Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1982, Síða 36

Læknablaðið - 15.08.1982, Síða 36
190 LÆKNABLADIÐ og áætlað offramboð á læknum. Sampykkt var samhljóða úrsögn úr SACO/SR. Einnig voru af- greidd venjuleg aðalfundarmál. Stjórn L.í. hefur verið send skýrsla um fundinn. FÍLlS telur mjög já- kvætt og sjálfsagt að geta aðstoðað við samvinnu norrænna læknafélaga á pennan hátt. Samnorrænn vinnumarkadur. 10/10 1979 undirrit- aði sendiherra Islands I Svípjóð samning hinna Norðurlandanna frá 1965 um samnorrænan vinnu- markað lækna. Þar sem gildi samningsins er óljóst og áhrif hans ekki merkjanleg, pá ritaði FlLÍS heilbrigðisráðuneytinu nýlega og bað um almenna túlkun á gildi samningsins. Skömmu síðar birtist í Læknablaðinu hugleiðing eftir Örn Bjarnason, par sem fram kemur að 25/8 1981 undirritaði heilbrigðis- málaráðherra fyrir íslands hönd nýjan norrænan samning um samnorrænan vinnumarkað heilbrigðis- stétta. Var FÍLfS ókunnugt um tilveru pessa nýja samnings, pví síður séð hann. Væntir FÍLÍS pess að í svari ráðuneytisins verði pessi samningur kynntur nánar, svo og gildi hans fyrir íslenska lækna í Svípjóð. Flutningamál. Stjórn FfLÍS hefur að nýju ritað skipafélögum er flytja varning til íslands og hafa boðist áframhaldandi hagkvæmir flutningsskilmálar, sem hafa verið kynntir í fréttabréfi. ATP- Lífeyrissjódur. íslenskir læknar eru aðilar að sænskum lífeyrissjóðum meðan á námi I Svípjóð stendur. Áður hafa verið kannaðir möguleikar á að flytja með sér pessi réttindi til íslands að námi loknu. Þar sem svör voru óljós, gerði FÍLÍS nýja athugun á pessu, en nú er Ijóst að slíkt er ekki hægt, einkum par sem ómögulegt er að verðleggja í dag pau stig, sem menn safna sér, pað fer eftir verðlagi pegar eftirlaunaaldri er náð. Þá geta menn fyrst vitjað síns fjár. Tekist hefur að fá greiðslur til lífeyrissjóðs lækna á fslandi dregnar frá skatti í Svípjóð. Gerist slíkt gegnum Riksskatteverket. Leiðbeiningar hafa birst í fréttabréfi. Sidanefndir. Nokkur umræða hefur verið á fslandi um siðanefndir lækna, sem væru til ráðgjafar og eftirlits um vísindarannsóknir. Tók stjórn FÍLÍS saman í stuttri greinargerð hvernig slíkum málum er fyrirkomið í Svípjóð og sendi L.f. Mál til umsagnar. L.f. hefur leitað álits FÍLÍS um nokkur mál, sem varðað hafa lækna á fslandi. Hefur öllum pessum bréfum verið svarað, pótt tími hafi stundum verið naumur og ekki mögulegt að kynna öllum félagsmönnum málin. 1) Óskað var álits á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir. Gerði frumvarpið ráð fyrir hert- um reglum um fóstureyðingar. Var sammála álit stjórnar að frumvarpið bætti ekki núgildandi lög og var pví á móti frumvarpinu. 2) Ritari L.f. á sæti í nefnd, sem ætlað er að endurskoða reglugerð um veitingu lækningaleyf- is og sérfræðileyfis. Óskaði hann eftir breytingar- tillögum FÍLfS við gömlu reglugerðina. í svari FÍLÍS var lögð áhersla á samræmingu við önnur lönd, einkum Norðurlönd, á niðurfellingu ritgerð- ar og á skjótari afgreiðslu umsókna. FÍLÍS leitaði einnig eftir hugmyndum FÍLUM- HEIL og voru pær sendar með svari FÍLÍS. 3) Reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar, mikið plagg í 81 grein. Þetta mál var einnig sent FÍLUMHEIL og samvinna var höfð um gerð svars, sem sent var L.Í. Var málið viðamikið en stuttur frestur takmarkaði vinnu við gerð svars. Klaksvíkar sjúkrahús, Föroyar sökir hjálparlækna skjótast gjörligt. Dagarbeiði við eftirfylgjandi vakt frá vaktveril- se (vakt II). Ferðautreiðslarnar verða endurgoldnar. íbuð kann útvegast. Umsókn verður at senda til umsjónarmammin, Klaksvíkar sjúkrahús, 3870 Klaksvík, Föroyar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.