Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 2
Hörkuspennandi
„Þokan er rosalega
spennandi. Maður gat varla
litið upp úr bókinni
meðan á lestri stóð.“
María Gústavsdóttir, 14 ára
Verðlauna-
höfundurinn
Þorgrímur Þráinsson
í essinu sínu!
BarnaBækur, 5. desemBer
Félag íslenskra bókaútgeFenda
2.
sæti
2.
prentun
komin
Björgóflur fékk tæpa þrjá
milljarða frá Glitni án veða
2,6
milljarðar
Lán frá Glittni til
Björgólfs Guð-
mundssonar án
nokkurra veða.
Sprotafyrirtæki ÖryggiSmál
Þjálfar býflugur
til sprengjuleitar
Guðbjörg Inga Aradóttir, íslenskur líffræðingur, vinnur hjá sprotafyrirtækinu Inscentinel við að þjálfa
býflugur í sprengjuleit. Þær eru eins og hundar í bandi við að læra að þekkja lyktina af sprengiefnum.
Þ etta er alveg gríðarlega skemmtilegt starf,“ segir Guð-björg Inga Aradóttir, doktor í líf-
fræði, sem vinnur við að þjálfa býflugur
í sprengjuleit.
Guðbjörg Inga eða Gia, eins og Bret-
arnir sem geta ekki borið fram Guð-
björg kalla hana, hefur þjálfað býflugur
undanfarna sjö mánuði hjá fyrirtækinu
Inscentinel. „Ég þekkti fólkið sem
stofnaði þetta sprotafyrirtæki og sótti
um því mér fannst þetta spennandi,“
segir Guðbjörg.
Hún hefur búið í Englandi frá því
hún lauk námi í líffræði við Háskóla
Íslands. Hún tók masterspróf í líffræði
við Royal Holloway og fékk upp úr því
vinnu við Natural History Museum
í London, þar sem hún vann á skor-
dýradeildinni við að rannsaka bjöllur
af öllum stærðum og gerðum. Þaðan
fór hún á Rothamsted Research, sem
er rannsóknarstöð landbúnaðar í Eng-
landi, og stundaði þar doktorsnám í líf-
fræði í samvinnu við Imperial College í
London. Þar vann hún við að rannsaka
blaðlýs sem nærast á trjám sem ætluð
eru til að framleiða orku. Blaðlýsnar
geta dregið úr vexti trjáa og er því
mikilvægt að stemma stigu við þeim.
Guðbjörg Inga sækir ekki beint í
störf sem við Íslendingar eigum að
venjast. „Það eru ekki margir sem
vinna sem skordýrafræðingar,“ segir
hún hlæjandi. Guðbjörg segist vera
efnavistfræðingur og hennar helsta
sérsvið er að skoða hegðun skor-
dýra og hvernig þau nota lyktarskyn
sitt til að finna mat og maka. „Þetta
nýtist vel við þjálfun býflugnanna. Við
notum sömu tækni og Pavlov notaði á
hundana sína. Í hvert skipti sem hann
hringdi bjöllu gaf hann hundunum
mat. Eftir nokkrar endurtekningar
tengdu hundarnir áreitið við mat og
byrjuðu að slefa um leið og þeir heyrðu
í bjöllunni. Í okkar tilfelli notum við
náttúrlega hegðun býflugna, sem hafa
háþróað lyktarskyn, til að kenna þeim
að þekkja lykt af efnum sem notuð eru
í sprengjur. Við blásum lykt af þessum
efnum yfir fálmara flugnanna og í
kjölfarið gefum við þeim sykurvatn.
Eftir nokkur skipti taka flugurnar við
sér og stinga út tungunni um leið og
þær finna lyktina af efnunum,“ segir
Guðbjörg.
Það er ekki einfalt að láta býflugur
vera kyrrar og lykta af spengiefni. „Við
erum með þær í sérstökum höldurum
sem eru minni en eldspýtustokkar.
Þegar búið er að þjálfa býflugurnar
eru þær settar inn í tæki sem er svipað
að stærð og handryksuga, svo það er
engin hætta á að þær sleppi. Við setjum
þær síðan aftur í býflugnabúin þar sem
þær lifa góðu lífi eftir að hafa unnið
gott starf.“
Guðbjörg er með nokkur býflugnabú
innandyra í stórum búrum og eru tug-
þúsundir býflugna tilbúnar í þjálfun.
Hún hefur tröllatrú á því að býflugur
muni starfa við sprengjuleit í nánustu
framtíð. „Þetta gengur vel. Tæknin er
enn á þróunarstigi en menn binda vonir
við að innan tveggja ára verði hægt að
nota þessa tækni til að mynda á flug-
völlum við leit að sprengjum eða jafnvel
á stríðssvæðum,“ segir Guðbjörg Inga.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Guðbjörg inga
skemmtir sér
konunglega
við að þjálfa
býflugur til
sprengjuleitar.
Býflugurnar komast ekki
langt í þjálfuninni.
Við blásum
lykt af þess-
um efnum
yfir fálmara
flugnanna
og í kjölfarið
gefum við
þeim sykur-
vatn.
„Hún er ennþá fjarræn eftir svæf-
inguna og ekki alveg komin til
baka en mér skilst af læknum að
það sé eðlilegt fyrir þá sem hafa
fengið svo mikið af lyfjum,“ segir
María Egilsdóttir, móðir Helgu
Sigríðar Sigurðardóttur sem var
flutt heim með sjúkraflugvél frá
Gautaborg í gær og dvelur nú á
Landspítalanum.
Helga Sigríður, sem er tólf
ára, hneig niður í búningsklefa
í skólasundi á Akureyri 24.
nóvember síðastliðinn vegna
hjartaáfalls. Við rannsóknir kom
í ljós að um alvarlega kransæða-
stíflu var að ræða. Haft var eftir
Hróðmari Helgasyni hjartalækni
í sjónvarpsfréttum að slíkt væri
afar fátítt hjá svo ungum ein-
staklingi.
Helga Sigríður var flutt með
hraði á Landspítalann og þaðan
til Gautaborgar í mikilli lífshættu
því talið var að hún þyrfti nýtt
hjarta. Eftir mikið óvissuástand
breyttist líðan hennar til batn-
aðar, hjarta og lungu komu til svo
ekki kom til líffæraskipta. For-
eldrar stúlkunnar hafa dvalið hjá
henni ytra.
María segir að Helga Sigríður
sé ósköp lúin og orkulaus og
þurfi því að styrkja sig en allt líti
vel út með líffæri hennar. Það
geti hins vegar tekið marga daga
að ná lyfjunum úr líkama hennar.
Eins og Fréttatíminn greindi
frá á föstudaginn var hefur verið
stofnaður söfnunarreikningur
fyrir Helgu Sigríði og fjölskyldu
hennar. Hægt er að leggja inn
á reikning Maríu Egilsdóttur
0565–26–110378, kennitala
180470–3449.
Sjúkraflug Helga Sigríður komin Heim
Allt lítur vel út með líffæri hennar
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Helga Sigríður Sigurðardóttir
var flutt heim með sjúkra-
flugi flugfélagsins Ernis frá
Gautaborg í gær.
Í skýrslu franska fyrirtækisins Cofisys um Glitni, sem
unnin var fyrir embætti sérstaks saksóknara og
Fréttatíminn hefur undir höndum, er gerð athugasemd
við lánveitingar bankans til Björgólfs Guðmundssonar,
formanns bankaráðs og annars af stærstu eigendum
Landsbankans, í maí 2007. Björgólfur fékk lánaða 21
milljón punda eða um 2,6 milljarða á gengi þess tíma, að
því er virðist án nokkurra trygginga eða veða. lánið var
til tveggja mánaða en virðist hafa verið framlengt sex
sinnum. Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota og Glitnir
hefur gert 5,4 milljarða kröfu í þrotabú hans. -óhþ
Glitnir og landsbankinn
gjaldþrota 2007
Það er sameiginleg niðurstaða norska
fyrirtækisins lynx
Advokatfirma, sem
vann skýrslu um
Landsbankann,
og franska fyrir-
tækisins Cofisys,
sem vann skýrslu
um Glitni fyrir
embætti sérstaks
saksóknara, að báðir bankarnir hafi í raun
verið gjaldþrota í árslok 2007. Það hefði
komið í ljós ef endurskoðendur, sem í
báðum tilvikum voru PwC, hefðu farið rétt
að við endurskoðun ársreikninga. Þetta
kemur fram í skýrslum fyrirtækjanna um
bankana sem Fréttatíminn hefur undir
höndum. Hvorugur bankanna færði nógu
mikið af lánum áhættusamra viðskiptavina
sinna niður í ársreikningi, falin eign á eigin
bréfum hefði átt að lækka eigið fé þeirra
og hvorugur bankinn skilgreindi tengda
aðila rétt, sem hefðu þá farið yfir löglegar
áhættuskuldbindingar bankanna gagnvart
einstökum aðila. -óhþ
Eigendur pressuðu
á Sigurjón um lán
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi banka-
stjóri Landsbankans, kvartaði yfir því við
starfsmenn endurskoðendafyrirtækisins
PwC, sem voru endurskoðendur Lands-
bankans, að eigendur bankans pressuðu
mjög á hann um að fá lán til handa sjálfum
sér. Hann bætti því þó við að þetta hefði
ekki áhrif á starfsemi bankans. Þetta
stangast á við orð Björgólfs Thors
Björgólfssonar, annars aðaleiganda
bankans, sem hefur ítrekað lýst því
yfir að hann hafi aldrei skipt sér af
nokkrum hlut í bankanum. Upp-
lýsingar um þetta er að finna í skýrslu
norska fyrirtækisins lynx advokat-
firma um Landsbankann sem unnin
var fyrir embætti sérstaks saksóknara og
Fréttatíminn hefur undir höndum. -óhþ
Knattspyrnukappi
vann Kaupþing
Knattspyrnukappinn fyrrverandi, Ríkharð-
ur Daðason, vann í gær dómsmál gegn
Kaupþingi sem neyðist til að viðurkenna
kröfu hans upp á rúma 21 milljón sem
forgangskröfu í bú bankans. Deilan snerist
um það hvort munnlegur samningur rík-
harðs við Ingvar Vilhjálmsson, yfirmann
hans á markaðsviðskiptasviði bankans,
um 2,4 milljóna króna lágmarkslaun á
mánuði hefði eingöngu gilt fyrir árið 2007
en ekki árið 2008, líkt og bankinn hélt
fram. Héraðsdómur komst að þeirri niður-
stöðu að ekki yrði séð að hinn munnlegi
samningur væri tímabundinn og því verður
krafa ríkharðs um vangoldin laun á árinu
2008 forgangskrafa í búið. -óhþ
GLITNIR BANKI hf
INVESTIGATION INTO THE ACCOUNTS A
ND THE AUDITOR’S FILES
REPORT TO THE SPECIAL PROSECUTOR
November 2010
GLITNIR BANKI hf
INVESTIGATION INTO THE ACCOUNTS A
ND THE AUDITOR’S FILES
REPORT TO THE SPECIAL PROSECUTOR
November 2010
GLITNIR BANKI hf
INVESTIGATION INTO THE ACCOUNTS A
ND THE AUDITOR’S FILES
REPORT TO THE SPECIAL PROSECUTOR
November 2010
2 fréttir Helgin 10.-12. desember 2010