Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 16

Læknablaðið - 01.02.1978, Page 16
4 LÆKNABLAÐIÐ þeirra sjúklinga, sem létust, og höfðu þeir allir kransæðasjúkdóm. Meðferð var fólgin í hjartahnoði utan frá, íblæstri (ventilatio) og defibrillatio að forsögn The National Academy of Sciences — National Research Council.4 Endurhæfingarnámskeið í aðferðum við lífgunaraðgerðir fyrir lækna og hjúkrunar- fræðinga voru haldin tvisvar á ári, og var þeim stjórnað af sérfræðingi í hjartasjúk- dómum. Þegar álitið var, að sjúklingur hefði orðið fyrir stöðvun á hjartastarfsemi, var hringt í sérstakt símanúmer, sem tengt var beint skipti'borði sjúkrahússins. Síma- vörður tilkynnti þá í hátalara, hvar sjúk- lingurinn væri staddur og tveir aðstoðar- læknar og hjúkrunarfræðingar fóru þegar á vettvang. Eldri aðstoðarlæknar, svæfing- ar- og deyfingarlæknar og hjartasérfræð- ingar voru ávallt tiltækir til að aðstoða við barkaþræðingu (intubatio), koma fyrir gangráðum o.s.frv. NIÐURSTÖÐUR OG ÁRANGUR AF MEÐFERÐ Á þessum þremur árum var tilkynnt um 225 sjúklinga, sem virtust hafa ótvíræð einkenni um stöðvun á hjartastarfsemi. í 55 (24,4%) tilfellum reyndust þessar til- kynningar ástæðulausar eða gagnslausar. Skyndileg breyting hafði orðið á ástandi sjúklings, en ekki var þörf á lífgunartil- raunum eða stöðvunin hafði augljóslega staðið of lengi til þess að lífgunartilraunir gætu borið árangur (sjúklingur fannst and- vana á heimili sínu og var fluttur á skyndi- móttökudeild (Emergency Room), án þess að lífgunartilraunir hefðu verið reyndar áður). Þær voru hins vegar gerðar á 170 sjúklingum og höfðu 142 (83,5%) krans- æðasjúkdóm, með eða án kransæðastíflu, eins og áður er sagt. Af þessum sjúklingum voru 91 karlmaður og 51 kona. Aldur var allt frá 33 árum upp í 89 ár. Meðalaldur var 65 ár. Aldursdreifing er sýnd á töflu 1, svo og árangur af lífgunartilraunum. Lífg- un tókst ekki á 67 sjúklingum (47,2%), en 75 (52,8%) röknuðu við í fyrstu við lífg- unartilraunirnar, og er þá átt við, að blóð- streymi frá hjarta hafi verið nægilega mik- ið til þess að þeir héldu lífi án hjarta- hnoðs. 62 (43,7%) voru á lífi eftir 24 klst., 45 (31,7%) eftir eina viku og 32 (22,5%) voru brautskráðir af sjúkrahúsinu. Aldur virtist ekki ráða úrslitum um farnað sjúk- linganna, og er það í samræmi við reynslu annarra.4 Að vísu sýna hundraðstölur brautskráðra á töflu 1 tiltekna hneigð, en sjúklingar eru of fáir, a.m.k. í tveimur yngstu aldursflokkunum, til þess að af töfl- unum verði ályktað. Rétt þykir þó að birta þær. Hlutfallslegur fjöldi brautskráðra sjúklinga með kransæðasjúkdóm reyndist svipaður og Jeresaty og fleiri greina frá.12 Máli skipti á hvaða tíma sólarhrings hjartastarfsemi stöðvaðist. Ef sjúklingun- um er skipt í tvo hópa, þá, sem lífgaðir voru á tímabilinu frá kl. 8 að morgni til kl. 5 siðdegis, þegar sjúkra'húsið var full- skipað starfsliði og hinna, sem lífgaðir voru á tímabilinu frá kl. 5 síðdegis til kl. TABLE II SURVIVAL ACCORDING TO TIME OF DAY. TIME OF DAY NO D!ED { 1 E RES UN - SUCCESSFUL) INIT RES DIED l ATER IN HOSPlTAL DISCHARGED 8am - 5pm 67 29 (43 3%) 38 21 17 ( 25 4%) 5pm - 8 am — 75 38 ( 50 7%) 37 22 15 (20 0%) TABLE I SURVIVAL ACCORDING TO AGE. AGE NO DIED (I E RESUSCÍTA TION UN - SUCCESSP INITIALLY RESUSCITA TED DIEDLATER IN HOSPtTAL DISCHARGED ALIVE 24 H AFTER RES ALIVE 7DAYS AFTER RES 33-49 13 6 7 3 4 (30 8%! 6 5 50-59 25 12 13 6 7 (28 0%) 11 9 60-69 52 17 35 24 11 (21 2%) 28 19 70*79 42 27 15 7 8 (19 0%) 14 10 80-89 10 5 5 3 2 (20 0%' 3 2 TOTAL 142 67 75 43 3? '22 5%! 62 45 8 að morgni, þegar aðeins vaktlið var að störfum, kom í ljós talsverður munur (yfir 5%). Nætursjúklingarnir höfðu öllu verri lífshorfur (tafla 2). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra, að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt.11 Könnuð var fylgni árangurs af meðferð og einkenna, sem sáust á fyrsta línuriti (tafla 3). Góður árangur náðist þegar um var að ræða fibrillatio ventricularis (37,2 % brautskráðir) og tachycardia ventri-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.