Læknablaðið - 15.08.1982, Side 18
172
LÆKNABLADID
Fyrirtæki A. Þar eru fimm vélar með pessum
ákveðna rafbúnaði og eru tvær þeirra staðsettar í
aðalsal húsnæðisins en þrjár á palli undir þaki. Þegar
mælingar voru gerðar á ósonmagni í andrúmslofti
þessa fyrirtækis, þann 20. nóvember 1980, kom í ljós
að við aðra vélina, sem staðsett var niðri í aðalsal
var magnið 0,8 ppm og á pallinum, þar sem hinar
vélarnar eru, mældist ósonmagnið 4-5 ppm.
Niðurstöður mælinga voru kynntar fyrirtækinu og
þess krafist, að settur yrði fullnægjandi loftræsti-
búnaður á vélarnar.
Þess má geta að ekki er stöðugt unnið við þessar
vélar, heldur einungis með vissu millibili, þegar skipt
er um plastrúllur.
Annan mars var lokið við að setja afsogsbúnað
við rafbúnaðinn. Mælingar endurteknar og óson-
magnið var þá undir 0,05 ppm við allar vélarnar,
nema eina, en þar reyndist það 0,2 ppm. Við þá vél
var farið fram á smávægilegar lagfæringar á loft-
ræstibúnaði, en fyrirtækinu síðan heimiluð full starf-
ræksla.
Fyrirtæki B. í þessu fyrirtæki eru einnig fimm vélar
með þessum ákveðna rafbúnaði. Þær eru allar í sama
salnum í kjallara fyrirtækisins. Við mælingar kom í
ljós, að ósonmagnið var á bilinu 0,3-1,2 ppm. Fjórar
vélanna voru með ákveðnum afsogsbúnaði og reynd-
ist ósonmagnið við þær 0,3-0,7 ppm, en í námunda
við þá fimmtu var enginn sogbúnaður og þar
mældist styrkurinn 0,2 ppm. Var talið að heilbrigði
starfsmanna stafaði hætta af umræddri vél og var
því rafbúnaðurinn tekinn úr sambandi og innsiglað-
ur. Eftir þá aðgerð reyndist ósonmagnið í andrúms-
lofti vinnusalarins minna en áður eða á bilinu 0,05-
0,3 ppm. og mældist hæsti styrkurinn við eina hinna
fjögurra véla og var farið fram á ákveðnar lagfær-
ingar á henni. Eftir að þeim var lokið mældist
ósonmagnið hvergi meira en 0,05 ppm. Þó var farið
fram á smávægilegar lagfæringar en fyrirtækinu
heimiluð full starfræksla.
UMRÆÐUR
Ósort, myndun pess og eiturverkan. Óson
hefur efnaformúluna 03. Suðmark þess er
111,3°C og er við herbergishita mun þyngra
en loft. Það hefur mjög einkennandi lykt og
nafn þess er raunar dregið af gríska orðinu
»ozein« sem þýðir »að lykta«.
Áhrif ósons á manninn hafa verið
rannsökuð ítarlega (5, 6) og eru þau háð þéttni
þess í andrúmsloftinu og þeim tíma, sem því er
andað að sér. Lyktin er sterk og ekki réttur
mælikvarði á hættuna, þar eð hún venst. Við
0,1 ppm kemur fram erting í hálsi og á bilinu
0,1-1,0 ppm veldur efnið hósta, verk í brjósti
og mæði. Þegar styrkur fer yfir 3 ppm aukast
einkennin enn og lungnabjúgur getur bæst við
og aukið á andnauðina og e.t.v. leitt til dauða.
Ósoneitrun veldur berkjubólgu og lungnabjúg
og fer þetta eftir því magni, sem sjúklingur
hefur andað að sér. Ef um er að ræða
tímabundna eitrun, gengur breytingin til baka,
en við langvarandi endurteknar eitranir er
hætta á alvarlegum lungnaskemmdum. Talið
er að smám saman myndi einstaklingurinn
visst þol gagnvart ósoni. Tilraunir á músum
hafa sýnt fram á æxlismyndun. Þetta var
framkvæmt með því að mýsnar önduðu að sér
óson-blöndu í vissan tíma (6). Sambærilegar
tilraunir með aðrar dýrategundir sýndu hins
vegar ekki aukna tíðni æxlismyndana.
Ósonmengun í þessum tveimur fyrirtækjum
var eins og lýst hefur verið langt yfir markgildi
og því vaknar sú spurning, hvaða áhrif þetta
hafi þegar haft á heilsu starfsmanna. Þess má
geta að í samtölum við starfsmenn fyrirtækj-
anna kom fram að peir töldu sig hafa orðið
fyrir óþægindum af ósonmenguninni en það
vendist smám saman. Pví hafa verið gerðar
ráðstafanir til að starfsmenn þeir, er í viðkom-
andi sölum vinna, verði látnir gangast undir
læknisrannsókn, sem meðal annars felur í sér
lungnamyndatökur af öllum starfsmönnum og
athuga þar með hvort um mögulegar lungna-
breytingar sé að ræða, borið saman við fyrri
lungnamyndir. Einnig verði gerð öndunarpróf
á starfsmönnum (FVC og FEV 1.0).
í fyrirtækjunum er unnið allan sólarhringinn
og heildarfjölda starfsmanna má ætla á bilinu
45-50. Þrátt fyrir allar þær hættur, sem hér
hafa verið upp taldar og geta verið bundnar
ósoni, er starf því tengt í rauninni hættulítið, ef
aðgát er höfð og sjúkdómar eða dauði vegna
áhrifa á lungu sjaldgæf og þá næstum alltaf
vegna þess að unnið er við lélega loftræstingu,
léleg skilyrði eða í litlu loftrými.
Eins og áður er sagt er áætlað að auka mjög
athuganir eins og þessar. Mælingar verða þá
gerðar þannig að starfsmenn eru látnir bera
sýnatökudælur með sérstökum síum, sem
draga í sig efnin úr andrúmsloftinu. Efnin í síun-
um verða síðan efnagreind og má á þennan
hátt fá upplýsingar um hversu mikið magn
efna er í andrúmslofti því, sem starfsmenn
anda að sér við störf sín.
Sú tækni, sem beitt var í þeirri athugun, sem
hér er til umfjöllunar, gefur ekki til kynna
magn efnis í andrúmslofti starfsmanna heilan
vinnudag, heldur hve mikið er af efninu á
ákveðnum stað og ákveðnum tíma. Slíkar
athuganir má einnig nota til að skapa grófa
mynd af ástandi vinnustaðarins og síðan fara
út í nákvæmari kannanir, ef ástæða þykir til.