Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Side 8
Fatlaðir einstaklingar sem reiða sig á Ferðaþjónustu fatlaðra til að kom- ast á milli staða þurfa að panta ferðir með dags fyrirvara. Reyndar stendur til að stytta þennan frest niður í þrjá klukkutíma en þá verða farþegarnir að greiða aukagjald. Ferðaþjónusta fatlaðra ekur fólki sem ekki getur komist sjálft á milli staða. Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu reka þjónustuna hvert fyr- ir sig eða í smærri einingum. Fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar vill að þjónustan verði aukin. Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar segjast geta boðið betri þjónustu ef greitt er fyrir hana. Þarf að panta með fyrirvara „Ég er stundum að borga 30 þús- und krónur fyrir tveggja mánaða akstur hjá ferðaþjónustunni,“ segir Andri Valgeirsson, einn meðlima Ný-ung, ungliða- hreyfingar Sjálfsbjargar. Andri getur gengið með herkjum en er bund- inn rafmagnshjólastól fyr- ir allar lengri ferðir. Hann hefur nýtt sé ferðaþjónust- una síðan hann var sex ára og er nokkuð ánægður með þá þjónustu. „Maður þarf að panta bíl fyrir klukkan fjögur daginn áður en ferðin skal hefj- ast gegn 140 króna gjaldi,“ segir Andri sem segir að það geti oft verið erf- itt að komast í bíó ef vinirnir hringja ekki með nógu góðum fyrirvara. Raf- magnshjólastólar vega um eitt hundr- að kíló og því er ekki mögulegt fyr- ir einn mann að lyfta þeim auk þess sem ógerningur er að koma þeim fyr- ir í venjulegum fólksbíl þótt vilji væri fyrir því. Aukin þjónusta kallar á aukin framlög „Þegar Strætó bs. var stofnað var talað um að samræma þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu en það varð ekkert úr því,“ segir Halldór Þórhalls- son, deildarstjóri ferðaþjónustu fatl- aðra í Reykjavík. Hann þjónustar ein- göngu fólk með lögheimili í Reykjavík sem hefur auk þess verið samþykkt af Reykjavíkurborg til að njóta þjón- ustunnar. Flestir þeirra sem nýta sér aksturinn eru hreyfihamlaðir en einnig keyra þeir aldraða sem ekki geta notað strætó, til að sam- nýta bílana. Frá og með 1. maí verður mögulegt fyr- ir þá sem eru bundn- ir hjólastól að panta ferð með þriggja tíma fyrirvara gegn auka- gjaldi. „Þetta snýst allt um kostnað. Á Norður- löndunum geta einstakl- ingar fengið þá þjón- ustu sem þeir þurfa en verða þá sjálfir að greiða auka- gjald.“ Ferða- þjónust- an er með um 30 bíla á sínum snærum og ekur daglega um 700 hreyfihöml- uðum einstaklingum auk 300 eldri borgara. „Ef við ættum að auka þjón- ustuna án þess að taka aukagjald fyrir væri það einfaldlega ekki framkvæm- anlegt, en ef fjármagnið er fyrir hendi er allt hægt,“ segir Halldór. Mætti vera sveigjanlegri Halldór Sölvi Viktorsson meðlim- ur Ný-ung notar bæði rafmagns- og venjulegan hjólastól. Hann segir það mikilvægt fyrir sig að geta nýtt sér þjónustuna því hún leyfi honum að ferðast sjálfstætt og geri hann minna háðan foreldrum og vinum. Halldór segir að það sé alltaf möguleiki á að panta sendiferða- leigubíl sem getur ekið stólunum inn í skottið en honum þykir það þó slæmt að flestir leigubílstjórar setja mælinn í gang áður en þeir taka saman hjóla- stólana, sem þeir kunna illa að fram- kvæma, og verður oft til þess að mæl- irinn er kominn í þúsund krónur áður en lagt er af stað og síðan getur svipuð upphæð lagst ofan á það þegar stóll- inn er tekinn út. Halldór segist oft- ast greiða um 15 þúsund krónur fyrir tveggja mánaða keyrslu ferðaþjónust- unnar og hann segist sáttur við þjón- ustuna þótt hún mætti stundum vera sveigjanlegri. Ekki nógu gott „Ferðaþjónusta fatlaðra er ekki nógu góð,“ sagði Kolbrún Stefáns- dóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjarg- ar, í samtali við DV á dögunum. Að sögn Kolbrúnar er þar að auki ekki næg samvinna milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ef viðkom- andi er staddur í Reykjavík en er með lögheimili í Garðabæ býðst honum einungis að panta bíl frá Garðabæ .„Draumastaðan væri að mínu mati sú að hægt væri að panta bíl með jafn- lítilli fyrirhöfn og pantaður er leigu- bíll,“ segir Kolbrún ennfremur. Virkar betur í smærri einingum „Við erum í ágætu samstarfi við ferðaþjónustuna í Reykjavík og á Álftanesi,“ segir Kristinn Rósantsson, sem hefur ekið fyrir ferðaþjónustu Kópavogs, Mosfellsbæjar og Garða- bæjar í sex ár og starfað þar sem verk- stjóri síðastliðin þrjú og hálft ár. „Það er mín persónulega skoðun að það sé minni hætta á að kerfi ruglist ef það fimmtudagur 29. mars 20078 Fréttir DV SólarhringS fyrirvari Fatlaðir þurfa að panta akstur með eins dags fyrirvara. Þetta gerir þeim erfitt fyrir ef þeir ætla að fara á milli staða með skömm- um fyrirvara. Ferðaþjónusta fatl- aðra hyggst breyta þessu þannig að hægt verði að panta bíl með þriggja klukkutíma fyrirvara en þá þarf að greiða aukagjald. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlASon Andri og Halldór Sölvi félagarnir í Ný-ung vildu að ferðaþjónustan væri sveigjanlegri en hún er en eru samt sáttir. kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sjálfsbjargar vill auka samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta snýst allt um kostnað. Á Norðurlöndunum geta ein- staklingar fengið þá þjónustu sem þeir þurfa en verða þá sjálfir að greiða aukagjald.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.