Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 16

Læknablaðið - 01.02.1978, Síða 16
4 LÆKNABLAÐIÐ þeirra sjúklinga, sem létust, og höfðu þeir allir kransæðasjúkdóm. Meðferð var fólgin í hjartahnoði utan frá, íblæstri (ventilatio) og defibrillatio að forsögn The National Academy of Sciences — National Research Council.4 Endurhæfingarnámskeið í aðferðum við lífgunaraðgerðir fyrir lækna og hjúkrunar- fræðinga voru haldin tvisvar á ári, og var þeim stjórnað af sérfræðingi í hjartasjúk- dómum. Þegar álitið var, að sjúklingur hefði orðið fyrir stöðvun á hjartastarfsemi, var hringt í sérstakt símanúmer, sem tengt var beint skipti'borði sjúkrahússins. Síma- vörður tilkynnti þá í hátalara, hvar sjúk- lingurinn væri staddur og tveir aðstoðar- læknar og hjúkrunarfræðingar fóru þegar á vettvang. Eldri aðstoðarlæknar, svæfing- ar- og deyfingarlæknar og hjartasérfræð- ingar voru ávallt tiltækir til að aðstoða við barkaþræðingu (intubatio), koma fyrir gangráðum o.s.frv. NIÐURSTÖÐUR OG ÁRANGUR AF MEÐFERÐ Á þessum þremur árum var tilkynnt um 225 sjúklinga, sem virtust hafa ótvíræð einkenni um stöðvun á hjartastarfsemi. í 55 (24,4%) tilfellum reyndust þessar til- kynningar ástæðulausar eða gagnslausar. Skyndileg breyting hafði orðið á ástandi sjúklings, en ekki var þörf á lífgunartil- raunum eða stöðvunin hafði augljóslega staðið of lengi til þess að lífgunartilraunir gætu borið árangur (sjúklingur fannst and- vana á heimili sínu og var fluttur á skyndi- móttökudeild (Emergency Room), án þess að lífgunartilraunir hefðu verið reyndar áður). Þær voru hins vegar gerðar á 170 sjúklingum og höfðu 142 (83,5%) krans- æðasjúkdóm, með eða án kransæðastíflu, eins og áður er sagt. Af þessum sjúklingum voru 91 karlmaður og 51 kona. Aldur var allt frá 33 árum upp í 89 ár. Meðalaldur var 65 ár. Aldursdreifing er sýnd á töflu 1, svo og árangur af lífgunartilraunum. Lífg- un tókst ekki á 67 sjúklingum (47,2%), en 75 (52,8%) röknuðu við í fyrstu við lífg- unartilraunirnar, og er þá átt við, að blóð- streymi frá hjarta hafi verið nægilega mik- ið til þess að þeir héldu lífi án hjarta- hnoðs. 62 (43,7%) voru á lífi eftir 24 klst., 45 (31,7%) eftir eina viku og 32 (22,5%) voru brautskráðir af sjúkrahúsinu. Aldur virtist ekki ráða úrslitum um farnað sjúk- linganna, og er það í samræmi við reynslu annarra.4 Að vísu sýna hundraðstölur brautskráðra á töflu 1 tiltekna hneigð, en sjúklingar eru of fáir, a.m.k. í tveimur yngstu aldursflokkunum, til þess að af töfl- unum verði ályktað. Rétt þykir þó að birta þær. Hlutfallslegur fjöldi brautskráðra sjúklinga með kransæðasjúkdóm reyndist svipaður og Jeresaty og fleiri greina frá.12 Máli skipti á hvaða tíma sólarhrings hjartastarfsemi stöðvaðist. Ef sjúklingun- um er skipt í tvo hópa, þá, sem lífgaðir voru á tímabilinu frá kl. 8 að morgni til kl. 5 siðdegis, þegar sjúkra'húsið var full- skipað starfsliði og hinna, sem lífgaðir voru á tímabilinu frá kl. 5 síðdegis til kl. TABLE II SURVIVAL ACCORDING TO TIME OF DAY. TIME OF DAY NO D!ED { 1 E RES UN - SUCCESSFUL) INIT RES DIED l ATER IN HOSPlTAL DISCHARGED 8am - 5pm 67 29 (43 3%) 38 21 17 ( 25 4%) 5pm - 8 am — 75 38 ( 50 7%) 37 22 15 (20 0%) TABLE I SURVIVAL ACCORDING TO AGE. AGE NO DIED (I E RESUSCÍTA TION UN - SUCCESSP INITIALLY RESUSCITA TED DIEDLATER IN HOSPtTAL DISCHARGED ALIVE 24 H AFTER RES ALIVE 7DAYS AFTER RES 33-49 13 6 7 3 4 (30 8%! 6 5 50-59 25 12 13 6 7 (28 0%) 11 9 60-69 52 17 35 24 11 (21 2%) 28 19 70*79 42 27 15 7 8 (19 0%) 14 10 80-89 10 5 5 3 2 (20 0%' 3 2 TOTAL 142 67 75 43 3? '22 5%! 62 45 8 að morgni, þegar aðeins vaktlið var að störfum, kom í ljós talsverður munur (yfir 5%). Nætursjúklingarnir höfðu öllu verri lífshorfur (tafla 2). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra, að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt.11 Könnuð var fylgni árangurs af meðferð og einkenna, sem sáust á fyrsta línuriti (tafla 3). Góður árangur náðist þegar um var að ræða fibrillatio ventricularis (37,2 % brautskráðir) og tachycardia ventri-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.