Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 13
DV Sport mánudagur 2. apríl 2007 13
„Við erum á réttri leið en hvort
það dugi til skal ósagt látið. Síðustu
fimm leikir hafa verið mjög góðir hjá
okkur og núna eru komnir tveir sig-
urleiki í röð. Þetta er algjörlega nýtt
lið og ég vildi óska þess að tímabilið
yrði lengt um tvo mánuði“, sagði Ól-
afur Sigurjónsson sem átti stórleik
og skoraði 10 mörk í gær þegar ÍR
vann mikilvægan útisigur á Stjörn-
unni.
Það eru orð að sönnu hjá Ólafi
að ÍR-ingar séu á réttri leið en stóra
spurningin er sú hvort endasprett-
urinn komi einfaldlega of seint?
Gestirnir byrjuðu afar illa í leikn-
um í gær og lentu snemma fjórum
mörkum undir.
Framliggjandi vörn gestanna
virkaði illa og Erlendur Ísfeld, þjálf-
ari ÍR, brá snemma á það ráð að fara
í 6-0. Á þessum kafla hélt Ólafur Sig-
urjónsson gestunum inn í leiknum
en hann skoraði fyrstu fimm mörk
þeirra í leiknum.
Um miðjan fyrri hálfleik tókst ÍR-
ingum að ná forystu í fyrsta skipti í
leiknum. Þeir voru staðráðnir í að
láta hana ekki af hendi og leiddu
með þremur mörkum í leikhléi, 13-
16.
Gestirnir héldu áfram að leiða í
seinni hálfleik en heimamenn voru
aldrei langt undan. Innkoma Árna
Þorvarðarsonar í marki Stjörnunnar
hleypti lífi í heimamenn og fyrir til-
stuðlan hans tókst Stjörnumönnum
að jafna leikinn.
Spennan var gífurleg á þessum
kafla og þegar rétt rúmar fimm mín-
útur voru eftir var staðan 23-23. Tvö
mörk í röð hjá gestunum komu þeim
í vænlega stöðu og staðan skyndi-
lega 24-26, gestunum í vil. Eins og
oft áður í vetur gerðu gestirnir sér
erfitt fyrir á lokakaflanum þegar Ól-
afur Sigurjónsson fékk tækifæri til
að gera út um leikinn en hann lét
Roland Eradze verja frá sér.
Lárus Ólafsson vildi ekki vera
minni maður hinum megin og varði
vítakast á ögurstundu. Stjörnunni
tókst hins vegar að minnka muninn
í eitt mark þegar rúm hálf mínúta
var eftir. Það fór að fara um marga
stuðningsmenn ÍR en gestunum
tókst að halda út og innbyrða gífur-
lega mikilvægan sigur.
Reynslan vóg þungt
Reynslan hjálpaði gestunum
mikið í leiknum í gær en þeir Ólafur
Sigurjónsson og Erlendur Stefáns-
son skoruðu 15 af 26 mörkum gest-
anna.
„Það skiptir miklu máli að vera
með reynslubolta í kringum þessa
ungu stráka og við sjáum það síð-
asta stundarfjórðunginn að ég og
Erlendur erum alveg búnir. Fyrir
vikið var sóknarleikurinn mjög stað-
ur hjá okkur og við lentum í miklum
vandræðum á þessum kafla.
Það sem gerði útslagið var hins
vegar varnarleikurinn og ég vil meina
að þetta hafi unnist á vörninni í lok-
in. Ég get hins vegar alveg viðurkennt
að það fór um mig þarna í lokin en
reynslan er samt þannig að maður
gerir aldrei sömu mistökin tvisvar“,
sagði Ólafur Sigurjónsson.
Kristján Halldórsson, þjálfari
Stjörnunnar, var allt annað en sátt-
ur við leik sinna manna. „Við höf-
um enga afsökun fyrir þessu. Stað-
reyndin er sú að ég er með lið sem
heldur að það sé komið í frí og ég
næ ekki að koma þeim í skilning um
að þetta sé ekki búið hjá okkur.
Við eigum fjóra leiki eftir og erum
að berjast við KA um sæti í Deilda-
bikarnum þannig að við erum langt
frá því að vera komnir í frí. Vissulega
hvíldum við einhverja lykilmenn
hér í dag en við erum samt að spila
við lið sem ég tel okkur geta klárað.
Þetta var skömminni skárra í seinni
hálfleik en það var samt sem áður
einhver doði yfir þessu hjá okk-
ur. Við fengum tækifæri til að klára
þetta en vorum hreinlega ekki til-
búnir þegar á reyndi.“
„Við eigum fínan séns ef við höld-
um áfram að spila svona, en það er
ljóst að það er bara að duga eða
drepast fyrir okkur í þessari stöðu
sem við erum komnir í.
Það verður að koma í ljós hvort
okkur tekst að bjarga okkur frá falli
en þetta gengur vel eins og er og
vonandi höldum við áfram svona“,
sagði Erlendur Stefánsson, en hann
átti frábæran leik fyrir ÍR-inga í gær
og skoraði fimm mörk ásamt því að
vera frábær í varnarleiknum.
Stjarnan olli miklum vonbrigð-
um í gær, en örfáir leikmenn geta
borið höfuðið hátt eftir leikinn í gær.
Björn Óli Guðmundsson dró vagn-
inn fyrir sína menn í gær og einn-
ig áttu Árni Þorvarðarson og Ívar
Markússon góða innkomu.
Þeir komu ferskir inn og virtust
hafa áhuga á verkefninu. Gestirn-
ir geta verið sáttir við sinn leik en
öllu fleiri leikmenn gestanna lögðu
sitt af mörkum. Ólafur Sigurjónsson
og Erlendur Stefánsson drógu vagn-
inn sóknarlega, en liðsheildin skóp
þennan frábæra útisigur hjá ÍR-ing-
um.
Varnarleikurinn var öflugur og
ljóst er að lokaumferðirnar verða
spennuþrungnar. ÍR-ingar eru með
lífsmarki og það gæti farið svo að
þeim takist hið ómögulega, að
bjarga sér frá falli úr DHL- deild
karla. Gunnar Jarl Jónsson
„Reynslan er þannig
að menn gera aldrei
sömu mistökin tvisvar“
ÍR-ingar eygja enn von um að halda sæti sínu í DHL deild-
inni eftir góðan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ. Aðeins
þrjár umferðir eru eftir af deildinni, og ljóst er að ÍR þarf
að vinna minnst tvo leiki til að halda sæti sínu í deildinni.
Á vítalínunni Ólafur
Sigurjónsson býr sig
undir að taka vítakast.
Líflegur Erlendur ísfeld,
þjálfari ír, tekur þátt í
leiknum af lífi og sál.
Komnir í frí Kristján
Halldórsson segist vera
með leikmenn sem halda
að þeir séu komnir í frí.