Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 93
Á hljómgrunnur.is er að
finna aðgengilegt yfirlit yfir
tónlistarviðburði sem eru
fram undan. Rokk, djass,
popp, klassík og allt þar á
milli.
N ú er aðventan og við bíðum jólanna. Aðventan er tími íhygli og samveru en líka
tími anna og brjál-
æðis af ýmsu tagi.
Í Borgarleikhús-
inu er verið að sýna
sérstaka sögu sem
að sumu leyti er
afar jólaleg en að
öllu leyti algjörlega
tímalaus. Jesús litli er leiksýning sem
borin er uppi af þremur stórkostleg-
um trúðum, tveimur kunnuglegum og
einum nýrri.
Trúðarnir Barbara (Halldóra Geir-
harðsdóttir), Bella (Kristjana Stef-
ánsdóttir) og Úlfar (Bergur Þór Ing-
ólfsson) miðla jólaguðspjallinu með
yndislegri blöndu af umhyggju og
ósvífni. Þeim leyfist allt, enda er ekk-
ert heilagt í þeirra augum nema þá
ef vera kynni trúðsreglurnar. Trúð-
arnir kalla ekki aðeins fram hlátur og
bros heldur vekur barnslegt sakleysi
þeirra, og úrræðagleðin, líka önnur
hugrenningatengsl hjá leikhúsgest-
um, t.d. við kærleikann og vonina. Og
ekki er það verra á aðventunni.
Trúin sjálf kemur málinu minnst
við; sagan sem allt hverfist um er af
fólki í afar sjaldgæfum og ótrúlegum
aðstæðum sem nútímaáhorfandi á
samt afar auðvelt með að tengja við
þegar trúðarnir hjálpa upp á sam-
hengið. Söguþráðurinn er flestum
kunnugur svo að ekki verður eytt
púðri í það hér að rekja framvinduna,
né þær krókaleiðir og útúrsnúninga
sem trúðarnir leiða gesti í. Það er
undravert hvernig svo margmiðluð
saga getur hreyft við fólki á alveg
nýjan hátt.
Að sjá þessa sýningu nú, þegar hún
hefur verið þrautreynd á fjölunum,
var eins og að horfa á heimsmeist-
ara í samhæfðri sundfimi. Samleikur
listamannanna þriggja, samsöngur
og metnaðurinn sem þau svo aug-
ljóslega hafa fyrir því að koma sög-
unni og boðskap hennar til skila, var
afar heillandi og til fyrirmyndar í alla
staði. Heildarbragurinn er skýr og
hugvitssamlegur, leikmyndin mögn-
uð, lýsingin flott og tónlist og hljóð
eins tipp topp og hægt er, alltaf við
hæfi og aldrei yfir strikið.
Leikstjórinn Benedikt Erlingsson
og hópurinn í heild má vera stoltur af
þessu afkvæmi sínu langt fram eftir
öldinni og ég
vona að Jesús
litli verði að-
ventusýning
sem sjá má á
hverju ári.
Svona upp-
færsla er hrein dásemd fyrir leikhús-
unnendur og kærkomin gátt fyrir alla
þá sem ekki hætta sér oft á þvílíka
menningarviðburði. Sjáið hana, hríf-
ist, hlæið, grátið og passið svo upp á
ljósið hvert í öðru.
Kristrún Heiða Hauksdóttir
Jesús litli
Leikstjóri: Benedikt
Erlingsson
Borgarleikhúsið
Eins og heimsmeistarar í samhæfðri sundfimi
leikdómur Jesús litli
Föstudagur 10. desember
Tríó Reykjavíkur
Kjarvalsstaðir kl 12.15
Hádegistónleikar þar sem verða flutt
verk eftir Shostakovich, Katsaturian,
Mendelsohn og Schumann.
Aðgangur ókeypis.
Jólatónleikar Melchior
Landnámssetrið Borgarnesi kl. 20.30
Helstu lög sveitarinnar verða leikin í
huggulegri jólastemningu í bland við
ný lög og eitt jólalag eða svo. Sérstakur
heiðursgestur er Ólafur Flosason sem lék
á óbó með Melchior fyrir 30 árum.
Dikta
græni hatturinn Akureyri kl. 22
Ein vinsælasta hljómsveit landsins á
einum vinsælasta tónleikastað landsins.
Myrká + Porquesi
sódóma kl. 22
Hljómsveitin Myrká frá Akureyri kemur
suður með sitt kraftmikla og drungalega
dauðapopp. Hljómsveitin PORQUESI
flytur epískt instrumental rokk, ólgandi
af lífskrafti.
Laugardagur 11. desember
Hátíð fer að höndum ein
Hallgrímskirkja kl. 14 til 17
Listvinafélag Hallgrímskirkju og
tónlistarfólk Hallgrímskirkju býður
til tónlistarveislu í kirkjunni. Í boði er
samfelld aðventu- og jóladagskrá með
kórsöng og orgeltónlist þar sem kirkju-
gestir fá einnig að syngja með í þekktum
söngvum. Fram koma Drengjakór
Reykjavíkur í Hallgrímskirkju undir stjórn
Friðriks S. Kristinssonar, Mótettukór
Hallgrímskirkju og Schola cantorum
undir stjórn Harðar Áskelssonar. Báðir
organistar kirkjunnar, Björn Steinar
Sólbergsson og Hörður Áskelsson, leika
aðventu- og jólatónlist á Klais-orgelið.
Aðgangur kr. 1.000 en ókeypis fyrir yngri
en 16 ára.
Berndsen & Valdimar
sódóma kl. 22
Hljómsveitin Berndsen & The Young
Boys, með rauðhærða ofurtöffarann
Davíð Berndsen í fararbroddi, leikur
synthapopp undir sterkum 80’s áhrifum.
Óhætt er að lofa líflegri sviðsframkomu
en ungu drengirnir veigra sér ekki við að
fækka fötum ef svo ber undir.
Hljómsveitin Valdimar hitar upp.
Tónlist sveitarinnar spannar allan tilfinn-
ingaskalann og eru blásturshljóðfæri
áberandi í lögum hennar.
sunnudagur 12. desember
Ástvaldur Zenki Traustason –
Hymnasýn
Fríkirkjan í Reykjavík kl. 17
Á efnisskránni eru aldagömul sálmalög
í bland við nýrri sálma. Sálmarnir hafa
verið færðir í nýjan búning þar sem
Ástvaldur Zenki opnar á þá nýja sýn og
fangar fegurðina sem felst í einfaldleika
þeirra og einlægni. Meðreiðarsveinar
eru Scott McLemore á trommur og Þor-
grímur Jónsson á bassa.
Aðgangur 1.500 kr.
Jóel Pálsson – HORN útgáfutónleikar
rosenberg kl. 21
Jóel Pálsson og félagar flytja tónlist af
glænýjum geisladiski Jóels - HORN.
dægurmál 93 Helgin 10.-12. desember 2010
Þú færð e-kortið í Arion banka.
Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins.
Viðskiptavinir e-kortsins fá samtals rúmlega
98 milljónir í endurgreiðslu í desember.
Hvernig greiðslu færð þú?
Alltaf í desember. Á hverju ári fá handhafar e-korta endurgreiðslu í beinhörðum
peningum. Sæktu um e-kort í næsta útibúi Arion banka eða á arionbanki.is