Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Qupperneq 6
fimmtudagur 29. mars 20076 Fréttir DV Láta undan hávaðanum Raddheilsa leikskólakennara er bágborin. Hávaði yfir hættumörkum og of langur ómtími hljóðs veldur því að mjög reynir á raddstyrk þeirra til að koma áleiðis fræðslu og fyrirmælum. Áberandi er hér á landi hversu lágur líf- og starfsaldur leik- skólakennara er. „Hámark raddar er hundrað desíbil, þetta er það mikill hávaði að rödd- in ræður ekki við þetta. Rödd sem er hás, rám eða gefur sig berst illa og skilar ekki alltaf öllum talhjóð- um til áheyrenda. Auk þess verður rödd sem er misbeitt óáheyrileg og getur farið í taugarnar á þeim sem á hlusta,“ segir Valdís Jónsdóttir, dokt- or í talmeinafræði. Mikill meirihluti leikskólakenn- ara kvartar undan raddveiluein- kennum. Mælingar sýna hávaða á leikskólum sem getur valdið óbæt- anlegu tjóni á heyrn þannig að sam- kvæmt lögum ættu leikskólabörn og starfsmenn að bera heyrnarhlífar. Mjög reynir á raddir leikskólakenn- ara til að koma áleiðis munnleg- um skilaboðum og fræðslu á þessu fyrsta skólastigi landsins. Þegar litið er á samanburð við nágrannaþjóðir okkar kemur í ljós öfugþróun hér á landi þegar kemur að líf- og starfs- aldri leikskólakennara. Gefast upp Friðrik Rúnar Guðmundsson, formaður Félags talkennara og tal- meinafræðinga, segir vandann mik- ið til umræðu hjá félagsmönnum. Hann telur mjög brýnt að þessi mál séu skoðuð gaumgæfilega þar sem hingað til hafi meira verið fókuserað á raddsjúkdóma. „Í slíkum hávaða sem hefur mælst er ekki fræðileg- ur möguleiki fyrir röddina að drífa yfir. Það hefur aðeins tvenns kon- ar áhrif á leikskólakennara að vinna við þessar aðstæður allan liðlangan daginn, annað hvort gefur röddin sig eða viðkomandi gefst upp á starfinu,“ segir Friðrik Rúnar. „Það er hreinlega orðin spurning hvort lögvernda þurfi röddina sem atvinnutæki. Radd- veilur eru algengari meðal kvenna, kennarastarfið er kvennastétt og reynir mjög á röddina. Til mín koma reglulega leikskólakennarar sem eru í vanda með röddina og eru dauð- uppgefnir eftir vinnudaginn í þess- um hávaða. Þeir segjast ekki megna einu sinni að kveikja á útvarpi þegar heim er komið eftir hinn dæmalausa hávaða á leikskólunum.“ Gífurleg áreynsla Aðspurð er Valdís sannfærð um að leikskóla- og grunnskólakenn- arar séu í hópi þeirra sem eru með verstu raddheilsuna. Hún segir vel þekkt að kennarar starfi í umhverfi þar sem hávaði er mikill. „Alltof lítill gaumur er gefinn að því hvort húsa- kynni séu nægilega góð til að tal geti borist að eyrum hlustenda. Rödd er atvinnutæki og leikskólakennarar eru í mestri hættu að lenda í radd- örðugleikum vegna starfs síns,“ seg- ir Valdís. „Rödd samanstendur af hljóðum sem eiga sín takmörk. Það er þekkt að samhljóðar drukkna í miklum hávaða og því þurfa starfs- mennirnir að hækka róminn til að yfirgnæfa hávaðann. Niðurstöður mælinga sína alltof mikinn hávaða yfir allan vinnudaginn og það er ljóst að áreynsla við að tala í slík- um hávaða í marga klukkutíma er gífurleg.“ Lítið hugað að hljóðmengun Á vegum Félags leikskólakenn- ara gerði starfshópur úttekt á starf- semi leikskólanna. Björg Bjarna- dóttir, formaður félagsins, segir niðurstöður hópsins hafa sýnt fram á að hávaðamengun í leikskólun- um valdi miklu álagi og telur eðli- legt að hafa áhyggjur af raddheilsu leikskólakennaranna. „Það er ekki nógu vel hugað að hljóðmengun, byggingarnar er mjög misjafnar og of mörg börn eru í of litlum rýmum. Börn og starfsmenn dvelja í langan tíma í sífelldum nið. Ég held að það sé hægt að gera miklu betur í því að huga að hljóðmengun í skólunum, til dæmis með því að fækka börn- um og stækka rýmin,“ segir Björg. „Álagið eykst því lengur sem börnin eru yfir daginn. Leikskólakennarar hafa ekki næg tækifæri til að draga sig í hlé inni á leikskólum til að njóta næðis og anda aðeins. Starfinu hef- ur alltaf fylgt mikið álag, vinnu með lifandi og fjörugum börnum sem þurfa athygli fylgir álag. Það er eig- inlega ekki á það bætandi þegar mikill hávaði bætist ofan á álagið.“ Stuttur starfsaldur Meðallífaldur þeirra sem starfa á leikskólum eru rúm þrjátíu ár og meðalstarfsaldur sjö ár. Valdís tel- ur skýringuna líklega hægt að rekja til óvistvæns umhverfis í leikskól- um og hávaða. „Það vekur athygli hve leikskólakennarar eru almennt ungir og hve starfsaldur þeirra er lágur. Hér eru þeir miklu yngri og með miklu styttri starfsaldur en kollegar þeirra erlendis, til dæmis í Finnlandi,“ segir Valdís. „Auðvitað kemur fleira til en hávaði og endur- ómun hljóðsins þegar kemur að því að skýra þessar staðreyndir. Lang- ur vinnutími, mikil ábyrgð og mikil vinna fyrir lág laun eru allt áhrifa- þættir.“ TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð mánudagur 26. mars 2007 dagblaðið vísir 30. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 fréttir Hættir þorskeldi DV-sport fylgir skaða eigin heilsu með hávaða leikskólabörn hafa alltof hátt: Ærandi hávaði á leikskólum veldur margþættum vanda og skaðar heilsu barnanna og starsfólks. afleiðingar hávaða eru margir. fréttir Fá ekki frjóvgun >> Lög meina einhleypum konum að fá tæknifrjóvgun. Vill bara verja sig Prentað í morgun Sárvantar tónleikahús >> Gestir Músíktilrauna þurftu að víkja fyrir áhang- endum Gettu betur þegar í ljós kom að Loftkastalinn var ekki með leyfi fyrir öllum þessum fjölda. fréttir >> Grundfirðingar hafa gefist upp á þorskeldi eftir að hafa tapað tugum milljóna. Kristinn Jakobsson Kristinn Jakobsson og föruneyti voru í Frankfurt þegar DV náði tali af honum. „Það gekk alveg glimmrandi vel, gekk allt upp,“ sagði Kristinn. Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þor-leifsson voru aðstoðardómarar og Jóhann-es Valgeirsson var fjórði dómari í leiknum. Kristinn lyfti gula spjaldinu þrisvar sinn-um í leiknum, öll á Azera. Tvö fyrstu mörk Pólverja komu úr föstum leikatriðum.Leikurinn fór fram á Wojska Polskiego sem er heimavöllur Legia Varsjá. Fyrir löngu var uppselt á leikinn og sagði Krist-inn að það hefði verið mikil stemming á meðal þeirra 15 þúsund áhorfenda sem mættu. „Þetta var skemmtilegur leikur. Póll-verjarnir slátruðu þeim strax í upphafi með tveimur mörkum á fyrstu fimm mín-útum. Það var mikil stemming á vellinum sungið og trallað allan leikinn. UEFA voru sáttir við störf mín og nú er það bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Kristinn í lokin. benni@dv.is DV Sport mánudagur 26. mars 2007 11 Sport Mánudagur 26. mars 2007 sport@dv.is KR og Snæfell hófu einvígi Sitt í gæR. leiKuRinn vaR fRábæR SKemmtun þaR Sem litlu munaði að Snæfell næði að Stela SigRinum í loKin. blS. 14-15. Íslenska landsliðið skipað leikmönnum yngri en 17 ára náði merkum áfanga um helgina. Bls. 20. Sáttir við störf Kristins Eftirlitsmaður uEFa var sáttur við störf Kristins í Póllandi GEKK GLIMRANDI VEL KR byRjaR betuR Allt um leiki næturinnar í NBA NBA Mánudaginn 26. mars. er dagblað Fimmtudagurinn 22. febrúar er merkur dagur - þá verður dV aftur að dagblaði DV kemur framvegis út mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð brautarholti 26 105 reykjavík Sími: 512 7000 Fréttaskot: 512 7070 dv.is „Það er ekki nógu vel hugað að hljóðmengun, byggingarnar er mjög misjafnar og of mörg börn eru í of litlum rýmum.“ ÓbæriLeGur hávaði meirihluti leikskólakennara kvartar undan bágborinni raddheilsu í starfi sínu. Hér á landi eru leikskólakennarar yngri og starfsaldur þeirra lægri en víða erlendis. friðrik Guð- mundsson „Ekki fræðilegur mögu- leiki fyrir röddina að drífa yfir hávaðann.“ björg bjarna- dóttir „Ekki á það bætandi þegar mikill hávaði bætist ofan á álagið.“ dv Mynd STefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.