Fréttatíminn - 10.12.2010, Blaðsíða 23
Hvernig líður starfsfólkinu
þínu í vinnunni?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Virðing
Réttlæti
Öll fyrirtæki geta tekið þátt í könnun VR, Fyrirtæki ársins. Stjórnendur þeirra geta svo
nýtt sér niðurstöðurnar og fengið skýra mynd af aðbúnaði og ánægju starfsfólksins.
Þessar upplýsingar koma sér vel í daglegum rekstri. Það er því allra hagur að sem flestir
segi hvað þeim finnst.
Hvetjum samstarfsfólk okkar til að taka þátt í könnuninni!
Athugið að skila þarf inn þátttökulistum í síðasta lagi 6. janúar 2011. Allar nánari
upplýsingar fást á heimasíðu VR, www.vr.is, eða með því að senda póst á vr@vr.is
Fyrirtæki ársins
2011
sérhæfði sig í fjárfestingum í
tískugeiranum.
Á þessum tíma kom hún að
fjölbreyttum verkefnum með
mörgum af þekktustu hönnuðum
New York og Bandaríkjanna. Þar
á meðal voru Matthew William-
son, Rachel Roy, Waris Ahlu-
walia frá skartgripafyrirtækinu
House of Waris og tónlistar-
manninum Andre Benjamin úr
Outkast þegar hann var að undir-
búa eigin fatalínu.
„Ég vann líka að ýmsum
smærri verkefnum med öðrum
fata-, skartgripa- og töskufyrir-
tækjum,“ segir Áslaug en í gegn-
um þessa vinnu byggði hún upp
öflugt tengslanet í tískuheimi
New York, þar á meðal kynnt-
ist hún samstarfskonu sinni í
Moda Operandi, Lauren Santo
Domingo, sem vinnur fyrir
bandarísku útgáfuna af tímarit-
inu Vogue.
Spurð hvernig það kom til að
hún ákvað að stofna eigið fyrir-
tæki, segir Áslaug að hún hafi
fengið hugmyndina fyrir um það
bil ári.
„Eftir því sem tíminn leið varð
ég spenntari og spenntari fyrir
henni. Það sérhæfir sig enginn
annar í að selja tísku með þess-
um hætti. Ég sá mjög stórt tæki-
færi og mikla þörf fyrir fyrirtæki
af þessu tagi. Ég var alls ekkert
á leiðinni að stofna nýtt fyrir-
tæki en svo varð ég algjörlega
heltekin af hugmyndinni og þá
varð ekki aftur snúið.“
Varfærnir milliliðir fjar-
lægðir
Áslaug segir að einn af helstu
kostum Moda Operandi sé að
konur fái tækifæri til að velja
sjálfar það sem þeim líst best á
úr línum tískuhönnuða. Eins og
staðan er núna ráða innkaupa-
stjórar stærstu tískuverslana
gríðarlega miklu um hvað fer í
framleiðslu úr hverri línu. Til-
heiging innkaupastjóranna er
gjarna að velja þá hluti sem þeir
telja sig tiltölulega örugga um
að muni seljast. Fyrir vikið er
algengt að heyra hönnuði kvarta
yfir því að þeirra eftirlætishlutir
séu aldrei framleiddir. Þessa
hindrun ætlar Moda Operandi
að fjarlægja og hönnuðurnir hafa
fagnað því.
Áslaug útskýrir að þrátt fyrir
að hver hlutur sé nánast sér-
framleiddur fyrir viðskiptavini
síðunnar geti þeir skilað fatnaði
sem ekki passar eða þeir eru
ekki ánægðir með af öðrum
orsökum.
Moda Operandi verður opnuð
samhliða tískuvikunni í New
York í febrúar. Áherslan verður
fyrst um sinn lögð á kvenfatnað
og fylgihluti en stefnt er að því
að víkka út sviðið og bæta við
vörum fyrir karlmenn síðar.
Gerast þarf félagi til að versla á
síðunni og reiknar Áslaug með
að þeir verðir um hundrað þús-
und talsins í lok 2011. Hún segir
að Íslendingar séu velkomnir í
þann hóp. -jk
Waris Ahluwalia
Bandarískur skartgripahönn-
uður af indverskum ættum og
leikari í hjáverkum. Hannar
undir eigin vörumerki House
of Waris og rekur verslun
undir sama nafni í New York.
Var í 15. sæti lista tímaritsins
Vanity Fair yfir best klæddu
menn heims.
Áslaug Magnúsdóttir hefur starfað í
tískuheimi New York undanfarin ár.
Matthew Williamson
Enskur tískuhönnuður.
Var um tíma hönn-
unarstjóri lúxusvöru-
framleiðandans LVMH
en hannar nú fatnað,
fylgihluti og fleira
undir eigin nafni.
Er með verslanir í
mörgum af stærstu
borgum heims.
Rachel Roy
Bandarískur tískuhönnuður með eigið merki. Meðal fastra viðskiptavina eru Michelle Obama, Diane
Sawyer, Kate Hudson, Jennifer Garner, Iman, Lucy Liu, Sharon Stone og Penelope Cruz.
viðtal 23 Helgin 10.-12. desember 2010