Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 8
 Persónuvernd svindlhnaPParnir Vill ekki nafnlausar ábendingar Persónuvernd vill ekki að rík­ isstofnanir taki við nafnlaus­ um ábendingum um bótasvik og svindl þar sem hætta sé á því að höggi sé komið á fólk í skjóli þeirra. Þetta segir Sig­ rún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar. Skýringa sé að vænta um miðjan febrúar frá mörgum ríkisstofnunum sem séu með svindlhnappa á heimasíðum sínum. Sigrún segir að krafan sé sú að stjórnvöld þekki þann sem beri annan sökum en verji hann. „Það eru bréfaskriftir í gangi á milli Persónuverndar og þeirra ríkisstofnana, þar á meðal skattayfirvalda, Vinnu­ málastofnunar og Trygginga­ stofnunar, sem hvetja menn til að senda inn nafnlausar ábendingar [um svindl],“ segir hún. Of snemmt sé að segja til um málalyktir. Ein­ hverjar stofnanir vinni að því að breyta hnöppum sínum en Persónuvernd gæti þurft að ljúka málum annarra með úr­ skurði. „Okkur hafa borist kvartan­ ir frá fólki sem telur að bent hafi verið á það að ósekju,“ segir Sigrún. „Þá hefur fólk viljað vita hvers vegna stjórn­ valdið er komið með það á grunaðra manna lista.“ Stjórn­ völd verði að fylgja stjórn­ sýslureglum eins og aðrir. Fréttablaðið greindi til að mynda frá því í september að af 63 ábendingum um bóta­ svik í gegnum hnapp Trygg­ ingastofnunar frá því í júlí hefðu 39 reynst réttar. - gag Okkur hafa borist kvart- anir frá fólki sem telur að bent hafi verið á það að ósekju. Björgvin Ingimarsson sálfræðingur hefur nýlega opnað sálfræðistofu á Laugavegi 178, 101 Reykjavík. Í boði eru námskeið, ráðgjöf og einstaklingsmeðferð við almennum kvíða, streitu, krónískum verkjum, átröskunum og öðrum skyldum röskunum. Nánari upplýsingar á vefsíðunni salfraedingur.is Sími 571 2681 bjorgvin@salfraedingur.is Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 31 desember - LOKAÐ Landsins mesta úrval af sófasettum Aðeins í dag Patti Húsgögn 349.9 00 kr Relax M-87 leður boga sófi 169.9 00 kr Relax 8201 3ja sæ ta só fi 89.90 0 kr Relax staki r stól ar Fullverð: 269.900 Tilboð í des: 229.900 C M Y CM MY CY CMY K Vika 52_frettatiminn.pdf 29.12.2010 10:37:41 K A K A Á R S I N S 2 0 1 0 Kveðjum árið með stæl! Þessi er alveg svakaleg! Y firgefi Atli Gíslason, Ás­mundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir þingflokk Vinstri grænna gæti Ögmundur Jón­ asson ráðið stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann gæti þá fellt öll mál hennar sem hann væri ekki áfram um og hefði því framgang allra mála ríkisstjórnar­ innar í hendi sér, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmála­ fræðideild Háskóla Íslands. „Fyrir ríkisstjórnina væri það versta staðan sem upp gæti komið að líf hennar héngi á oddaatkvæði eins ráðherra,“ segir hann. Ríkisstjórnin stendur völtum fótum eftir að þing­ mennirnir þrír sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga fjármála­ ráðherrans og formanns flokksins, Steingríms J. Sig­ fússonar, fyrir jól. Flokks­ fundur Vinstri grænna, þar sem ræða á vandann, verð­ ur haldinn 5. janúar. Að­ eins Lilja hefur lýst því yfir að hún íhugi stöðu sína en hinir hafa ekkert gefið upp utan þess að þeir verji stjór­ nina vantrausti. „Við svona aðstæður er klókt að kæla hlutina. Fólk kemst þá frá yfirlýsingum sínum og reið­ inni sem fylgir svona átökum,“ segir Gunnar Helgi. Vinstri græn hafa gefið út að fundinum verði ekki flýtt. Líklega rætt við Framsókn Forystumenn Framsóknar og stjórn­ arflokkanna bera nú af sér að hafa rætt saman um samstarf. Gunnar Helgi segir ólíklegt annað en að leið­ togar stjórnarflokkanna hafi þreifað fyrir sér um nýjar leiðir til að halda völdum, fari svo að Vinstri græn geti ekki treyst á stuðning hluta þingmanna sinna: „Þeir hljóta að vera að skoða einhverja valkosti, nema að menn séu algerlega ósjálfbjarga í pólitík,“ seg­ ir hann í léttum dúr. Gunnar Helgi segir þingf lokkana forðast kosningar í lengstu lög. „Ég tel að sveitarstjórnar­ kosningarnar síðasta vor hafi sýnt stjórnmálaflokk­ unum að allt getur gerst í kosningum. Hvað sem er. Það er áhætta sem ég held að næstum því enginn vilji á þessum tíma, hvorki stjórnarand­ staðan né stjórnin. Kjósendur virðast reiðir. Þeir hafa enga trú á flokkunum. Þeir virðast tilbúnir að kjósa til að tjá reiði sína frekar en á grundvelli þess hvernig eigi að vinna úr vandanum. Það er það sem er hættulegt í stöð­ unni.“ VG tveir flokkar Hann sér ekki fyrir sér að Samfylk­ ingin skipti út samstarfi sínu við Vinstri græn fyrir Sjálfstæðisflokkinn nema að undangengnum kosningum eða mikilli krísu. „Það er ekki gott á milli þeirra. Núverandi stjórnarflokk­ ar kenna Sjálfstæðisflokknum mikið til um hrunið og sjálfstæðismönnum finnst á móti að stjórnin sé á rangri braut. Ég veit ekki um hvað slík stjórn ætti að myndast.“ Gunnar Helgi segir að lokum að lengi hafi verið ljóst að Vinstri græn séu í þessu stjórnarsamstarfi sem tveir flokkar. „Að sumu leyti veltir maður því fyrir sér hvort ekki væri sterkara fyrir stjórnina að það væri viðurkennt. Vinstri græn líta hins vegar ekki þannig á málin og vonast til að geta komið í veg fyrir klofning. Það væri minni skaði ef Lilja færi úr flokknum heldur en ef flokkurinn klofnaði í tvennt.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ögmundur gæti fellt öll mál Versta staðan innan ríkisstjórnarinnar væri ef þingmennirnir þrír, sem sátu hjá við setningu fjárlaga, yfirgæfu VG. Þá hefði einn ráðherra úrslitavald um stefnu hennar, segir stjórnmálafræðingur.  stjórnmál ríkisstjórn á brauðfótum fram Yfir áramót Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur veltir upp stöðunni í stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Samfylkingar. Ljósmynd/Hari „Lilja er búin að gefa það miklar yfirlýsingar að það er erfitt að sjá hana gegna trúnaðar- störfum fyrir Vinstri græn. Ég sé það varla nema að flokkurinn ætli að halda áfram að vera svona klofinn, sem svo aftur gerir hann erfiðan til samstarfs,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, spurður um stöðu Lilju Mósesdóttur innan Vinstri grænna. Lilja situr í fimm nefndum Alþingis og leiðir þrjár þeirra; félags- og trygginga- málanefnd, viðskipta- nefnd og Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. Ekki náðist í Lilju sem hóf þingmennsku eftir kosningar 2009. Hún hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna undanfarið vegna hjásetunnar en einnig vegna árekstra við formann flokksins. Í gær benti hún á mótsögn í orðum hans í garð samstarfs við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn þegar hann var í minnihluta og gerðum eftir að hann tók við stjórnartaumunum. Hún hefur nú lýst því yfir að hún ætli ekki að tjá sig um hvort hún segi sig úr þingflokknum fyrr en á gamlársdag. - gag Lilja búin að gefa of miklar yfirlýsingar Fyrir ríkis- stjórnina væri það versta staðan sem upp gæti komið að líf hennar héngi á oddaatkvæði eins ráðherra. Er þinn auður í góðum höndum? Komdu með sparnaðinn til Auðar fyrir áramót • Séreignarsparnaður • Sparnaður • Eignastýring Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is Óháð staða skiptir máli 8 fréttir Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.