Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Síða 9
DV Fréttir fimmtudagur 29. mars 2007 9 Ný lög veita lögreglu heimild til að sekta ef lagt er ólöglega í stæði merkt fötluðum. Talsmenn fatlaðra fagna lagasetning- unni en vilja hærri sektir og viðhorfsbreytingu almennings. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir lögin litlu breyta. Breytir litlu fyrir fatlaða „Fólk hefur alltaf haldið að það mætti sekta þá sem leggja í stæði fatlaðra en það er almennur mis- skilningur,“ segir Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins og fyrsti flutnings- maður nýrra umferðarlaga um bif- reiðastæði fatlaðra. Hingað til hefur framkvæmda- valdið haft loðna heimild til að sekta fólk sem leggur í stæði merkt fötluðum. Í framkvæmd þýðir þessi lagabreyting að ef hreyfihamlaður einstaklingur ætlar sér að leggja í sitt stæði en getur það ekki vegna þess að einhver sem ekki hefur rétt til þess hefur tekið stæðið, þá get- ur sá fatlaði hringt á lögreglu og látið hana framfylgja lögunum á staðnum. Ef aftur á móti lögbrjót- urinn kemst undan þá getur orð- ið erfitt að sanna brotið. „Almenn- ingur þarf að vita af þessum lögum og þá munu þau vonandi hafa fæl- ingarmátt,“ segir Valdimar. Viðhorfsbreytingu í stað sektarhörku „Nú virðist vera komin óyggj- andi lagaheimild þess að sekta alla þá sem ekki hafa P-skírteini hreyfi- hamlaðra og leggja í slík stæði,“ segir Arnór Pétursson, fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins og fyrr- verandi formaður Sjálfsbjargar, um nýja lagasetningu Alþingis. Arnór segir að þetta hafi lengi verið bar- áttumál hreyfihamlaðra því hing- að til hafi einungis verið lagaheim- ild til að sekta þá sem leggja í stæði með stöðumælum en ekki þau stæði sem eru fyrir utan opinberar byggingar og verslunarkjarna svo eitthvað sé nefnt. Arnór bendir á að þótt nú megi sekta þá sem leggja ólöglega í stæði hreyfihamlaðra þá kjósi hann fremur viðhorfsbreyt- ingu en hörku í beitingu sekta. Rúnta þar til stæði losnar „Ein leið væri að hækka sekt- ir verulega enda eru 5.000 krón- ur ekki nógu mikið,“ segir Arnór og bendir á að í mörgum ríkjum Bandaríkjanna séu sektir frá 100 til 150 dollara eða því sem nemur sjö til tíu þúsund krónum og er verð- lag þar mun lægra en hér. Arnór starfar í Tryggingastofnun ríkisins á horni Laugavegs og Snorrabraut- ar. Þar fyrir utan eru tvö stæði frá- tekin fyrir hreyfihamlaða. Arnór segist ítrekað hafa tekið eftir því að ólöglega sé lagt þar og bendir á að margir hreyfihamlaðir viðskipta- menn hafi átt erfitt með að fá stæði á þessu svæði vegna þess að aðrir hafi lagt í stæðin í heimildarleysi. „Það er ekki hægt að bíða eftir stæði fyrir utan Tryggingastofn- un þar sem öll umferð um Lauga- veg myndi stöðvast,“ segir Arnór og tekur dæmi af fólki sem hefur reynt að rúnta um svæðið þar til stæði losnar. Í mörgum tilfellum hefur þetta fólk gefist upp á bið- inni og lagt ólöglega til að geta rek- ið erindi sín. Lögin breyta engu Stefán Haraldsson fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs hefur kynnt sér nýju lögin. „Lögin munu ekki breyta neinu í framkvæmd. Eftir sem áður er heimild til að bæta álagningu á stöðumælabrot eða sekt,“ segir Stefán og leggur áherslu á að erfitt verði fyrir lög- reglu að framfylgja sektarákvæðinu sem verður til þess að lögin muni breyta afskaplega litlu fyrir hreyfi- hamlaða. Stefán tekur þó fram að hann fagni því að verið sé að víkka út heimildir til að refsa þeim sem leggja ólöglega í stæði. Í samtali við varðstjóra lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að lögreglan muni áfram beita bæði sekt og álagningu eftir því sem við á hverju sinni. Fagnar lagasetningu „Þetta er mikið réttlætismál og ég fagna því að það sé komið í lög,“ segir Kolbrún Stefánsdóttir fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar um hin nýju lög. Sjálfsbjörg hefur lengi barist fyrir þessari lagasetningu og kemur það á óvart að hún hafi ekki verið til staðar. Kolbrún benti enn- fremur á að stæði fyrir fatlaða séu yfirleitt of fá við opinberar bygg- ingar og stærri þjónustukjarna. SólarhringS fyrirvari er smærra í sniðum og það yrði síð- ur en svo til bóta fyrir farþegana að hafa það of stórt,“ bætir hann við. Ef öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu myndu sameinast um þjónust- una yrði slíkt fyrirtæki að skipuleggja akstur á þriðja þúsund farþega dag hvern. Kristinn bendir á að stund- um hringi þjónustur sveitarfélaganna sig saman og reyni að komast að því hvort mögulegt sé að senda einn bíl á tvo kúnna þótt þeir séu ekki úr sama sveitarfélagi. „Það þarf sérstaka persónuleika til að aka hjá ferðaþjónustunni. Menn þurfa að vera þolinmóðir og fórnfúsir til að aka þessum bílum,“ segir Krist- inn og bendir á að fyrirtækið hafi ver- ið heppið með mannskap hingað til þótt þess séu dæmi að bílstjóri hafi gefist upp eftir þriggja vikna starf sök- um álags. Arnór Pétursson fyrrverandi formaður sjálfsbjargar vill viðhorfsbreytingu. Ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu farnar eru á þriðja þúsund ferðir daglega með fatlaða og aldraða farþega sem ekki geta nýtt sér þjónustu strætisvagna. dV myndiR gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.