Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Síða 14
mánudagur 2. apríl 200714 Sport DV
Lið Hauka og Fylkis hafa hvor-
ugt verið að spila sérstaklega vel eftir
áramót og eru bæði í mikilli hættu á
að falla úr efstu deild karla. Gríðar-
lega mikilvægt var því fyrir bæði lið
að krækja í bæði stigin úr þessum
leik.
Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað
og virtust menn vera gríðarlega vel
stefndir fyrir þessum leik. Haukarn-
ir fóru nokkuð vel að stað í sókninni
til að byrja með og náðu frumkvæð-
inu snemma leiks. Þegar um 8 mín-
útur voru liðnar var staðan 6--3 fyr-
ir Haukum en þá settu heimamenn í
gírinn og náðu að jafna metin.
Gríðarlega jafnt var á með liðun-
um en þegar flautað var til hálfleiks
leiddu Fylkismenn með einu marki,
13-12. Fyrri hálfleikurinn var örlít-
ið undarlegur vegna þess að Haukar
fengu ein 8 vítaköst á meðan Fylkir
fékk aðeins eitt.
Gríðarleg barátta
Seinni hálfleikur fór einnig vel
af stað og ljóst var að það stefndi í
hörku lokakafla. Haukar vörðust vel
en áttu í erfiðleikum með að komast
framhjá Hlyni Morthens sem varði
eins og líf hans lægi við allan leikinn.
Eftir því sem leið á leikinn varð leik-
urinn harðari og harðari og gaman
var að sjá að bæði liðin sýndu gríð-
arlega baráttu og var einbeiting í al-
gjöru hámarki.
Þegar um fimmtán mínútur voru
eftir af leiknum þá virtust samt Fylk-
ismenn vera að ná einhversskon-
ar undirtökum í leiknum þegar þeir
náðu að komast þremur mörkum
yfir.
Hugmyndasnauðir Haukar
Þegar Fylkismenn voru komn-
ir með smá tök á leiknum þá virt-
ist vera eins og aðeins slokknaði á
Haukum og sóknarleikur þeirra sem
hafði alls ekki verið áferðarfagur fyr-
ir, náði einfaldlega engum takti. Mik-
ið stress var komið í Haukana sem
voru einfaldlega ekki að spila nógu
vel til þess að halda í við Fylki.
Leiknum lyktaði því með gríðar-
lega mikilvægum sigri Fylkismanna
þar sem að þeir komust með honum
upp að hlið Hauka með tólf stig. Bæði
liðin eiga nú eftir að spila þrjá leiki og
ljóst er að baráttan á botninum á eftir
að vera býsna spennandi .
Arnar í stuði
Fyrir sóknarleik Fylkis fór að venju
Arnar Jón Agnarsson sem hefur eft-
ir áramót verið einstaklega öflugur
á hægri væng Fylkis. Skoraði hann
12 mörk og þau í öllum regnbogans
litum, einnig var Hlynur Morthens
virkilega sannfærandi á milli stang-
anna.
Ólafur Lárusson var eins og við
mátti búast í skýjunum eftir leikinn
og þakkaði liðsheildinni þennan
sigur. „Allir lögðu sig gríðarlega vel
fram og við höfum svo sem verið að
gera það í undanförnum leikjum en
hlutirnir hafa kannski ekki alveg ver-
ið að detta með okkur, núna lögðum
við bara upp með það að hafa gam-
an af þessu og þar af leiðandi fórum
við með léttleikann sem okkar aðal-
vopn og uppskárum því góðan sigur.
Það var virkilega gaman að sjá Hlyn
stíga svona sannfærandi upp í þess-
um leik og það er alveg ljóst að hann
er alveg að verða búinn að jafna sig á
liðþófa meiðslunum.“
Guðlaugur Arnarsson var einn-
ig glaður í bragði eftir leikinn enda
átti hann stóran þátt í sigrinum
með því að stjórna varnarleik Fylk-
is með harðri hendi. „Í þessum leik
þá small einfaldlega markvarsla og
vörn ofboðslega vel saman og þetta
gekk bara mjög vel hjá okkur í allar
60 mínúturnar sem hefur bara ekki
gerst hjá okkur eftir áramót“
„Töpuðum þessu
á sóknarleiknum“
Páll Ólafsson var gráti næst eftir
tapið og var afar ósáttur með sóknar-
leik sinna manna. „Það sama gerist í
þessum leik sem hefur gerst alltof
oft á þessu leiktímabili. Trú manna
virðist bara vera engin og það vant-
ar einhvern neista í liðið. Við skjót-
um markmennina í hinum liðun-
um í stuð og síðan erum við bara
að klúðra dauðafærum trekk í trekk.
Nú verðum við að snúa blaðinu við
og vinna þessa næstu þrjá leiki. Við
erum komnir í kjallarann og verðum
einfaldlega að klára næstu þrjá leiki.
Allt liðið verður einfaldlega að taka
sig verulega á í sókninni, ef að við
náum að brína þessa sókn örlítið þá
eigum við auðveldlega að geta klárað
þessa leiki.“ Þorsteinn Kári Jónsson
Fylkir tók á móti Haukum í botnslagum á Íslandsmóti karla í handbolta. Hvorugt liðið hefur riðið feitum
hesti eftir áramót og eru þau bæði í bullandi fallbaráttu. Hvorugt liðið gaf þumlung eftir í leiknum einsog
búist var við og einkenndist leikurinn af mikilli baráttu og góðum varnarleik.
Haukar
komnir í kreppu
Þungur á brún Viggó Sigurðsson ákvað að aðstoða pál Ólafsson á lokakaflanum í
deildinni. Það dugði þó ekki til í gær og Haukar eiga erfiða baráttu frammundan í
botnbaráttunni.
Tekist hraustlega á Heimir Örn árnason skoraði fimm mörk fyrir Fylki í gær þegar
liðið vann gríðarlega þýðingamikinn sigur á Haukum.
Hörku fallbáttuslagur Það er hörð barátta frammundan á milli Hauka, Fylkis og ír
um það hvaða tvö lið falla úr deildinni.
Í dauðafæri guðlaugur
arnarsson er hér í dauðafæri
en hann skoraði tvö mörk í
leiknum í gær.