Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 62
M etsölurithöfundurinn Arn-aldur Indriðason og eigin-kona hans festu nú skömmu
fyrir jól kaup á glæsilegu einbýlishúsi
við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi. Húsið
er á einstökum stað, á sjávarlóð í Lamba-
staðahverfinu sem er á sunnanverðu Sel-
tjarnarnesi. Eftir því sem Fréttatíminn
kemst næst eru gæði lóðarinnar slík að
meira að segja fjaran, sem liggur að lóð-
inni, fylgir með í kaupunum. Arnaldur
og frú keyptu húsið af Ólafi Björgúlfs-
syni, hálfáttræðum sérfræðingi í tann-
réttingum, sem byggði húsið árið 1972.
Fasteignamat hússins er níutíu millj-
ónir. Töluverð ásókn var í húsið og fór
fram uppboð á milli Arnaldar og annarra
áhugasamra kaupenda. Má því leiða lík-
ur að því að Arnaldur hafi greitt yfir 100
milljónir fyrir húsið á endanum. Engin
lán eru á húsinu sem kemur ekki á óvart
því Arnaldur hefur gert það afskaplega
gott sem rithöfundur. Hann er metsölu-
höfundur um gjörvalla Evrópu og hafa
bækur hans selst í um sjö milljónum ein-
taka. Félag hans Gilhagi, sem heldur utan
um rithöfundargreiðslur hans, skilaði 170
milljóna króna hagnaði í fyrra og greiddi
Arnaldur sér út 169 milljónir í arð. Eftir
í félaginu eru þó enn um 140 milljónir í
eigin fé.
Arnaldur og frú eiga enn fallegt 270
fermetra raðhús í Tjarnarmýri á Seltjarn-
arnesi, ekki langt frá Tjarnarstígnum,
sem þau keyptu árið 2006. Það hús er
einnig skuldlaust.
Miðað við fregnir af bóksölu fyrir þessi
jól virðist Arnaldur hafa slegið öll fyrri
sölumet með nýjustu bók sinni, Furðu-
strandir. Útgefandi hans hefur haldið því
fram að bókin hafi selst í rúmlega þrjá-
tíu þúsund eintökum. Arnaldur greindi
frá því í Fréttatímanum fyrir skömmu að
hann væri byrjaður að vinna í fimmtándu
skáldsögu sinni sem mun líta dagsins ljós
1. nóvember á næsta ári. oskar@frettatiminn.is
ArnAldur flytur sig uM set á seltjArnArnesi
lAndslið poppArA til styrktAr styrktArfélAgi krAbbAMeinssjúkrA bArnA
Metsölurithöfundur kaupir
lúxusvillu á Seltjarnarnesi
Arnaldur Indriðason hefur fest kaup á glæsilegu einbýli á sjávarlóð á Seltjarnarnesi. Fyrir á
hann tæplega 300 fermetra raðhús á svipuðum slóðum.
l andslið poppara kemur saman í Háskólabíói í dag, fimmtudag, kl. 17 á stórtónleikum til styrktar Styrktar-félagi krabbameinssjúkra barna. Þetta er þrettánda árið
í röð sem tónleikarnir fara fram. Einar Bárðarson hefur
veg og vanda af skipulagningunni líkt og hann hefur gert frá
byrjun. Allir þeir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína
og rennur ágóðinn óskiptur til SKB.
Á þeim tólf árum sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafa
safnast 34 milljónir fyrir SKB. Einar Bárðarson segir í samtali
við Fréttatímann að stefnan sé að ná að safna 2,7 milljónum
á tónleikunum þetta árið og koma heildarupphæðinni upp í
tæplega 37 milljónir.
Sungið til styrktar SKB
þrettánda árið í röð
Eftir því sem
Fréttatíminn
kemst næst eru
gæði lóðarinnar
slík að meira
að segja fjaran,
sem liggur að
lóðinni, fylgir
með í kaup-
unum.
Hafa safnað
34 milljónum
62 dægurmál Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011
Meðal flytjenda eru:
Sálin hans Jóns míns
Bubbi Morthens & band
Dikta
Ingó
Sveppi
Stórsveitin Buff
Hvanndalsbræður
Friðrik Dór
The Charlies
Pollapönk
Skítamórall
Íslenska sveitin
Jónsi (úr Í svörtum fötum)
Arnaldur Indriðason hefur þénað vel á rithöfundaferli sínum og átti ekki í vandræðum með að staðgreiða villuna á Sel-
tjarnarnesi. Eins og sést er útsýnið upp á tíu. Ljósmynd Hari/ Ralf Baumgarten.
Fjölskyldan býr í fallegu raðhúsi í Tjarnarmýri þar til húsið á
Tjarnarstígnum verður tilbúið til afhendingar í febrúar.
Það mun ekki væsa um Arnald og fjölskyldu hans á Tjarnar-
stígnum.
Hannes Steindórsson þakkar viðskiptin
á árinu sem er að líða og hlakkar til að
vinna fyrir þig á árinu 2011
Hringdu núna
699 5008
Hannes Steindórsson
Sölufulltrúi
hannes@remax.is
Sími: 699 5008
Þórarinn
Jónsson hdl.
lögg. Fasteignasali
Ólafur hárfagri
Íslendingar eru flestir
meðvitaðir um að forseti
vor, Ólafur Ragnar
Grímsson, hugsar vel um
hár sitt. Vönduð greiðslan
sem hann skartar og
haggast varla í garranum
við Bessastaði er eitt af
hans helsta kennimark.
Færri vita þó hvar leynd-
armálið á bak við stöðuga
lokka forsetans liggur
en hann hefur um langt
árabil látið eiganda hár-
greiðslustofunnar Effect
við Bergstaðastræti eiga
við hár sitt. Það fór ekki
fram hjá neinum sem átti
ferð um Bergstaðastrætið miðvikudaginn fyrir jól þegar
forsetinn vísiteraði hárgreiðslustofuna. Forsetabifreiðin
renndi upp að dyrum með blaktandi fáunum. Forsetinn
skaust inn en þó ekki í jólaklippinguna heldur fékk hann
hárgreiðslu, eða það sem kallast lagning, á fagmáli og
sneri aftur í bifreiðina svo glæsilegur að hann hefði hvort
sem er getað farið á mat hjá Hjálpræðishernum eða
haldið áramótaávarp sitt fyrir framan sjónvarpstökuvélar.
Fleiri titlar á næsta ári
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, er ekki af
baki dottinn í bóksölunni þrátt fyrir misjafnt gengi
bókanna sem hann keypti fyrir þessi jól. Eftir því
sem Fréttatíminn kemst næst seldist Jónína Ben
í tæplega fimm þúsund eintökum en Stormur
Björgvins G. Sigurðssonar í tæplega tvö þúsund
eintökum, sem eru vonbrigði fyrir olíurisann.
Hermann gefst þó ekki upp því hann ætlar að vera
með bókartitla á næsta ári, bókaútgefendum og
bóksölum til mikillar hrellingar.
Kristinn í
Kringlunni
Sjálfur kyndilberi
tjáningarfrelsisins
Kristinn Hrafnsson
sást á vappi í Kringl-
unni á Þorláksmessu
ásamt börnum sínum.
Það vakti athygli gesta
hversu áhyggjulaus
Kristinn var þar sem
hann skaust í gegnum
mannþröngina léttur
á fæti jafnvel þótt að
hann sé með hálfa
heimsbyggðina á eftir
sér, hótandi öllu illu.
Engin sjáanleg öryggis-
gæsla var í kringum Kristin þrátt fyrir allar
ógnirnar, sem segir okkur kannski að hann
á skjól á Íslandi, afdrep þar sem alltumlykj-
andi umheimurinn nær ekki til hans.