Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Síða 7
DV Fréttir fimmtudagur 29. mars 2007 7 Láta undan hávaðanum LífaLdur og starfsaLdur LeikskóLakennara: Ísland Finnland Kyn Konur 90,4% 97,7% Karlar 9,6% 2,3% Lífaldur 20-29 28,9% 7,5% 30-39 38,5% 39,8% 40-49 22,8% 37,0% yfir 50 9,6% 15,4% Starfsaldur 1-5 53,0% 7,3% 5-10 24,0% 27,7% 10-20 16,8% 41,9% Yfir 20 6,0% 23,1% skoðanir LeikskóLakennara: n Áttatíu og átta prósent kvarta undan raddveilueinkennum n Tíu prósent hafa oft misst röddina n Þriðjungur hefur veika rödd n sextíu og sex prósent telja starf með börnum streituvekjandi n sjötíu og sex prósent telja of mikinn hávaða vera á vinnustaðnum n Rúmur helmingur telur hljómburð á vinnustað lélegan HeLstu áHrifaþættir á raddHeiLsu: n Álag n Bakgrunnshávaði n Hitastig n Þekkingarleysi á raddbeitingu n Hljómburður n andrúmsloft n streita Að mati Tryggingastofnunar ríkis- ins hefur frjáls samkeppni á sviði tannlækninga valdið neytendum tjóni. Gífurlegur munur er á gjald- skrá tannlækna og þeirrar gjaldskrár sem stofnunin miðar við vegna end- urgreiðslu fyrir tannlækningar barna. Þetta kemur í ljós í athugun Trygg- ingastofnunar þar sem skoðaðir voru ríflega fjögur hundruð þúsund tann- læknareikningar frá síðasta ári. Fyrir utan mun á gjaldskrá tann- lækna og endurgreiðsluskrá stofn- unarinnar kemur í ljós að verð- munur milli tannlækna er mjög mikill eða hundrað og þrjátíu pró- senta munur í sumum tilvikum. Erf- iðlega getur reynst fyrir fólk að leita hagstæðustu verða sökum þess að tannlæknum er hvorki heimilt að auglýsa starfsemi sína né verðskrá fyrir þjónustuna. Sigurjón Bene- diktsson, formaður Félags tann- lækna, hefur gagnrýnt Trygginga- stofnun fyrir útreikningana. Hann segist ekki skilja hvers vegna stofn- unin sé að standa í þessu þar sem hún sé ekki með samning við tann- lækna um verðlag. Ósköp eðlilegt Glúmur Baldvinsson, upp- lýsingafulltrúi Tryggingastofnun- ar, telur ósköp eðlilegt að stofnunin hafi gert þessa athugun og jafnframt sé tilefni til að endurskoða gjald- skrána sem miðað sé við þegar end- urgreitt er. Honum finnst mikilvægt að þessi mál séu skoðuð frekar til að bæta hag neytenda. „Mögulega þarf að endurskoða okkar gjaldskrá en gefur það ekki bara tilefni til frekari hækkanna? Það er ósköp eðlilegt að stofnunin bendi á slíkan verðmun og veiti neytendum slíkar upplýs- ingar. Það er ekkert eðlilegra og við lítum á þetta sem þjónustu við al- menning og okkar viðskiptavini,“ segir Glúmur. „Þetta er erfið staða fyrir viðskipta- vini því það er flókið og tímafrekt að finna út úr verðunum. Þetta er líka erfið staða fyrir okkur því vissulega fáum við flestar skammirnar án þess að ráða nokkru um. Eftir þessa athug- un okkar hefur síminn verið rauðgló- andi þar sem fólk er að biðja okkur um að benda sér á ódýrustu tann- læknana, sem við getum ekki gert.“ Einfaldur útreikningur Glúmur segir að útilokað sé að vé- fengja útreikningana því þeir byggist á reikningum frá tannlæknunum sjálf- um. „Allur okkar útreikningur byggist á 400.879 útgefnum reikningum fyr- ir greidd verk hjá 275 tannlæknum. Þetta er bara einfaldur útreikningur á tölunum eins og þær berast til okk- ar,“ segir Glúmur. „Mér finnst þess- ar niðurstöður sláandi. Munurinn er óeðlilegur. Að okkar mati væri réttast að Neytendasamtökin tækju þennan markað út með hag neytenda að leið- arljósi til að sýna fram á þennan gífur- lega verðmun.“ Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, fagnar at- hugun Tryggingastofnunar. Hann er þeirrar skoðunar að birta eigi líka hvaða tannlæknastofur eigi í hlut. „Ég sé bara ekkert athugavert við þetta útspil og kalla eftir enn frekari upplýsingamiðlun til að veita eðli- legt aðhald. Þetta er mjög erfiður markaður fyrir neytendur. Ég myndi vilja hafa nöfnin með og við ætlum að skoða þetta. Hingað til höfum við aðeins birt kannanir undir nöfnum,“ segir Jóhannes. Félag tannlækna er ósátt við útreikninga og athugun Tryggingastofnunar á verðlagi tannlækna. Í ljós kom gífurlegur verðmunur milli einstakra tannlækna og þeirrar verð- skrár sem stofnunin styðst við varðandi endurgreiðslur. KaLLað eftir aðhaLdi Gífurlegur verðmunur deilur standa yfir milli tryggingastofnunar og félags tannlækna vegna útreikninga stofnunarinnar á sláandi verðmun milli tannlækna. myndin tengist ekki þessari deilu. „Erfiðleikar milli tannlækna og Trygg- ingastofnunar hafa einokað umræðuna og fjarlægt hana hinum raunverulega vanda sem blasir við. Ég set spurningar- merki við núgildandi fyrirkomulag. Stað- an á tannskemmdum barna hér á landi fer sífellt versnandi á meðan nágranna- löndin ná að halda í sín viðmið,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð. Tannskemmdir meðal barna hafa nær tvöfaldast á síðasta áratug og virðumst við fjarlægjast sett markmið með hverju árinu. Lýðheilsustöð hefur reglulega framkvæmt kannanir á tannheilsu barna sem sýna raunsæjan þverskurð yfir landið. Eft- ir að tannlæknaþjónusta var færð frá grunnþjón- ustu heilbrigðiskerfisins og samkeppnisumhverfi komst á meðal tannlækna hafa tannskemmd- ir aukist jafnt og þétt samkvæmt tölulegum upp- lýsingum Lýðheilsustöðvar. Hólmfríður hefur verulegar áhyggjur af framvindu mála og segir nauðsynlegt að gera þjón- ustu tannlækna á ný að aðgengilegri samfélagsþjónustu. „Tannlækningar hér eru á frjálsum markaði og ólíkt módel á þeim miðað við Norðurlöndin. Önnur heilsuvernd á Íslandi er samfélagsleg og opinber þjónusta. Ég tel þetta hafa áhrif á á þessa þróun tannskemmda og fyrir því eru tölfræðileg tengsl,“ segir Hólm- fríður. „Tannheilbrigði barna á að vera grunnþjónusta og aðgengið á að vera almennt. Þróunin er ekki rétt og kerfið sem við búum við er ekki að virka. Gríð- arlegt framboð á sætindum hjálpar síðan ekki til þrátt fyrir að við þekkjum vel orsakir neysluvenja og mikilvægi tannhirðu. Í velferðarsamfélagi sem okkar vil ég sjá meiri samfélagslega ábyrgð í tann- verndamálum.“ trausti@dv.is Tannskemmdum barna fer sífellt fjölgandi og sett viðmið fjarlægjast með hverju ári: kerfið sem við búum við virkar ekki nokkrar staðreyndir: n Verðlagning tannlækna hefur verið frjáls frá 1999. n tryggingastofnun greiðir 75% af kostnaði vegna tannlækninga barna undir átján ára aldri. n um er að ræða hlutfallsgreiðslu út frá gjaldskrá heilbrigðisráðherra frá 2004. n tannlæknar sögðu upp samningum við tryggingastofnun árið 1999. n gjaldskrá tannlækna er að meðaltali tæpum 35 prósentum yfir endurgreiðslugjaldskránni. n samanburður tryggingastofnunar miðast við ríflega 400 þúsund reikninga frá tannlæknum. n Hæsta greiðsla vegna þjónustu sérfræðings: 57 milljónir. n Hæsta greiðsla vegna tannlæknis: 20 milljónir. n Hæsta greiðsla vegna tannsmiðs: 12,5 milljónir. n röntgenmyndir eru um 58% yfir ráðherragjaldskrá. n flúorlökkun barna er um 46% yfir gjaldskrá ráðherra. n Úrdráttur tannar tæplega 60% yfir gjaldskrá. Hólmfríður Guðmundsdóttir „tannheilbrigði barna á að vera grunnþjónusta.“ Jóhannes Gunnarsson „Þetta er mjög erfiður markaður fyrir neytendur.“ TRausTi HaFsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is dv mYnd sTEFÁn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.