigi að starfrækja sjúkrahúsið á svipaðan hátt áfram, þ. e. að nokkru leyti fyrir allt Austurland og fyrir sjómenn. Eðlilegt virðist að skapa aðstöðu fyrir læknamiðstöð í sjúkrahús- inu eða við það og gera þar ráð fyrir 2 læknum, sem sinntu að mestu almennum lækningum. Jarðvegur fyrir hugmyndir um læknamiðstöð og skilningur ráðamanna staðarins á þörfum og kröfum lækna um lágmarksstarfsskilyrði til viðunandi læknisþjónustu virðist hafa verið rýr, auk þess sem héraðið yrði að greiða að hluta kostnað við upp- setningu slíkrar miðstöðvar, þ. e. ekki er um samruna héraða að ræða. Er nú byrjað að reisa héraðslæknisbústað fjarri sjúkrahúsinu, þar sem gert er ráð fyrir lækningaaðstöðu. Verður slíkt að teljast fráleitt á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.