Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 87

Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 87
Brautryðjandaverk um íslenska sveppi. Nauðsynleg bók fyrir alla áhugamenn um sveppi og íslenska náttúru. Hin fræga draumabók Freuds. Allar draumaráðningabækur sem mark er á takandi eiga rætur að rekja til þessarar bókar. Grundvallarrit við draumaráðningar og sjálfskoðun. Lára Sjöfn er 13 ára unglingsstelpa sem tekst á við lífið eftir mikinn sorgarvetur. Hún flækist inn í dularfulla atburðarás og þarf að bregða sér í hlutverk leikara, spæjara og hetju til þess að leysa úr málunum. Hörkuspennandi saga handa börnum og unglingum. Kvikmyndin verður frumsýnd í febrúar 2011! SKRUDDA.IS Heildarsafn íslenskra tröllasagna úr íslenskum þjóðsagnaarfi. Öll íslensk tröll á einum stað. Glæsilegt þjóðsagnasafn. dægurmál 87 Helgin 10.-12. desember 2010 Þýska útgáfan BTB ætlar að veðja á krimmahöfundinn Ævar Örn Jós- epsson á næsta ári, að því er Kristján Kristjánsson, útgefandi hans hjá Uppheimum, segir. Að sögn Kristjáns ætlar þýska útgáfan að dreifa fimm þúsund eintökum af fjórðu bók Ævars Arnar, Sá yðar sem syndlaus er, í þýskar bókabúðir þegar hún kemur út í júlí á næsta ári undir nafninu Wer ohne Sünde ist. „Þetta er frábært fyrir Ævar Örn og sýnir að útgáfan ætlar að veðja á hann sem þeirra mann,“ segir Kristján. Áður hafa Svartir englar og Blóðberg komið út í Þýskalandi. Og það er ekki bara í Þýskalandi sem Ævar Örn vekur athygli. Á bóka- messunni í Frankfurt gekk Kristján frá samningi við hið virta franska forlag Gallimard um útgáfu á Svörtum englum fyrir franskan markað. Þar með bættist Frakkland í hóp með Dan- mörku, Svíþjóð og Hollandi varðandi útgáfu á Svörtum englum. -óhþ  bókmenntir Útrás Þýsk útgáfa veðjar á Ævar Örn BTB setur fimm þúsund kynningareintök af Sá yðar sem syndlaus er í þýskar bókabúðir á næsta ári. ... útgáfan ætlar að veðja á hann sem þeirra mann.“ Lj ós m yn d/ Fr ið þj óf ur H el ga so n Kristilegur mynddiskur Sunnudagaskólinn er kominn út á DVD- diskinum Dagurinn í dag sem er ætlaður börnum frá þriggja ára aldri og allt upp í tíu ára. Á diskinum eru fjórir þættir þar sem fjórar dæmisögur Jesú eru sagðar á líflegan hátt. Þá inniheldur diskurinn tutt- ugu sunnudaga- skólalög og barna- sálma. Þorleifur Einarsson, 21 árs leiklistarnemi, leikstýrir þátt- unum auk þess sem hann tók þá upp, klippti og gerði brúðurnar sem taka þátt í að miðla boðskapnum. Þorleifur skrifaði einnig handritið ásamt Guðna Má Harðarsyni, Eddu Möller og sóknarpresti í Lindakirkju. Aðalhlutverk leika Jóel Ingi Sæmundsson og Hafdís María Matsdóttir. Dagurinn í dag færir börnum Sunnudaga- skólann heim í stofu. Úlfar Finnbjörnsson og Sigríður Björk Bragadóttir eiga flestar upp- skriftirnar í bókinni. Þau eru hér ásamt Ólöfu Jakobínu Ernudóttur stílista. Afmæli fagnað með uppskriftabók Á næsta ári verða 30 ár liðin frá því að matartímaritið Gestgjafinn kom fyrst út og af því tilefni hefur ritstjórn blaðsins tekið saman vel yfir hundrað uppskriftir á bók sem er nýkomin út. „Gestgjafinn verður 30 ára á næsta ári og við ákváðum að taka smá forskot á sæluna og fagna áfanganum með þessari bók,“ segir Guðrún Hrund Sigurðardóttir sem ritstýrir Gestgjaf- anum ásamt Sólveigu Baldursdóttur. „Það hefði verið fullmikið verk að fara yfir öll blöð síðustu áratuga þannig að við völdum í bókina þær uppskriftir sem okkur finnst standa upp úr á síðustu tveimur árum eða svo.“ Úlfar Finnbjörnsson og Sigríður Björk Bragadóttir eiga heiðurinn af langflestum uppskriftunum í bókinni og ritstjórnin miðaði val sitt við það að uppskriftirnar væru einfaldar þannig að allir ættu að geta farið eftir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.