Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 82
82 tíska Helgin 10.-12. desember 2010
Mánudagur
Skór: GS skór
Buxur: Kultur
Bolur: Sautján
Jakki: Centrum
Armband: Frakkland
Hringur: Sautján
Þriðjudagur
Buxur: Sautján
skór: GS skór
Jakki: Sautján
Bolur: Sautján
Miðvikudagur
Skór: GS skór
Buxur: Sautján
jakki: H&M
Loð: Sautján
Arrogant Cat er draumabúðin
Guðlaug Elísa Einarsdóttir, eða Gulla eins og hún er kölluð, er 28 ára og hefur
mikinn áhuga á fötum og lestri og finnst ekkert betra en að verja tíma með fjöl-
skyldu og vinum.
„Mér finnst ég ekki hafa neinn ákveðinn stíl. Yfirleitt fer ég í það sem mér finnst
flott og þægilegt. Erfitt að afmarka hann,“ segir Gulla eftir umhugsun. „Ég skoða
mikið tískublöð og fæ mikinn innblástur þaðan. Reyni alltaf að komast í nýjasta
Vogue eða Cosmopolitan. Svo er fatasíðan lookbook.nu alltaf áhugaverð. Fólk
alls staðar úr heiminum hendir myndum af fatnaði dagsins þangað inn.“ Fatn-
aður hennar kemur alls staðar að og hún hefur greinilega mikið vit á tísku. „Ég
versla svona helst í Gallerí Sautján, Cultur, Aftur og H&M þegar færi gefst á. Svo
er draumabúðin mín Arrogant Cat í London. Væri til í að eiga alla verslunina.“
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Ljósabekkja
stofur fara
seint á hausinn
Ég horfi í spegilinn og finnst eitthvað vanta.
Þreytan leynir sér ekki í augunum en það virðist
ekki vera vandamálið. Pottþétt ekki. Heillengi
stend ég í sömu sporum og reyni að átta mig á
aðstæðunum. Ég strýk í gegnum hárið. Og þá
kviknar á perunni. Það er kominn desember og
sólin hefur ekki sést í margar vikur. Fölvinn.
Það sem einkennir húðlit okkar, sérstaklega á
þessum tíma árs, er fölvinn. Sólin nær ekki eins
mikið til okkar og óskandi væri og við bíðum í
örvæntingu eftir sumrinu. Smá alhæfing. Við
höfum mismiklar áhyggjur af þessu. Sumir kunna
betur við sig föla og njóta þeirrar tilhugsunar að
sleppa við hrukkurnar næstu árin. Aðrir bíða í
örvæntingu eftir sólinni, sem ætti helst að skína
allan sólarhringinn, og gera sér ef til vill ferð á
ljósabekkjastofurnar nokkrum sinnum í mánuði.
Stytta aðeins biðina og fá smá lit í kinnarnar – eða
ekki. Stunda þetta af kappi þar til roðinn í kinn-
unum er löngu horfinn og súkkulaðibrúnn líkam-
inn tilbúinn að takast á við veturinn. Það er sama
hvaða forvarnir eru notaðar gegn þessari notkun:
hræðslan við krabbamein, hættulegu geislana eða
aðra leiðinlega fylgikvilla dugar ekki til. Ljósa-
bekkjastofurnar munu seint fara á hausinn.
Við gætum alveg eins kallað þetta vandamál hjá
sumum. Tanorexia. Hópur af fólki er háður brúna
litnum. Annars er þetta kannski yfirleitt þörfin
fyrir að líta vel út. Flestir telja það hraustlegra og
fallegra að hafa smá lit í andlitinu. Þá er kannski
rétta leiðin að nota brúnkukrem. Úrvalið er orðið
svo mikið af þessum kremum að það ætti ekki
að vera flókið að verða sér úti um slíkt. Mæli ein-
dregið með notkun þeirra og takmarkaðri notkun
ljósabekkja.
Naglalakk fyrir hátíðarnar
Deborah Lippmann er meðal
þekktustu og færustu nagla-
fræðinga um þessar mundir og
hefur meðal annars unnið með
stærstu tískutímaritum heims á
borð við Vogue, InStyle og Vanity
Fair. Um langt skeið hefur hún
framleitt naglalakkslínu
sem ber sama nafn og
hún sjálf og er þetta
bæði frumlegt og flott
naglalakk. Stöðugt berast
ný afbrigði frá henni en það
allra nýjasta er alveg einstakt.
Í lok nóvember kynnti hún nýtt
gulllakk á markað sem inniheldur
24 karata gullryk. Naglalakk sem
hannað er fyrir hátíðarnar.
Hin kynþokkafulla Dita
Von Teese lætur sig dreyma
um margt. Á óskalistanum
hennar í ár er að fá að hanna
sína eigin snyrtivörulínu. Í
kjölfar þess væri hún til í að
gefa út bók með ábendingum
um fegurð. Henni finnst vanta
fyrir konur útskýringar á því
hvernig eigi að snyrta sig og
fegra. Hún er tilbúin að ganga
enn lengra og blanda sína
eigin ilmvatnslykt. Heimurinn
þarf að búa sig undir gyðjuna.
Nafn hennar verður brátt
ógleymanlegt.
Blómvöndur á hendi
Flóra er nafnið á hringum sem sækja
form sitt í íslenska náttúru en form
þeirra eru hvönn, baldursbrá og reynir.
Hringana má bera staka eða jafnvel raða
nokkrum saman og mynda blómvönd á
hendi. Efniviðurinn er náttúrulegur en
hringarnir eru unnir úr þremur tegundum
af sérgerðum krossviði, mahóní, hnotu
og birki. Verkefnið á uppruna sinn í
námskeiði við Listaháskóla Íslands en
hönnuður hringanna, Bylgja Svans-
dóttir, útskrifaðist af vöruhönnunar-
braut síðastliðið vor. Hringarnir fást í
SPARK design space á Klapparstíg 33 og
verðið á þeim er 2.900 krónur.
Þar er opið alla daga, nema
sunnudaga, kl. 10-18.
Dita í snyrtivörurnar
Fimmtudagur
Skór: GS skór
Leggings: Aftur
Kjóll: Monki
Föstudagur
Skór: GS skór
Pels: Sautján
Buxur: Kultur
5
dagar
dress
Allt að
40%
afsláttur á haust
og vetarlistanum.
Útsala
Jólafötin á frábæru verði.