Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Page 22
Níu leikja sigurganga Dallas lauk í gær í beinni útsendingu á Sýn þegar þeir mættu Steve Nash og félögum í Phoenix í uppgjöri toppliðanna í deildinni. Nash skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar í öðrum sigurleik Phoenix á Dallas í röð. Munurinn var aðeins 5 stig þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst en hann fór uppí 20 stig, 120-100, þeg- ar skammt var eftir að leiknum. Pho- enix hittu úr 13 af 15 skotum sínum í leikhlutanum og öllum þriggja stiga skotum sínum. „Frábært, einfaldlega frábært,“ sagði þjálfari Phoenix Mike D´Ant- oni eftir leik. „Boltinn var að fljóta vel og skotnýtingin var frábær. Dallas verður númer eitt í úrslita- keppninni en þeir munu ekki fá tit- ilinn á silfurfati, það er ljóst,“ bætti D´Antoni við. Leandro Barbosa skoraði 29 stig fyrir Phoenix og var stigahæstur en hjá Dallas var Josh Howard stiga- hæstur með 28 stig. Allen Iverson hristi af sér slenið í síðari hálfleik í viðureign Denver Nuggets og Seattle Supersonics í nótt og skoraði 21 stig. Hann hafði aðeins skorað 5 stig í þeim fyrri og sagði í viðtali eftir leikinn að fyrri hálfleikur hafi verið sá lélegasti á sínum ferli. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver í 114-103 sigurleik þeirra. „Þetta var erfiður leikur, þeir þurftu á sigri að halda til að halda lífi í baráttu sinni til að komast í úrslita- keppnina. Við einfaldlega mættum þeim ekki í baráttunni,“ sagði stiga- hæsti leikmaður Seattle Earl Watson sem skoraði 28 stig. Enginn Lebron James og Cleveland tapaði Boston Celtic nýttu sér fjarveru Lebron James í nótt og unnu Cleve- land í æsispennandi leik 98-96. Gerald Green skoraði 18 af 25 stig- um sínum í síðari háfleik, en þetta var aðeins þriðji sigurleikur Boston af 26 leikjum án Paul Pierce sem er meiddur á olnboga. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir og staðan jöfn keyrði Delonte West leikmaður Boston að körfunni og Anderson Varejao braut á hon- um. West setti bæði vítaskotin niður og Cleveland fékk eitt tækifæri til að jafna leikinn. Damon Jones hitti ekki úr galopnu þriggja stigaskoti og Bos- ton fagnaði mikilvægum sigri. Lebron James var ekki með vegna meiðsla á hné og vað Larry Hughes stigahæstur með 24 stig. Tinsley hetja Indiana Skot Jamaal Tinsley yfir Tim Duncan rétt fyrir leikslok gæti hafa bjargað tímabili Indiana Pacers. Þeir voru búnir að tapa fjórum leikjum í röð áður en þeir mættu Duncan og félögum í San Antonio Spurs og án stjörnuleikmanns síns Jermaine O´Neal var ekki búist við miklu af Indiana. Spurs var búið að vinna sex leiki í röð áður en þeir fóru til Indiana og eru til alls líklegir nú þegar styttist í úrslitakeppnina. Þjálfari San Antonio Gregg Pop- ovich var ekki par hrifinn af spila- mennsku sinna manna. „Mér fannst við spila ömurleg- an körfubolta. Í fjórða leikhluta vor- um við skelfilegir og urðum sjálfum okkur til skammar. Þetta var vont tap sem skilur eftir sig mikið.“ Ricky Davis var svo sannarlega betri en enginn þegar Minnesota vann Orlando í framlengingu 105- 104. Hann skoraði 36 stig í nótt, þar af síðustu 13 stig Minnesota. „Frábært kvöld. Þjálfarinn setti upp leikkerfi fyrir mig og mér fannst karfan vera fjandi stór í kvöld,“ sagði Davis eftir leikinn. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Minnesota og varði skot Jameer Nel- son þegar innan við fimm sekúndur voru eftir að framlengingunni. Grant Hill var stigahæstur leik- manna Orlando með 23 stig en liðið hefur ekki enn unnið leik lendi það í framlengingu. Kobe gaf boltann Kobe Bryant gaf 13 stoðsending- ar þegar lið hans Los Angeles Lakers lagði Sacramento Kings 126-103. Hann skoraði 19 stig en það voru sendingar hans sem hafa stolið öll- um fyrirsögnum í Bandarískum fjöl- miðlum í morgun. „Mér líkar það vel þegar liðið er í góðum gír. Mér líkar það þegar þeir brosa. Þeir hafa verið að setja haus- inn ofaní bringu þannig þetta var góður leikur hjá okkur því Sacram- ento eru gott lið,“ sagði Bryant en því er stundum haldið fram að það leið- inlegasta í NBA körfuboltanum sé að vera með Kobe Bryant í liði því leik- menn fái aldrei boltann. „Það er erfitt að spila við okkur þegar boltinn flæðir jafn vel og hann gerði í kvöld, leikurinn var mun auð- veldari því skotinn okkar voru að detta niður,“ bætti Kobe við en þetta var í níunda sinn sem hann nær tvö- faldri tvennu í vetur. Richard Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit Pistons sem vann Mi- ami Heat 94-88 í nótt. Hamilton hef- ur verið frá í fjóra leiki var frábær í leiknum bæði í vörn og sókn. „Hamilton vann leikinn fyrir þá, það er bara þannig “ sagði Pat Riley þjálfari Miami eftir leikinn. Jason Williams leikmaður Miami skoraði aðeins 8 stig í nótt og komst lítt áleiðis gegn Hamilton. „Ég hef verið að horfa á Lindsey Hunter spila vörn meðan ég hef ver- ið frá og lært mikið. Williams var öfl- ugur í fyrri hálfleik og ég vissi að ég þyrfti að standa mig betur í seinni hálfleik. Eftir sjö daga rúmliggjandi vegna flensu er ég feginn að vera farinn að hreyfa mig að nýju,“ sagði Hamilton eftir leikinn. Shaquille O´Neal var stigahæstur leikmanna Miami með 23 stig en þeir skoruðu ekki tveggja stiga körfu síðustu 14 mínútur leiksins. „Við þurftum á sigri að halda hér í kvöld,“ sagði Pat Riley. „Við gáfum þeim auðveldar körfur, hittum ekki úr vítunum og þeir virtust alltaf fá annan séns í sókninni. Það einfaldlega er ekki sigurformúla,“ bætti Riley við. Í öðrum leikjum næturinnar vann Chicago Atlanta 105-97 en þetta var sjötta tap Atlanta í röð. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chi- cago en Joe Smith skoraði 24 stig fyrir Atlanta. Golden State lagði Memphis í miklum stigaleik 122-117 þar sem Jason Richardson skoraði 13 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Golden State. Utah Jazz vann Houston Rockets með þriggja stiga mun 86-83 á úti- velli. Tyrkinn Mehmet Okur skor- aði 20 stig fyrir Utah en risinn Yao Mingh skoraði 35 stig fyrir Houston. Toronto vann Charlotte 107-94 og Washington Wizards vann Mil- waukee 121-107 þar sem Gilbert Arenas skoraði aðeins 9 stig fyrir Washington. benni@dv.is Mánudagur 2. apríl 200718 Sport DV Britney Spears Sjálf poppdívan Britney Spears lét sjá sig á leik lakers og Sacramento. NBA NBA-úrslit næturinnar detroit - Miami 94-88 atlanta - Chicago 97-105 golden State - Memphis 122-117 Milwaukee - Washington 107-121 phoenex - dallas 126-104 Boston - Cleveland 98-96 Houston - utah 83-86 Orlando - Minnesota 104-105 Toronto - Charlotte 107-94 Indiana - San antonio 100-99 Seattle - denver 103-114 l.a. lakers - Sacramento 126-103 sTAÐAN U T Austurdeildin detroit 47 26 Cleveland 44 30 Toronto 41 32 Washington 39 33 Chicago 44 31 Miami 39 34 new Jersey 34 39 Orlando 34 40 Indiana 32 41 new York 31 42 philadelphia 29 44 Charlotte 28 46 atlanta 27 47 Milwaukee 25 47 Boston 23 50 U T Vesturdeildin dallas 61 12 phoeni 55 18 San antonio 52 21 utah 48 25 Houston 47 27 l.a. lakers 39 34 denver 36 36 l.a. Clippers 36 37 golden State 35 39 new Orleans 33 40 Minnesota 31 42 Sacramento 30 42 Seattle 30 43 portland 29 44 Memphis 19 56 NBA Sigurkarfan Jamaal Tinsley er hér við það að skora sigurkörfu Indiana pacers gegn San antonio Spurs. Hættuleikur. lukkudýr atlanta Hawks Skyhawk treður hér með tilþrifum Ekki í aðalhlutverki Kobe Bryant lét aðra sjá um stigaskorun í nótt. PhoeNix vANN DAllAs Tólf leikir voru spilaðir í NBA deildinni í nótt.Kobe Bryant leikmaður Los Angeles Lakers gaf 13 stoðsendingar og Pho- enix lagði Dallas í stórleik næt- urinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.