Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 2
mánudagur 2. apríl 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Mikið um ölvunarakstur Fimmtán ökumenn voru tekn- ir fyrir ölvunarakstur á höfuð- borgarsvæðinu um helgina. Flest- ir voru stöðvaðir í Reykjavík og eru ökumennirnir á ýmsum aldri. Sá yngsti er átján ára en tveir elstu ökumennirnir eru á sjötugsaldri. Einn ölvuðu ökumannanna hafði aldrei fengið bílpróf. Á þriðja tug umferðaróhappa voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu yfir helgina. Sautján ára piltur, sem er nýkominn með bílpróf, missti stjórn á bíl sínum í Heið- mörk í nótt. Bíllinn hafnaði utan vegar en með piltinum í för voru fjögur önnur ungmenni, sem öll eru 16 ára, og þykir mildi að eng- an sakaði. Ungir partýgestir Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu þurfti að rýma samkomusal á Laufásvegi þar sem ríflega hundrað ung- menni voru að skemmta sér. Partýhaldarinn var fimmtán ára gamall og auglýsti opið partý þar sem aðgangseyrir voru 1.500 krónur og áfengi innifalið. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að gestirnir voru á aldrinum fjórtán ára til átján ára og mikil ölvun meðal þeirra. Ólæti brutust út þegar lögreglan stöðvaði skemmt- anahaldið. Skömmu síðar var lögregla kölluð út aftur þar sem partýhaldarinn ungi hafði komið aftur með hóp ung- menna og haldið fjörinu áfram. Réðust á lögreglumenn Tveir lögreglumenn höf- uðborgarlögreglunnar voru fluttir á slysadeild aðfarar- nótt sunnudags eftir að tveir menn réðust á þá og veittu þeim áverka. Kallað var á lögregluna eftir að mennirn- ir tveir voru með ólæti fyrir utan skemmtistaðinn Sólon í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglumenn komu á staðinn réðust mennirnir samstund- is á þá og þurfti mikið til að koma árásamönnunum í handjárn. Árásarmennirnir gistu fangaklefa um nóttina. Auglýsing Frjálslynda flokksins „umræðan snýst ekki um staðreyndir, heldur ímyndir og hræðslu,“ segir Helga Ólafs, upplýsingafulltrúi alþjóðahúss. „Mér svelgdist á morgunkaffinu þegar ég las þessa auglýsingu. Það er greinilegt að Frjálslyndir ætla að ala á andúð á útlendingum í að- draganda kosninga. Þessi auglýsing er skýrt dæmi um það og fátt gott sem auglýsingin segir um erlent vinnuafl. Mér finnst flokkurinn ekki stækka af þessari auglýsingu,“ seg- ir Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Frjálslyndi flokkurinn er að hefja sína kosningabaráttu fyrir alþingis- kosningarnar tólfta maí. Í gær birtist heilsíðuauglýsing frá flokknum þar sem varað er við ýmsum vandmál- um sem geta skapast með óheftum innflutningi erlends vinnuafls. Þar er meðal annars varað við því að of mikið álag skapist á velferðarkerf- ið og þær atvinnugreinar sem út- lendingar eru hlutfallslega flestir í dragist aftur úr í launaþróun. Helga Ólafs, upplýsingafulltrúi Alþjóðahúss, hefur áhyggjur af því að þjóðernisflokkur sé í smíðum á Íslandi í formi Frjálslynda flokks- ins sem vilji vernda hefðbundið samfélag og koma upp hatri gegn útlendingum. „Algengar klisjur í tengslum við innflytjendur eru að þeir taki vinnu frá Íslendingum, að þeir eyðileggi íslenska menningu, sögu og tungu, ýti undir glæpi og að þeir nenni ekki að vinna. Um- ræðan sem fór af stað vegna Frjáls- lynda flokksins er stórhættuleg og bara til þess fallin að fá aukið fylgi meðal flokksins. Umræðan snýst ekki um staðreyndir, heldur ímynd- ir og hræðslu,“ segir Helga. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra, er þeirrar skoðunar að umræðan sé nauðsynleg. Hann skilur ekki þess- ar upphrópanir í stað þess taka þátt í málefnalegri umræðu. „Upplýstir fulltrúar útlendinga hér á landi ættu í raun að fagna því að við séum að taka þennan slag. Við viljum ræða þessi mál en ráðandi öfl vilja halda þessu niðri. Að mínu mati eru þessa upphrópanir vafasamar, enn og aft- ur er verið að reyna að komast hjá því að fara yfir þetta,“ segir Sigurjón. trausti@dv.is Kosningabarátta Frjálslynda flokksins er hafin: Stórhættuleg umræða um innflytjendur Grímur Gíslason látinn Grímur Gíslason fréttarit- ari og veðurathugunarmaður á Blönduósi lést á sunnudag, 95 ára að aldri. Grímur var gerður að heiðursborgara Blönduóss þegar hann varð níræður og var styttan af veðurspámanninum á Blönduósi tileinkuð honum. Grímur var fréttaritari Ríkisút- varpsins á þriðja tug ára og muna margir eftir pistlum hans um aflabrögð í húnvetnskum ám og fleira. Grímur fæddist í Þórólfs- tungu í Vatnsdal þann 10. janúar árið 1912. „Í stað þess að vera þakklátir okkur fyrir að hafa dregið þá upp úr drullu- forinni og komið þeim hjá því að lenda í fangelsi þá senda þeir okkur þessar kveðjur,“ segir Pálmi Haralds- son, stjórnarformaður flugfélagsins Iceland Express. Fyrri eigendur flug- félagsins saka Pálma um að hafa unn- ið að því með refsiverðum viðskipta- háttum að knésetja flugfélagið til þess eins að hirða það af þeim á fimmtán milljónir, eins og hrægammur. Pálmi segir að sér svíði und- an þessum ásökunum. „Þeir Ólafur Hauksson og félagar standa í þeirri meiningu að ég hafi keyrt þá niður þegar ég sat í stjórn Icelandair. Það er ekki rétt. Þeir ráku þetta lóðbeint nið- ur án utanaðkomandi aðstoðar,“ seg- ir hann. Skulduðu rimlagjöldin Í nóvember árið 2004 keypti Pálmi, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, flugfélagið Iceland Express. Það hafði þá verið rekið með talsverðu tapi frá stofnun, árið 2003. Eins og Pálmi lýs- ir því, þá var félagið þegar gjaldþrota og aðeins fáeinir dagar þangað til rekstur myndi stöðvast. „Það er rétt að við greiddum fimmtán milljón- ir fyrir helminginn af hlutafénu. En þar til viðbótar lögðum við félaginu til 250 milljónir í aukið hlutafé. Það var nauðsynlegt til þess að hægt væri að halda áfram,“ segir hann. Pálmi segir að af þessum 250 millj- ónum hafi tugir milljóna farið í það að greiða svokallað vörslufé, en fyrir vanskil á því liggja fangelsisrefsingar. „Þarna voru rimlagjöldin í vanskilum, þannig að ef félagið hefði farið í gjald- þrot þá hefðu þessir ágætu stofnend- ur, allir í forstjóraleik, farið rakleitt á bak við lás og slá. Yfirlýsingar þeirra núna eru drifnar áfram af hreinni og klárri öfund,“ segir Pálmi. Snilldar hugmynd Fyrri eigendur Iceland Express vilja meina að ástæðan fyrir erfiðum rekstri hafi verið ólögmætir viðskipta- hættir Icelandair. Ólafur Hauksson, sem talað hefur fyrir hönd fyrri eig- enda, segir að þeim hafi verið stillt upp við vegg. „Það er mjög erfitt að verðmeta fyrirtæki þar sem enginn þorir að kaupa og enginn þorir að koma inn með peninga. Það var að- eins einn aðili sem kom og sagðist skyldi hirða þetta,“ segir Ólafur. Hann segir að leitað hafi verið að nýjum fjárfestum til þess að styrkja rekstur félagsins, nánast því frá stofn- un þess. Iceland Express fór af stað með átta til níu milljóna hlutafé, en á móti kom að flugvélar og áhafnir voru leigðar. „Þetta var snilldar viðskipta- hugmynd, sem sannast á því að þeg- ar Pálmi og þeir taka við þá gekk þetta ákaflega vel,“ segir hann. Getulaus samkeppnisyfirvöld Ólafur segir að fyrir utan þær fimmtán milljónir sem fengust fyrir 89 prósent hlutafjárins í Iceland Ex- press, hafi Pálmi vissulega lagt til 250 milljónir í reksturinn. Þessu til við- bótar hafi Pálmi svo keypt síðustu átta prósent upphaflegra eigenda í september 2005. Þá var félagið metið á 1,1 milljarð króna, og fengu Ólafur og félagar því 88 miiljónir til þess að skipta á milli sín. „Ég átti í raun ekki von á öðru en að Pálma þætti þetta vera vanþakk- læti af okkar hálfu. Hann vill vænt- anlega draga það fram að á endanum hafi menn fengið meiri fjármuni. Þá er hann bara ekki að segja alla sög- una. Það er vegna þess að hann var í stjórn Icelandair þegar Icelandair gekk hvað lengst í sínum nettilboð- um,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hann og fyrri eigendur Iceland Ex- press telji ógæfu félagsins hafa stafað af undirboðum frá Icelandair. „Þarna erum við fyrst og fremst að gagnrýna getuleysi samkeppnisyfirvalda.“ Hann segist ekki muna til þess að skuldir fé- lagsins á svokölluðum rimlagjöldum hafi verið miklar. „Þetta var eitthvað óverulegt held ég.“ Pálmi Haraldsson í Fons segist hafa bjargað fyrri eigendum Iceland Express frá gjald- þroti og fangelsisvist með því að kaupa félagið og greiða rimlagjöldin. Ólafur Hauksson og fyrri eigendur segja Pálma hafa byrjað á því að knésetja flugfélagið og hirt það svo af þeim eins og hrægammur. SLUPPU VIÐ GJALD- ÞROT OG SVARTHOL SiGtryGGur Ari jÓHAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Pálmi Haraldsson pálmi segir að enginn hafi viljað kaupa Iceland Express, svo illa hafi fyrirtækið verið statt. Fyrrum eigendur telja að reksturinn hafi gengið illa, fyrst og fremst vegna ólögmætra tilboða frá Icelandair, og telja pálma standa þar á bak við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.