Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2007, Blaðsíða 30
mánudagur 2. apríl 200730 Síðast en ekki síst DV
veðrið ritstjorn@dv.is
Sandkorn
Leikritið Best í heimi verður sýnt
hjá Leikfélagi Akureyrar um pásk-
ana. Verkið gerði allt vitlaust þeg-
ar það var sýnt í Reykjavík fyrir
skemmstu enda um snilldarlega
háðsádeilu á íslenskt samfélag að
ræða. Í sýningunni er gert góðlát-
legt grín að þjóðarstolti Íslendinga
og fjallað um spaugilegar aðstæð-
ur sem útlendingar sem setjast hér
að lenda í. Sýningin hefur hlotið
einróma lof gagnrýnanda en það
er samið af leikhópnum sjálfum,
Hávari Sigurjónssyni og Maríu
Reyndal.
Við mælum með...
...BókaBílnum
...Best í heimi
...tannréttingum
lélegasta hljóðblöndun
tónleikaferðarinnar
Aðdáendur söngvarans Cliffs Ri-
chards, sem fylgdu honum eftir
á hálfs árs tónleikaferðalagi hans,
voru ánægðir
og sáttir með
aðstöðuna í
Laugardalshöll
miðað við það
sem þeir höfðu
búist við og lesa
má um á bresk-
um bloggsíð-
um. Hins vegar
höfðu þeir á orði að hvergi hefði
„mixið“, eða hljóðblöndunin ver-
ið jafn slæm og á Íslandi. Nokkrir
sem vit hafa á taka í sama streng
en hinn almenni tónleikagest-
ur tók ekki eftir neinu sem finna
mátti að.
...hundahaldi
Á morgun eru 23 ár síðan hunda-
hald var leyft í Reykjavík en áður
hafði það verið bannað síðan
1971.Hundaeign borgarbúa hefur
aukist mjög síðustu árin og má
segja að nú sé varla nokkur mað-
ur með mönnum nema hann eigi
hund. Hundar eru í tísku og þeir
sem vilja tolla í tískunni verða
hreinlega að eiga einn slíkan.
Leikkonan America Ferrera sem
leikur Betty Suarez, í þáttaröðinni
Ugly Betty er við það að takast að
koma tannréttingum í tísku. Betty
brosir sínu breiðasta í þáttunum og
er ófeimin við að sýna tennurnar
sem bundnar eru járnvírum. Mikil
þróun hefur orðið á tannrétting-
arbúnaði undanfarin ár og þannig
er nú hægt að fá spangir í hinum
ýmsu gerðum og litum. Til dæm-
is er hægt að velja á milli spanga
sem settar eru innan eða utan á
tennurnar, hægt að fá teygjurnar í
hinum ýmsu litum og tannklossa
sem eru glærir. Betty var ekkert að
fela það að hún stæði í tannrétt-
ingum og valdi sér því bláa teina á
tennurnar.
afmælishátíð á Jamæka
Einkaþota Björgólfs
Thors Björgólfs-
sonar hóf sig á loft
frá Reykjavíkur-
flugvelli á fimmtu-
dagskvöldið. Innan-
borðs voru bestu vinir
viðskiptajöfursins, en mikil leynd
hafði hvílt yfir hvar haldið skyldi
upp á fertugsafmæli kappans.
Boðsgestir höfðu fengið að vita
það eitt að þeir ættu að pakka
niður fyrir dvöl á heitum stað.
Afmælisveislan stóð í fjóra daga,
frá því á fimmtudaginn þang-
að til í dag og væntanlega hefur
mikil gleði ríkt þegar farþegum
var tilkynnt að ferðinni væri heit-
ið til Jamæka.
leitin að rétta reykelsinu
Það er urgur í mörgum kráareig-
endum vegna fyrirhugaðs reyk-
ingabanns sem tekur tildi í sum-
ar. Kormákur
og Skjöldur
sem reka sam-
nefnda Ölstofu
íhuga mál-
sókn á hendur
ríkinu þar sem
þeir telja vegið
að atvinnurétt-
indum sínum.
Þeir, líkt og aðrir kráareigendur,
hafa líklega fengið slæmar fréttir
frá þeim löndum þar sem reyk-
ingabann hefur tekið gildi. Þar
mun nefnilega ekki vera líft inni
á krám vegna svita- og táfýlu sem
reykingalykt náði að bæla niður
áður fyrr. Leitin að rétta reykels-
inu mun því vera hafin...
Í kvöld stígur hörður torfason á svið í Borgarleikhúsinu og held-
ur sína árlegu kertaljóstónleika. Tónleikarnir eru fastur liður í
lífi margra sem hafa unun að því að hlusta á Hörð segja sögur og
syngja lögin sem allir þekkja.
Hörður Torfason, sem hefur ver-
ið iðinn við að halda tónleika í 32 ár,
segir tónleikana í kvöld verða með
sama sniði og fyrr. Dagskráin sé sam-
ansett úr nýju og gömlu efni.
,,Upphaflega hugmyndin að þess-
um tónleikum byggist á íslenska
baðstofulífinu,” segir Hörður. ,,Það-
an kemur þetta form; einn maður
með gítar sem syngur og segir sög-
ur um lífið og tilveruna. Nafnið tón-
leikanna er tilvísun í ljósið og róleg-
heitin og eins og allir vita erum við
öll bara einn blaktandi logi. Hér áður
fyrr skrifaði ég þetta allt saman nið-
ur, eins og um leikrit væri að ræða, en
nú eru breyttir tímar og áherslurnar
aðrar en áður því tölvan og bloggið
hafa tekið öll völd. Með því hefur öll
almenn umræða færst yfir á annað
svið. En það er staðreynd að leiksvið-
ið býður upp á allt aðra og mannlegri
nánd en tölvuskjárinn og sem bet-
ur fer átta margir sig á því að það er
mun skemmtilegra að fara úr húsi
heldur en að sitja við tölvuna eða
sjónvarpið heima.”
Hörður segist spila og syngja
gömul og ný lög jöfnum höndum á
tónleikunum.
,,Það er útilokað að halda tón-
leika með nýjum lögum eingöngu.
Fólk kemur til þess að hlusta á eitt-
hvað sem það kannast við og fyrir
tónleikana rignir yfir mig beiðnum
um óskalög. Fólk vill fá að vita hvort
ég ætli örugglega ekki að syngja þetta
lagið eða hitt. Auðvitað verð ég við
slíkum beiðnum með glöðu geði. Á
öllum mínum tónleikum spila ég það
sem fólkið vill hlusta á, fólk leggur
það á sig að mæta á tónleikana mína
og mér ber skylda til þess að reyna
að verða við óskum þess. Mér þykir
vænt um að það er alltaf að bætast við
hlustendahópinn og mér þykir gam-
an að heyra að margir í honum eru
ungt fólk. Ég fylgist ekki svo grannt
með því sjálfur en fólkið, sem hefur
séð um plötusölu fyrir mig í meira en
12 ár, verður vart við þessa fjölgun og
aldursbreytingu í hópnum.“
Hörður spilar nær undantekning-
arlaust fyrir fullu húsi og undanfarin
ár hefur hann þurft að halda tvenna
hausttónleika í stað einna og í ár
stefnir í að þeir verði þrír.
,,Eina vandamálið við tónleika-
haldið er það að ekki er hlaupið að
því að fá húsnæði fyrir tónleika, þótt
ég leggi inn pantanir með ársfyrir-
vara. Það er alls staðar svo mikið að
gerast á Ísland og dagsetning tón-
leikanna ræðst af því. Mánudags-
kvöld fyrir páska er svo sannarlega
ekki uppáhaldskvöldið mitt en ég
við halda mínu striki og halda mína
kertaljósatónleika hvað sem öllu líð-
ur.“
Áhorfendur taka virkan þátt í tón-
leikum Harðar og taka gjarnan lag-
ið með honum. Á Netinu er hægt
að finna texta við lagið Vasaljós sem
Hörður ætlar að spila á tónleikunum
í kvöld og hvetur fólkið í salnum að
taka undir í viðlaginu.
,,Ég sem oft texta í sama anda og
Vasaljós, texta sem flytja gleðiboð-
skap, jákvæðan boðskap í mann-
legum samskiptum. Ég höfða mikið
til ljóssins, hvort sem það er í formi
kertaljóss eða vasaljóss!”
Aðspurður segir Hörður tónleika
sína aldrei vera klára fyrr en hann
labbar inn á viðið.
,,Ég stend einn í þessu öllu, ég
hleyp í að æfa, mæta í viðtöl og redda
hinu og þessu. Ég hef aldrei fengið að
fylla annan flokk en þann að standa
einn. Það er kannski meðvitað því
ég er fyrst og fremst leikhúsmaður en
ekki tónlistarmaður. Ég er leikari sem
fer um og syng og segi sögur með
mannleg baráttumál í huga. Það er
bæði skemmtilegt og gefandi, “ segir
Hörður að lokum.
LAGATEXTAR OG SÖGUR
MEÐ LJÓSIÐ Í HUGA
hörður torfason
,,Ég er leikari sem fer um og
syng og segi sögur með
mannleg baráttumál í huga.”
Það er um að gera að heimsækja
bókabíl Borgarbókasafnsins áður
en páskafríið skellur á og birgja sig
upp af góðu lesefni. Bókabíllinn
keyrir um hverfi borgarinnar og þar
er hægt að leigja sér bækur í fríið.
Allar nánari upplýsingar um ferðir
bókabílsins er að finna á heimasíðu
Borgarbókasafnsins www.borg-
arbokasafn.is. Einnig er auðvitað
kjörið að heimsækja borgarbóka-
safnið og dveljast þar um stund, því
það verður lokað alla páskana.
eldheit samfylking
Hljómsveitin Sprengjuhöllin er
sögð ætla að leggja Samfylking-
unni lið í kosningabaráttunni
í vor og mun
ætla að stíga
á stokk hér og
þar af því til-
efni. En helsta
framlag sveit-
arinnar mun
verða sérlegt
baráttulag, út-
gáfa Sprengju-
hallarinnar af
sálræna Motown-slagaranum
Heatwave með Martha and the
Vandellas. Hvort sá eldmóður
sem fyrir kemur í úgáfu Mörthu
og félaga skilar sér í kjörkassana
á eftir að koma í ljós.
þriðJudagurmánudagur
5
1
7
9 9
6 5
8
18
17
8
5
8 5
107
7
5
5
57
8
8 10
6 7
12
511
5
6 5
6 5
106
7
5
dv mynd gúndi