Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Side 21
DV Sport mánudagur 2. apríl 2007 21
West Ham vann góðan sigur á
Middlesbrough á heimavelli í ensku
úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Lokatölur urðu 2-0 en þetta var annar
sigur West Ham í röð. Bobby Zamora
kom West Ham yfir strax á 2. mínútu
og það var svo Argentínumaðurinn
Carlos Tevez sem tryggði sigurinn
með marki rétt fyrir leikhlé.
Alan Curbishley, stjóri West Ham,
hrósaði Carlos Tevez eftir leikinn og
líkti honum við Wayne Rooney, en
í upphafi leiktíðarinnar átti Wayne
Rooney erfitt með finna netmöskva
andstæðingana.
„Tevez minnir mig á Rooney í upp-
hafi leiktíðar. Hann sagði við sjálfan
sig fyrir fjórum til fimm vikum síðan
að það sem hann þyrfti að gera væri
að hafa gaman af þessu. Hann leggur
sig alltaf allan fram,“ sagði Curbishley
eftir leikinn gegn Middlesbrough.
West Ham lék af miklum krafti í
fyrri hálfleik, líkt og liðið gerði gegn
Tottenham á dögunum. West Ham
hélt þó út núna og þeir töpuðu gegn
Tottenham á síðustu sekúndunum.
„Þetta minnti á leikinn gegn Tot-
tenham í fyrri hálfleik og við komust í
svipaða stöðu. Ég sagði þeim að þetta
væri í þriðja skiptið sem við komum
okkur í þessa stöðu. Botninn datt
kannski úr leiknum í síðari hálfleik
en við náðum stigunum þremur.
Við megum ekki hugsa um hvað
hefði gerst ef við hefðum unnið Tot-
tenham. Við verðum bara að halda
áfram,“ sagði Curbishley en West
Ham er í 19. sæti deildarinnar, fimm
stigum á eftir Sheffield United sem er
í 17. sæti.
„Við erum komnir á rétta braut
en það eina sem við getum gert er að
vinna okkar leiki. Við horfum á önn-
ur úrslit en við þurfum fyrst og fremst
að vinna okkar leiki,“ bætti Curbis-
hley við.
Manchester United skrefi nær
titilinum
Manchester United færðist skrefi
nær meistaratitilinum á laugardag-
inn þegar liðið sigraði Blackburn, 4-
1, á heimavelli. Manchester United
hefur enn sex stiga forskot á Chelsea
þegar sjö leikir eru eftir.
Þögn sló þó á áhorfendur á Old
Trafford á 29. mínútu þegar Matt
Derbyshire kom gestunum í Black-
burn yfir. Enginn meistarabragur var
á leik Manchester United í fyrri hálf-
leik og forskot Blackburn í hálfleik
var fyllilega verðskuldað.
Annað var upp á teningnum í síð-
ari hálfleik sem einkenndist af stans-
lausri sókn heimamanna. Paul Schol-
es náði loks að brjóta vörn Blackburn
á bak aftur með fallegu marki á 61.
mínútu. Hann lék Ryan Nelsen og
Stephen Warnock upp úr skónum og
skoraði með skoti í bláhornið.
Það með opnuðust allar flóðgátt-
ir og áður en flautað var til leiksloka
höfðu Michael Carrick, Ji-Sung Park
og Ole Gunnar Solskjær skorað sitt
markið hver fyrir United.
Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, var í skýjunum
með leik liðsins í síðari hálfleik. „Síð-
ari hálfleikurinn var sá besti sem við
höfum spilað á þessari leiktíð. Þetta
var frammistaða sem til er ætlast af
meistarakandídötum. Ég held að
stuðningsmenn séu farnir að finna
lyktina af titilinum núna og leikmenn
finna bragðið,“ sagði Ferguson
Mark Hughes, stjóri Blackburn,
vann á sínum tíma tvo meistaratitla
með Manchester United og hann
taldi bikarinn fara á Old Trafford í lok
leiktíðar.
„United tapar þessu ekki úr þessu.
Í raun held ég að þeir vinni þetta
nokkuð þægilega. Við vorum vel inní
leiknum fyrstu 60 mínúturnar. Áhorf-
endur voru orðnir æstir og ég hélt að
við myndum taka þetta. En þeir náðu
yfirhöndinni og sýndu af hverju þeir
eru meistarakandídatar.
Þeir hafa spilað besta fótboltann
á þessari leiktíð og mesta sóknar-
boltann. Þetta var mikilvægur leikur
fyrir þá og þeir unnu,“ sagði Hughes
sem hrósaði einnig Paul Scholes fyrir
markið sem hann skoraði í leiknum.
„Ég hef séð hann gera þetta oft.
Hann er yfirvegaður í þessari stöðu
og býr yfir mikilli tækni, það var ekki
efi í mínum huga hvar boltinn myndi
enda,“ bætti Hughes við.
Paul Scholes hefur nú skorað jafn
mörg mörk og Ruud van Nistelrooy
í ensku úrvalsdeildinni, en þeir eru
markahæstu leikmenn liðsins frá því
deildin var stofnuð árið 1992 með 95
mörk.
Kalou heldur lífi í Chelsea
Chelsea lenti í basli með Watford
á útivelli. Allt virtist stefna í jafntefli
þegar Salomon Kalou skoraði sigur-
mark leiksins á 90. mínútu. Markið
var gríðarlega mikilvægt fyrir Chelsea
í titilbaráttunni en um leið fór þetta
tap langleiðina með að fella Watford
úr úrvalsdeildinni.
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er
enn bjartsýnn á að ná Manchester
United. „Við unnum alla leiki í öllum
keppnum í mars. Það er mjög mikil-
vægt að við töpum ekki stigum. Nú
verðum við að gera það sama í apr-
íl. Við megum ekki tapa leik í neinni
keppni. Það er staðan sem við búum
við núna.
Ég hef mikla trú á að United tapi
sex stigum. Við getum náð þrem-
ur stigum af þeim þegar við mætum
þeim og svo geta þeir tapað öðrum
sex stigum á annan hátt, með slakri
frammistöðu, nokkrum jafnteflum
eða hvað sem er,“ sagði Mourinho.
dagur@dv.is
Barcelona lenti í basli gegn Deportivo á heimavelli sínum í spænsku deildinni:
Úrslit helgarinnar
SpænSka úrvalSdeildin
A. Madrid - Mallorca 1-1
1-0 (16.) Torres, 1-1 (53.) Arango.
Barcelona - Deportivo 2-1
1-0 (45.) Messi, 2-0 (51.) Eto’o, 2-1 (69.)
Adrian.
Celta - Real Madrid 1-2
0-1 (27.) Nistelrooy víti, 1-1 (44.) Angel,
1-2 (83.) Robinho.
Getafe - R. Zaragoza 2-2
0-1 (21.) Sergio Garcia, 0-2 (36.)
D’Alessandro, 1-2 (43.) Manu, 2-2 (61.)
Casquero.
Gimnastic - Recreativo 1-1
0-1 (11.) Pongolle, 1-1 (15.) Portillo.
Osasuna - Sevilla 0-0
Racing S. - A. Bilbao 5-4
0-1 (7.) Prieto, 1-1 (59.) Fernandez, 1-2
(63.) Etxeberria, 2-2 (66.) Garay víti, 3-2
(70.) Zigic, 4-2 (78.) Zigic, 4-3 (80.) Etx-
eberria, 4-4 (83.) Iraola, 5-4 (89.) Zigic.
R. Betis - Villarreal 3-3
0-1 (2.) Forlan, 1-1 (10.) Fernando, 1-2
(47.) Forlan, 2-2 (72.) Edu, 2-3 (78.)
Pires, 3-3 (90.) Juanito.
R. Sociedad - Levante 1-0
1-0 (38.) Ansotiqui.
Valencia - Espanyol 3-2
1-0 (12.) Villa, 1-1 (15.) Riera, 2-1 (26.) Vi-
cente, 3-1 (59.) Angulo, 3-2 (63.) Garcia.
Staðan
Lið L U J T M S
1 Barcelona 28 16 8 4 59:26 56
2 Sevilla 28 16 6 6 48:24 54
3 R. Madrid 28 15 6 7 39:25 51
4 Valencia 28 15 5 8 40:28 50
5 Zaragoza 28 13 8 7 42:29 47
6 A. Madrid 28 12 8 8 33:24 44
7 Racing 28 11 10 7 35:34 43
8 Recreat. 28 12 6 10 36:36 42
9 Getafe 28 10 9 9 25:21 39
10 Espanyol 28 9 11 8 31:31 38
11 Villarreal 28 10 8 10 29:35 38
12 Deport. 28 9 9 10 21:30 36
13 Osasuna 28 10 5 13 34:33 35
14 Mallorca 28 9 6 13 29:40 33
15 Betis 28 7 11 10 28:34 32
16 Levante 28 6 10 12 23:38 28
17 Celta 28 6 9 13 28:40 27
18 A. Bilbao 28 6 8 14 31:45 26
19 Socied. 28 4 9 15 20:36 21
20 Gimnast. 28 5 6 17 29:51 21
ÍtalSka úrvalSdeildin
Atalanta - Fiorentina 2-2
0-1 (27.) Reginaldo, 0-2 (32.) Pazzini, 1-2
(39.) Loria, 2-2 (65.) Doni víti.
Cagliari - Messina 2-0
1-0 (12.) Biondini, 2-0 (24.) Budel.
Chievo - Sampdoria 1-1
0-1 (27.) Quagliarella, 1-1 (33.) Brighi.
Empoli - Ascoli 4-1
1-0 (44.) Pozzi, 1-1 (50.) Soncin, 2-1 (53.)
Saudati víti, 3-1 (71.) Saudati, 4-1 (75.)
Pozzi.
Inter Milan - Parma 2-0
1-0 (56.) Maxwell, 2-0 (70.) Crespo.
Livorno - Catania 4-1
0-1 (14.) Sottil, 1-1 (20.) Lucarelli, 2-1
(45.) Fiore, 3-1 (82.) Lucarelli víti, 4-1 (90.)
Lucarelli.
Reggina - Siena 0-1
0-1 (45.) Bertotto.
Roma - AC Milan 1-1
1-0 (4.) Mexes, 1-1 (61.) Gilardino.
Torino - Palermo 0-0
Udinese - Lazio 2-4
0-1 (18.) Stendardo, 0-2 (50.) Mauri, 0-3
(51.) Behrami, 1-3 (58.) Di Natale víti, 1-4
(59.) Rocchi, 2-4 (90.) Iaquinta.
Staðan
Lið L U J T M S
1 Inter 29 25 4 0 63:23 79
2 Roma 29 17 8 4 56:23 59
3 Lazio 29 16 7 6 51:24 52
4 Palermo 30 13 9 8 43:34 48
5 Empoli 29 12 9 8 32:28 45
6 Milan 29 14 10 5 39:25 44
7 Fiorentina 29 15 8 6 47:26 38
8 Sampd. 29 9 9 11 36:36 36
9 Udinese 29 9 8 12 36:41 35
10 Atalanta 29 7 12 10 42:42 33
11 Livorno 29 7 11 11 31:44 32
12 Torino 29 8 8 13 24:39 32
13 Catania 30 8 8 14 37:58 32
14 Siena 29 6 13 10 25:32 30
15 Cagliari 29 6 12 11 23:32 30
16 Chievo 29 6 10 13 32:40 28
17 Reggina 29 9 9 11 38:41 25
18 Messina 29 5 9 15 28:48 24
19 Parma 29 4 10 15 24:48 22
20 Ascoli 29 3 10 16 22:45 19
Barcelona slapp fyrir horn gegn Deportivo
Barcelona hélt toppsæti sínu í
spænsku deildinni eftir leiki helgar-
innar. Liðið fékk Deportivo í heim-
sókn um helgina og vann, 2-1, með
mörkum frá Lionel Messi og Samuel
Eto‘o. Adrian náði að minnka mun-
inn um miðjan síðari hálfleik en
lengra komust gestirnir ekki. Eiður
Smári Guðjohnsen sat á varamanna-
bekk Barcelona allan leikinn og kom
ekkert við sögu.
Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona,
sagði eftir leikinn að Barcelona hefði
átt að vinna þennan leik á mun meira
sannfærandi hátt en raunin varð.
„Við áttum skilið að vinna. Mark-
ið sem Messi skoraði gaf okkur mik-
ið sjálfstraust. Við lékum nokkuð vel
og fengum færi. Allir voru að bíða eft-
ir þriðja marki okkar en þeir náðu að
minnka muninn með marki. Það var
viðvörun til okkar,“ sagði Rijkaard.
Rijkaard sagði að Barcelona þyrfti að
bæta sig á ýmsum sviðum. „Við meg-
um ekki gefa eftir þó lið pressi okkur.
Við verðum að halda okkar stöðum,“
sagði Rijkaard og hrósaði að lokum
Samuel Eto‘o sem skoraði sigurmark-
ið í leiknum.
Lionel Messi sagði að sigurinn
hafi verið mjög þýðingarmikill fyr-
ir Barcelona. „Það var erfitt að finna
leið í gegnum vörn þeirra og markið
mitt gerði okkur auðveldara fyrir. Eftir
það vorum við mikið með boltann og
lékum honum nánast of mikið saman
og vorum afslappaðir, sem þýddi að
við sóttum ekki að sama krafti,“ sagði
Messi. dagur@dv.is
Komst ekki á blað ronaldinho er
markahæsti leikmaður Barcelona á
leiktíðinni en hann komst þó ekki á blað
í gær þegar liðið lagði deportivo að velli.
kom fram hefndum
Jafnaði Nistelrooy paul Scholes hefur
nú skorað jafn mörg mörk og ruud van
nistelrooy í ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu, eða 95.
enn von hjá West ham
West Ham vann sinn annan
leik í röð um helgina þegar
liðið lagði Middlesbrough og
Manchester United færðist
skrefi nær meistaratitilinum
með sigri á Blackburn.