Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 31
Fantagóð saga úr íslensku sjávarplássi þar sem lífið virðist við fyrstu sýn ganga sinn vanagang. En undir yfirborðinu ólgar allt af ástríðum og átökum um eignir, völd og hjörtu mannanna. Heillandi bók eftir Ólaf Hauk Símonarson. SKRUDDA.IS Einstök mynd úr íslensku sjávarþorpi. Míkrókosmos sem manni finnst maður þekkja. Bók sem þú leggur ekki frá þér. – Sigurður G. Tómasson, ÍNN Stíll Ólafs er léttleikandi, flæðið gott og hann skiptir á milli kersknislegra athugasemda og alvarlegri undirtóns með hægð. – Arnar Eggert Thoroddsen, Mbl. Ómældur fróðleikur um nærri 400 skála á Íslandi. Frábær leiðarvísir um landið og nauðsynleg öllum sem vilja þekkja Ísland. Greinargóðar leiðarlýsingar eru að skálunum og víða er sagt frá náttúruperlum í nágrenni þeirra. Sérlega gagnleg handbók fyrir alla þá sem ferðast um fjöll og firnindi, göngugarpa, hestamenn og ökuþóra. ... framtak Jóns G. er frábært og ljóst að ekki er kastað til höndum við verkið. ... óneitanlega mikill fengur fyrir ferðalanga þegar óbyggðirnar kalla. – Kristján Hrafn Guðmundsson, DV feluleikurinn. Við áttum ekki pen- inga og leituðum til Ráðgjafarstofu heimilanna. Ábyrgðin á fjármálun- um voru í mínum höndum en hann vann. Við áttum að skammta okkur peninga í mat og ég fór að fela kvitt- anir, henda þeim og umbúðum svo að át mitt kæmist ekki upp,“ segir hún „Við buðum fólki í mat. Í boði var kjúklingur og ég horfði á vin minn naga af beinum og henda frá sér hálfétnum. Ég fór í ruslatunnuna til að bjarga þessum leifum og át. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað var að gerast, enda hamaðist ég í ræktinni og fór á fastandi maga – fór svo heim aftur og borðaði með góðri samvisku. Ég át þvílíkt. Þetta var fyrir svona sex árum.“ Þegar slitnaði upp úr sambandinu átti hún það til að elda 500 g nauta- steik fyrir sig eina með ekta berna- issósu, kartöflum, gúmmulaði „og sat ein í minni gæðastund. Enginn vissi og ég borðaði yfir tómleikan- um og einmanaleikanum. Ég átti alltaf tveggja lítra kók í ísskápnum. Drakk það í lítravís.“ Í huga hennar hafði lausnin fram að því alltaf verið í vendipunktum. Allt myndi lagast þegar hún losnaði úr sambandinu og allt myndi lagast þegar hún kynntist hinum fullkomna manni. „Svo kynntist ég eiginmanni mín- um í gegnum tólf spora samtökin [fyrir aðstandendur áfengissjúk- linga]. Ég hefði örugglega aldrei valið hann nema vegna þess að ég var búin að bæta sjálfsmyndina þótt ég hefði ekki enn náð stjórn á mat- aræðinu. Hann var í hjálparsveit, gekk á Akrafjall einu sinni í viku, átti mótorhjól – mikill útivistarmað- ur. Ég hefði aldrei litið við honum hér áður, því hann var ekki í neinni dramatík. Áður fann ég öryggi í til- finningaróti kærastanna, gat hjálp- að þeim og þurfti ekki að horfa á mig. Fyrrum sambýlismaður minn átti til dæmis ekki fjölskyldu – þar kom ég sterk inn, ætlaði að vera fjöl- skylda hans og bjarga lífi hans, sem ég gat ekki.“ Nærðist á ástinni og féll Í nýju sambandi grenntist Lára. „Ég lifði á ástinni. Við kynntumst í vetrarlok og sumarið var æðislegt en um jólin, þegar við vorum búin að vera saman í sex mánuði og hann búinn að kynnast mér, helltist óör- yggið yfir mig. Ég sá þar þó að ég færi nú ekki að flýja – hann elskaði mig, þótt hann hefði kynnst mér, og matarfíknin fór að tikka aftur inn.“ Hún fékk ostakörfu þá um jólin og sat þrútin eftir jólamatinn við át á afgöngum og ostum og fór út til að viðra hundinn til að friða sam- viskuna þegar vinnufélagar manns- ins hennar buðu þeim í mat. „Hann mátti alls ekki vita hvað ég hefði gúffað í mig um morguninn. Ég fór því í grillveisluna og borðaði ennþá meira – eins og ég hefði ekki borðað neitt þann daginn. Ég fór í vinnuna og leið illa og fór með puttann nið- ur í kok og ældi og fann svakalega vellíðunartilfinningu og varð ég heltekin ótta. Þessi jól fyrir þremur árum, sem áttu að vera þau bestu; komin með fullkominn mann, íbúð og úr skuldavanda fortíðarinnar, urðu þau ömurlegustu. Allt var í lagi, en ég hafði enga stjórn á mat- aræðinu. Þarna fór ég að hugsa að ég yrði að gera eitthvað í mínum málum,“ segir Lára. „Ég vissi af fyrri reynslu af tólf spora samtökum að þau virkuðu og trúði á að þau gætu hjálpað mér. Í byrjun janúar fyrir þremur árum fór ég því í samtök fyrir matarfíkla.“ Veröld hennar hrundi þó þegar viðurkenningin sem hún hafði alltaf óskað frá föður sínum var í höfn. „Ég var alltaf að reyna að knýja frá hon- um eitthvað sem hann gat ekki veitt mér,“ segir hún. Við and- lát föðurbróður síns hafi hann sóst eftir því að hafa hana með sér á kistulagninguna. „Hann sagði ekk- ert og grét ekki en tók í hönd mína og ég áttaði mig á að þarna hefði ég fengið viðurkenninguna sem ég alltaf þráði. Veröld mín hrundi. Ég höndlaði hana engan veginn og átið jókst. Við matarborðið skófl- aði ég hálfum kjúklingi á diskinn – og meðlæti með. Maðurinn minn spurði kurteislega: „Ég sé ekki eftir matnum en gerir þú þér grein fyr- ir því að matarskammtarnir duga ekki fyrir fjölskylduna eins og þeir gerðu?“ Ég hvæsti, en sá þarna að það dugði mér ekki að setja einu sinni á diskinn. Ég fór því að for- dæmi frænku minnar og vigtaði og mældi allan mat ofan í mig.“ Lára segir að á fyrsta fundi sínum hjá nýjum tólf spora samtökum hafi hún hitt fyrir grannt fólk. „Þarna heyrði ég fólk segja mér að það væri búið að missa 70-60-50 kíló. Það gaf mér von um að til væri lausn á þessari vanlíðan minni,“ segir hún. „Auðvitað fór ég þarna fyrst inn til að grennast en í dag er það bónus- inn því andlega líðanin er svo miklu betri. Ég gæti alveg sæst á 100 kg, liði mér eins og mér líður nú og ég lært að þekkja tilfinningarnar sem kalla fram löngun í kökur og súkk- ulaði.“ Auk þess að vera löngu hætt að reykja hefur Lára nú verið án þunglyndislyfja í rúm sex ár. Hún horfir fram á bjarta tíma. „Ég er löngu hætt að flýja því ég hef lært að vandinn fylgir mér. Ég er komin í kjörþyngd og ætla að halda mér þar. Púkinn á öxlinni á mér má ekki segja mér að ég geti tekist á við vandann ein og óstudd. Ég þarf að vera vakandi og má aldrei gleyma að ég er matarfíkill.“ -gag Lára Bryndís með eiginmanni sínum Braga Þór í mars 2007 (til vinstri) og rétt fyrir jól 2006 (til hægri). úttekt 31 Helgin 10.-12. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.