Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 36
þeim samanburði gátu listir og bók- menntir virst óttalegt bruðl. En þá er gott að horfa til þess hvað forfeð- ur okkar og -mæður lögðu á sig til að varðveita og efla íslenskan bók- menntaarf. Hugsaðu þér eitt lítið dæmi: Sautjánda öldin var sjálfsagt einhver skelfilegasta öldin í sögu Ís- lands, þar sem það eitt að lifa af var afrek. Samt tóku þrír prestar á Vest- fjörðum, óvitandi hver af öðrum, sig til og bjuggu til basknesk-íslenska orðalista til að geta átt samskipti við hvalveiðimenn af þessum slóðum. Og þessi lúðu kver eru fyrstu bask- nesku orðabækurnar í veröldinni, einstæðar heimildir um torskilið tungumál. Þá held ég að við ættum ekki að vorkenna okkur að halda úti bókmenningu á 21. öldinni, heldur horfa til hennar með stolti.“ Er þetta ekki merki um ástæðu- lausan skort á sjálfstrausti í menn- ingargeiranum? Skýrsla sem birtist í síðustu viku sýnir að skapandi grein- ar velta meira á ársvísu en landbún- aður og fiskveiðar samanlagt. Kom það þér á óvart? „Nei, það get ég ekki sagt. Rann- sóknir sem Ágúst Einarsson gerði fyrir nokkrum árum, og náðu aðal- lega til tónlistar, bentu strax ein- dregið í þessa átt; að hlutur svo- nefndra skapandi greina – ég held nú reyndar að byggingarvinna og fiskvinnsla geti líka verið skap- andi – í íslensku hagkerfi sé miklu stærri en almennt var talið. Það er engin ástæða fyrir fólk í þessum greinum til að fara með veggjum og við sjáum þetta líka allt í kring- um okkur: Aðsókn að leikhúsum eykst, bókamarkaður dafnar – eftir allt sem á undan er gengið leitar fólk að varanlegum verðmætum, og finnur þau ekki síst í menningu og listum. Íslendingar hafa reyndar alla tíð haft tröllatrú á bókmenntum og prentverki. Fyrsta árið eftir að þeir settust að við Winnipeg-vatn, Vesturfararnir, dó næstum helm- ingur þeirra úr kulda og vosbúð, annað árið herjaði skelfileg pest á þá en þriðja árið keyptu þeir sér prentvél svo þeir gætu farið að tjá sig – og rífast! – á prenti. Bóklausir gátu Íslendingar ekki verið. Og þá þarf ekki að koma á óvart að skap- andi greinar séu stór hagfræðilegur þáttur, þegar við prentverkið bæt- ist allt annað skapandi starf, frá tó- vinnu eða tölvuleikjasmíði.“ Útflutningstekjur af sölu á höf- undarrétti hærri en framlag ríkisins Er hægt að slá svona efnahagslegum mælikvarða á mögulegan ávinning Íslands af Frankfurtarmessunni? „Það er hægt, ef menn vilja. Ég held til dæmis að beinar útflutnings- tekjur af sölu Íslendinga á höfundar- rétti á ári, bara á bókmenntasviðinu, séu hærri en allt framlag ríkisins til messunnar. En mikilvægasti mæli- kvarðinn er ekki sá peningalegi; hér er verið að kynna annars kon- ar verðmæti. Hvað sem líður kost- um og göllum svona bókasýninga, þá erum við einfaldlega að ganga fram á alþjóðavettvangi bókaútgáfu, kynna okkur og efna til samræðna. Það er ekki stöðugt spurt hvaða efnahagslegur ávinningur er af þátt- töku íslenska handboltalandsliðsins á HM, og hvað það kostar – okkur finnst það einfaldlega sjálfsagt, af því við eigum þar heima. Íslensk- ar bókmenntir eru og eiga að vera hluti heimsbókmenntanna, og það getur meðal annars birst í þessari þátttöku.“ Þátttakendalistinn í Frankfurt er nánast eins og upptalning á löndum Sameinuðu þjóðanna. Nú í haust voru fulltrúar 111 þjóða með sýning- arbás á messunni. Væntanlega hefur ekki áður gefist viðlíka tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir? „Nei, það held ég varla. Á engri messu í heiminum er sýslað jafn mikið með höfundarrétt og út- gáfu og þessari, og hún opnar ekki bara dyr til Þýskalands, heldur líka margra annarra landa. Fjölmiðla- umfjöllunin er ótrúleg; í Þýskalandi einu má gera ráð fyrir þúsundum blaðagreina, útvarps- og sjónvarps- þátta, og alþjóðlega pressan gef- ur þessu líka gaum. Frankfurt er mikilvægasta bókasýning heims og við fáum þetta tækifæri einu sinni, þannig er það bara. En auðvitað eiga íslenskar bókmenntir mörg önnur færi og þýðingar geta ferðast eftir ótal krókaleiðum. Frankfurt er ætlað að opna dyr, ekki loka þeim.“ Og hvernig á að nýta þetta dauða- færi? „Við eigum að nýta þetta eins og hægt er gagnvart þýskum bókafor- lögum en líka gagnvart alþjóðlega bókamarkaðnum; efla þýðingar- starf á öllum sviðum. Heiðursgest- urinn hefur reyndar víðara hlut- verk. Það verða haldnar stórar myndlistarsýningar í tengslum við bókasýninguna, tónleikar, ráð- stefnur og málþing – hingað kem- Bókasýningin í Frankfurt 2010 í tölum Fjöldi sýnenda 7.539 Þar af frá Þýskalandi 3.315 Önnur lönd 4.224 Næststærsta landið Bretland með 733 sýnendur Fjöldi þátttökulanda 111 Sýningarsvæði 171.790 m2 (hátt í þreföld stærð Smáralindar) Fjöldi gesta 290.460 Fjöldi blaðamanna um 10.000 „Í Þýskalandi einu má gera ráð fyrir þúsundum blaðagreina, útvarps- og sjónvarpsþátta.“ Helgin 10.-12. desember 2010 Lúxus-íspinnar 3 x 120ml 298 kr. Vanillu ís-stangir 12 x 60ml 398 kr. Vanillu ístoppar 8 x 120ml 498 kr. Góður ís á frábæru verði í Bónus BÝÐUR BETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.