Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Síða 18
mánudagur 2. apríl 200718 Sport DV Snæfell lagði KR að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Ex- press deildar karla, 61-63. Leikurinn fór fram í DHL-höll þeirra KR-inga. Snæfellingar tóku þar með forystu í einvíginu og geta tryggt sér sæti í úr- slitum með sigri á KR í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli spennu og mistökum. Engu líkara var að leikmenn væru stressaðir og leikmenn gerðu sig oft á tíðum seka um ótrúleg klaufa mistök, sérstak- lega í fyrsta leikhluta. Snæfell náði yfirhöndinni í fyrsta leikhluta. Bæði lið voru að spila ágætan varnarleik en sóknarleikur beggja liða var að sama skapi slakur og hann átti eftir að vera það allt til leiksloka. Snæfellingar leiddu þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta, 9-16, og voru í raun klaufar að hafa ekki meira forskot. KR-ingar virkuðu stressaðir og gerðu mörg mistök sem Snæfellingar náðu ekki að nýta sér. KR-ingar mættu betur stemmdir til leik í öðrum leikhluta og leikur- inn jafnaðist. Samt sem áður var lít- ið skorað og bæði lið héldu áfram að spila góða vörn. Þegar flautað var til leikhlés var staðan jöfn, 27-27. Aug- ljóst var að bæði lið áttu mikið inni. Snæfellingar hirtu 26 fráköst á móti 13 fráköstum KR-inga í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta sér það. KR- ingar náðu til að mynda ekki einu sóknarfrákasti í fyrri hálfleik. Við þetta má bæta að Sigurður Þorvalds- son hirti 10 fráköst í fyrri hálfleik, þremur fráköstum minna en allt KR liðið. Snæfellingar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks í þriðja leikhluta. Þegar um tvær og hálf mínúta var liðin af þriðja leikhluta hafði Snæ- fell náð tíu stiga forystu, 29-39. Mest náði Snæfell fimmtán stiga forskoti í síðari hálfleik, 33-48, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leikhlut- anum. Hlynur Bæringsson fékk sína fjórðu villu þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta og það virtist slá Snæfellinga eilítið út af laginu. KR-ingar minnkuðu muninn jafnt og þétt, tóku sig saman í vörninni og illa gekk hjá Snæfellingum að koma boltanum ofan í körfuna. Brynjar Þór Björnsson fór fyrir KR liðinu í sókn- inni og fyrir tilstilli hans var KR enn- þá inní leiknum þegar í fjórða leik- hlutan var komið. Síðustu sekúndur leiksins voru æsispennandi. Brynjar Þór jafn- aði metin, 61-61, þegar sex sekúnd- ur voru eftir með þriggja stiga körfu og allt virtist stefna í framlengingu. Snæfellingar voru þó á öðru máli. Bandaríkjamaðurinn Justin Shouse fékk boltann, dripplaði framhjá hverjum varnarmanni KR á fætur öðrum og skoraði sigurkörfu leiksins þegar um tvær sekúndur voru eftir með góðu sniðskoti. Snæfell náði þar með forystu í einvígi liðanna og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í Stykkishólmi í kvöld. Sigurður Þorvaldsson átti fín- an leik í liði Snæfells. Hann skoraði fimmtán stig og hirti þrettán fráköst. Justin Shouse skoraði einnig fimmt- án stig og Hlynur Bæringsson skor- aði fjórtán, auk þess sem hann hirti tíu fráköst. Hjá KR var Brynjar Þór Björnsson eini leikmaðurinn sem var með ein- hverju lífsmarki. Hann var lang stiga- hæstur með 31 stig en næsti maður var Jeremiah Sola með ellefu stig. Tyson Patterson skoraði aðeins fjög- ur stig fyrir KR í leiknum þrátt fyrir að hafa leikið næst mest allra leik- manna liðsins í leiknum. Ljóst er að KR-ingar þurfa að fá meira frá Patt- erson ef ekki á illa að fara í fjórða leik liðanna í kvöld. Körfuboltinn sem liðin buðu upp á laugardaginn var ekki fallegur. Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæ- fells, ákvað þó að líta svo á málið að um fallega vörn hafi verið að ræða. „Þetta var bara falleg vörn. En þetta hafðist. Ég hélt að litli frændi ætlaði að vinna okkur einn og sér. Það var bara rugl að sjá til drengs- ins. Hann var sá eini sem vildi snerta knöttinn hjá þeim og við réðum ekk- ert við hann,“ sagði Hlynur og átti þar við Brynjar Þór, sem var lang besti leikmaður KR í leiknum. „Við erum komnir í bílstjóra sætið en við fögnum engu. Okkar takmark eru þrír sigrar. Ég fagna ekkert sér- staklega fyrr en því hefur verið náð,“ sagði Hlynur sem lék með fjórar vill- ur á bakinu allan fjórða leikhluta. Geof Kotila, þjálfari Snæfells, sagð að ekkert væri öruggt í þessu einvígi og tók undir með undirrituð- um að körfuboltinn sem leikinn var hafi ekki verið sá fallegasti sem sést hefur. „Leikurinn á mánudaginn verður alveg jafn erfiður og hinir fimm leik- irnir sem við höfum leikið gegn KR í vetur. Þeir hafa allir ráðist á síðustu þrjátíu sekúndunum og það verður sama upp á teningnum á mánudag- inn. Körfuboltinn sem leikinn er í þessum leikjum er sjaldan fallegur. Mér fannst við eiga möguleika á að vinna með meiri mun en svona er þetta. Nú er ekkert annað að gera en að hlakka til leiksins á mánudaginn. Mér fannst við kasta frá okkur for- skotinu á síðustu mínútunum. Mað- ur veit aldrei hvað gerist í úrslita- keppni, það er allt önnur keppni. Þetta snýst um hörku og við vitum að þeir eru sterkir,“ sagði Kotila. Hann sagði að Snæfellingar hefðu engan áhuga á að koma aftur til Reykjavíkur til að spila oddaleik. „Við vitum að leikurinn á mánudag- inn verður erfiður og hann gæti al- veg endað á annan hátt en í dag og þá þurfum við að koma aftur hingað. Við höfum engan áhuga á því en það gæti alveg farið svo,“ sagði Kotila og bætti við að það ætti ekki að vera erf- itt að undirbúa sína leikmenn fyrir leikinn gegn í kvöld. „Ef leikmennirnir verða ekki til- búnir á mánudaginn þá ættu þeir að láta lækni skoða höfuðið á sér. Við fáum tækifæri til að komast í úrslitin og það á heimavelli. En við vitum að það er fjörutíu mínútur eftir og það verður mjótt á munum,“ bætti Kot- ila við. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari KR, var svekktur eftir leikinn. „Ég hélt að það væri komið að okkur að stela þessu í restina en það var ekki raunin. Þetta var langt frá því að vera góður leikur hjá hvorugu liðinu. Ég er að reyna að átta mig á því af hverju við vorum svona flatir. Mér fannst við ekki vera með fulla einbeitingu og þá stemningu sem við þurfum á að halda til að vera að spila vel,“ sagði Benedikt. KR-ingar verða að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á að komast í úrslit. Þeir eru ekki óvan- ir þeirri stöðu og Benedikt er hvergi af baki dottinn. „Við þekkjum þessa stöðu. Við lentum 1-0 undir í átta liða úrslitum, tókum góðan útisig- ur og kláruðum svo einvígið heima. Það er bara það sem verðum að gera núna. Við óttumst engan en okkar verstu andstæðingar eru við sjálf- ir. Við þurfum að hafa okkar hluti á hreinu, fá upp góða stemningu og þá held ég að við töpum ekki leik,“ sagði Benedikt. Leiðinlegt atvik átti sér stað eftir leikinn þegar stuðningsmaður KR veittist að Kristni Óskarssyni dóm- ara þegar hann var á leið til bún- ingsherbergja. KR-ingurinn taldi sig eiga eitthvað vantalað við Kristinn, komst í námunda við hann og lét vaða. Dómarar eiga alls ekki að þurfa að lenda í æstum stuðningmönnum eftir leiki, í þessu tilfelli áttu KR-ingar að veita dómurum leiksins gæslu og fylgd inn í búningsherbergi til að sleppa við svona svarta sauði. Blaðamaður var vitni að þessu atviki og eðlilega fauk í Kristinn við þetta uppátæki stuðningsmannsins sem ætti klárlega að skammast sín. Tapið var langt frá því að vera dóm- urum leiksins að kenna, því eins og Benedikt benti á þá voru KR-ingar sjálfum sér verstir í leiknum. dagur@dv.is Snæfellingar gerðu góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur á laugardaginn og unnu heimamenn í KR 61-63 þar sem sigurkarfan var skoruð á síðustu sekúndunum. ShouSe með Sigurkörfuna Spennuþrunginn leikur Snæfell vann Kr á laugardaginn í leik sem einkenndist af taugatitringi og mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.