Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 54
54 viðhorf Helgin 10.-12. desember 2010
Í apríl 2008 bauð ríkið út tvo af átta þráðum NATO-ljósleiðarans og fékk Vodafone einn þráð til umráða. Vodafone hefur ekki enn
fengið aðgang að þræðinum. Nú hefur Míla
kært útboðið til ESA og var viðtal við Pál Á.
Jónsson, forstjóra Mílu, af því tilefni í síðasta
tölublaði Fréttatímans. Rétt er að gera athuga-
semdir við fullyrðingar Páls.
Í viðtalinu gerir Páll meðal annars að um-
talsefni að Vodafone sleppi „við allt sem kall-
ast kostnaður við lagningu, endurnýjun og
afskriftir sem hlaupi á hundruðum milljóna“.
Fróðlegt væri að fá upplýsingar frá Páli um
hversu stór hluti upprunalega NATO-ljósleiðar-
ans hefur verið endurnýjaður.
Kverkatak á fjarskiptum
Páll segir að það sé rugl að Vodafone þurfi að-
eins að greiða kostnað við reksturinn en ekki
hluta af uppbyggingunni. Á sama hátt má segja
að það sé rugl að Míla hafi kverkatak á fjar-
skiptum í landinu með yfirráðum yfir fimm
af átta ljósleiðaraþráðum NATO-ljósleiðarans
sem nær hringinn í kringum landið. Sú stað-
reynd sýnir að fyrirtækið hefur yfirburðastöðu
á fjarskiptamarkaði. Þessa stöðu nýtir fyrir-
tækið til að spyrna við allri samkeppni, sérstak-
lega í dreifbýli. Það hljómar því vægast sagt
hlálega þegar „Míla ... telur að með útboðinu
hafi ríkið skekkt samkeppnisstöðu á fjarskipta-
markaði alvarlega.“ Staðreyndin er sú að með
þessu var ríkið að laga samkeppnisstöðu á fjar-
skiptamarkaði, ekki að skekkja hana. Útboðið
„skekkti“ hins vegar einokunaraðstöðu Mílu
„alvarlega“.
Míla hefur þráast við að afhenda Vodafone
þann þráð í NATO-leiðaranum sem fyrirtæk-
inu ber en þar hefur Míla barist um á hæl og
hnakka og beitt öllum brögðum til að tefja af-
hendingu hans. Þar hefur Míla sýnt sitt rétta
einokunarandlit. Þegar Míla gat ekki lengur
komið í veg fyrir afhendingu þráðarsins til
Vodafone sendi fyrirtækið kæru til ESA til
að reyna að tefja enn frekar fyrir afhendingu
hans.
Reynsla Öræfinga
Síðastliðið sumar tók Fjarskiptafélag Öræfinga
(FÖ) í notkun fullkomið (1 Gbits) ljósleiðara-
kerfi. Í undirbúningi þess höfðu fulltrúar FÖ
samband við Símann og Vodafone til að kanna
hvort fyrirtækin væru reiðubúin að þjónusta
íbúa þessarar fyrrum afskekktustu sveitar
landsins. Ítrekað var reynt að hafa samband
við Símann og fá fund, án ár-
angurs. Viðtökur Vodafone voru
hins vegar þær að fyrirtækið tók
þetta litla fjarskiptafélag undir
sinn verndarvæng og þjónustar
nú íbúa Öræfa og hluta Suður-
sveitar á sömu kjörum og með
sömu gæðum og íbúum býðst á
höfuðborgarsvæðinu.
Í ljósi þessa er því hægt að
vísa þeim orðum Páls heim til
föðurhúsa að Vodafone geti
„... valið úr þau landsvæði sem
skila mestum tekjum“. Reynsla Öræfinga er
sú að Vodafone er reiðubúið að veita góða þjón-
ustu þegar eftir henni er leitað, hvort sem við-
komandi landsvæði skilar miklum tekjum eða
litlum (þess skal getið að tengd hús á svæði
FÖ eru 45 talsins). Ef stuðningur Vodafone við
Öræfinga hefði ekki komið til er ekki víst að
ljósleiðarakerfi Öræfinga hefði orðið að veru-
leika.
Míla spyrnir við fótum
Í stað þess að nýta sér yfirburðastöðu á mark-
aði og bjóða bestu þjónustu sem völ er á til hags-
bóta fyrir viðskiptavini fyrirtækisins spyrnir
Míla við fótum hvar sem hún
getur til að drepa samkeppni
og vera dragbítur á framfarir
í fjarskiptum, að minnsta kosti
í dreifbýli. Fyrirtækið lítur á
ljósleiðarakerfi sitt sem heilaga
kú sem enginn megi snerta eða
komast inn á. Dæmi eru um að
einstaklingar á landsbyggðinni
hafi verið reiðubúnir að leggja
ljósleiðara á eigin kostnað heim
að húsum sínum og óskað eftir
því að tengjast ljósleiðarakerfi
Mílu. Í stað þess að verða við þessum sjálf-
sögðu óskum hefur Míla hafnað slíkum beiðn-
um. Íbúum í dreifbýli er nauðsynlegra að hafa
aðgang að fullkomnum fjarskiptum en íbúum
í þéttbýli. Í stað þess að barma sér undan sam-
keppni Vodafone ætti Míla að einbeita sér að
því að leggja ljósleiðara í öll hús í dreifbýli þar
sem því er ekki þegar lokið.
Í ljósi kæru Mílu til ESA tel ég rétt að Voda-
fone kæri Mílu til samkeppnisyfirvalda og til
ESA fyrir að hagnýta sér einokunaraðstöðu
og yfirburði á markaði og koma þannig í veg
fyrir eðlilega samkeppni (og raunar einnig
framþróun) á fjarskiptamarkaði.
Ingólfur Bruun
hugmyndasmiður
Fjarskiptafélags Öræfinga
Um kæru Mílu til ESA vegna útboðs ríkisins á ljósleiðaraþráðum í eigu NATO
Barist um á hæl og hnakka
Vertu með!
Þú getur komið
með þína gjöf
í útibú okkar og
við komum henni
til skila svo allir
geti haldið
gleðileg jól.
Starfsfólk Íslandsbanka
safnar gjöfum fyrir
Jólaaðstoð
Hjálparstarfs kirkjunnar,
Mæðrastyrksnefndar,
Rauða krossins í Reykjavík
og Hjálpræðishersins.
Söfnum jólagjöfum
fyrir Jólaaðstoðina
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
1
0
-
1
9
6
3