Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 2
fIMMTudagur 29. MarS 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is notuðu meira en þúsund tonn af olíu Fyrsti súrálsfarmurinn kom til Reyðarfjarðar í gær en siglingin frá Ástralíu tók 45 daga, að sögn Davids Moseley skipstjóra. Reynt var að halda eldsneytiseyðslu í lágmarki á leiðinni en samt þurfti 1.062 tonn af olíu. Skipstjórinn verður í fimm mánuði að heiman í þetta skiptið, á meðan bíða hans heima kona og tvö börn. Fólk á Reyðarfirði fylgdist með áhöfninni þegar flutningaskipið Pine Arrow sigldi inn fjörðinn í gær með fyrsta súrálsfarminn. „Það voru ör- ugglega hundruð manna sem fylgd- ust með okkur sigla inn fjörðinn og fögnuðu okkur við komuna. Ég er mjög stoltur af því að koma með fyrsta farminn,“ segir David Moseley, skipstjóri Pine Arrow. Pine Arrow er 190 metra langt og 48 þúsund tonn af þyngd og er það stærsta sem lagt hefur að bryggju í Reyðarfirði. Súrálsfarmurinn sem byrjað verður að landa í dag er 39 þúsund tonn sem á eftir að skila af sér ríflega 20 þúsund tonnum af áli. Gert er ráð fyrir tuttugu förmum sem þessum á ári þegar álverið í Reyðar- firði hefur tekið til starfa að fullu. Siglt frá Ástralíu Súrálið kemur frá vesturhluta Ástralíu og segir Moseley skipstjóri siglinguna hafa tekið 45 daga til að halda eldsneytiseyðslu skipsins í lág- marki. Ef ekki hefði verið tekið til- lit til eyðslunnar segir hann ferðina hingað til lands hafa getað verið um fjórum dögum styttri. „Siglingin gekk vel og veðrið var að mestu leyti gott, nema við lentum í slæmu veðri fyrir sunnan Kanaríeyjar,“ segir David. Þann 3. mars stoppaði skipið í Höfðaborg til þess að taka olíu en að öðru leyti var siglt í einum rykk. Skip- ið eyðir 23,6 tonnum af olíu á hverj- um sólarhring að meðaltali að sögn skipstjórans og þurfti því 1.062 tonn af olíu til að komast með súrálið til Ís- lands. David segir það taka um fimm daga að afferma skipið og vonast hann til þess að geta skoðað sig aðeins um á Íslandi á meðan dvölinni stendur en hann var djúpt snortinn af útsýn- inu þegar hann sigldi inn Reyðarfjörð. „Ég er yfirleitt um borð í skipinu þegar er verið að ferma það en get leyft mér að vera aðeins meira frá á meðan á af- fermun stendur,“ segir David. Óvenju langur túr David hefur unnið á flutninga- skipum frá sautján ára aldri og er því nokkuð vanur fjarverunni frá fjöl- skyldu og vinum sem því fylgir. Að öllu jöfnu vinnur hann í fjóra mánuði og á frí í fjóra. Túrinn í þetta skipt- ið mun þó standa í fimm mánuði og það sé erfitt. „Ég bý á Englandi og á konu og tvö börn þar. Auðvitað er oft erfitt að vera fjarverandi svona lengi en ég fæ góð frí inni á milli,“ segir David. Internet og tölvupóstur hafa breytt miklu í gegnum árin og segir David lífið um borð vera allt annað nú orðið. Hann og konan hans skipt- ast á tölvupósti daglega og þannig getur hann fylgst með fjölskyldunni og hún með honum. Áður en skipið varð internettengt þurfi að stíla bréf til hans á fyrirtækið sem síðan var komið til næstu hentugu hafnar sem stoppað yrði í. Næstu viðkomustaðir Pine Arrow verða Antwerpen í Belgíu og Bremen í Þýskalandi en þangað verður sóttur farmur sem siglt verður með til Írans, Barein og Abu Dhabi. Minni mengun Óðum styttist í að álverið á Reyð- arfirði taki til starfa en framleiðslu- geta þess verður 346 þúsund tonn á ári. Í álverinu munu um fjögur hundruð manns starfa. Til þess að framleiða eitt tonn af áli þarf tvö tonn af súráli en það finnst helst í Karíba- hafinu, Ástralíu og Afríku. Framleiðsla á þessum 20 þús- und tonnum af áli hér á landi kostar 35.377 tonn af útblæstri koltvísýrings þegar flutningurinn til landsins er tekinn inn í myndina en útblásturinn við flutninginn einan og sér er 3.377 tonn. Í kolaorkuveri myndi fram- leiðslan menga tíu sinnum meira og útblásturinn við framleiðslu á sama magni vera 320 þúsund tonn af kol- tvísýringi ef enginn flutningur er tekinn inn í myndina. Framleiðsla í gasorkuveri myndi menga sex sinn- um meira eða um 200 þúsund tonn af koltvísýringi samkvæmt tölum frá Orkusetrinu. HjörDíS rut SigurjÓnSDÓttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Pine Arrow kemur að landi Skipstjórinn var yfir sig heillaður af útsýninu sem tók á móti honum þegar hann sigldi skipinu inn fjörðinn. Hann vonast til að geta skoðað sig örlítið um áður en lagt verður af stað að nýju. reyðarfjörður fyrsti súrálsfarmurinn kominn til álversins og senn styttist í eiginlega framleiðslu. Wilson brytjaður niður Samkomulag hefur náðst á milli íslenska ríkisins og Ness- kipa, sem eiga Wilson Muuga, um að draga skipið af strand- stað. Hugmyndin mun vera sú að draga skipið til erlendrar bryggju og þar verði það rifið og selt í brotajárn. Kostnaðinum munu ríki og Nesskip deila að frádregnum kostnaði við flutning skipsins og sölu í réttu hlutfalli við framlag þeirra. Umhverfisráðherrann Jónína Bjartmarz fagnar þessari niðurstöðu enda búið að vera nokkurt bitbein undanfarið. stal 512 krónum Maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í níu mán- aða fangelsi fyrir vörslu fíkniefna og þjófnað en hann rauf skilorð reynslulausnar með brotum sínum. Maðurinn var í eitt sinn tekinn á bíl með lítilræði af mar- íjúana í fórum sínum en síðar fundust rúmlega sjötíu grömm af amfetamíni og rúmt gramm af kókaíni á dvalarstað hans. Þá stal hann bensíni að verðmæti 512 króna er hann ók á brott af bensínstöð án þess að greiða fyr- ir eldsneytið. Maðurinn á langan sakaferil að baki. Hraðakstur á Kjalarnesinu Tíu ökumenn voru stöðvað- ir á Kjalarnesinu fyrir of hraðan akstur í gær. Allir voru bílarnir á yfir 105 kílómetra hraða og sá er ók hraðast var tekinn á 120. Með vorblíðunni hefur lögreglan fylgst sérstaklega með hraðakstri og hafa 10 til 13 bílar verið stöðv- aðir á dag síðustu daga. Lögreglan stöðvaði einn- ig tvær stúlkur og handtók þær. Ökumaðurinn var undir áhrifum lyfja. Auk þess fannst lítilræði af kannabis og örvandi efnum í fórum þeirra. Tekin var skýrsla af stúlkunum og má ökumaðurinn búast við sviptingu ökuleyfis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.