Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 55
tíska 55Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011
Höfum varann á
Við konur höfum alltaf verið svolítið þrjóskar
þegar kemur að snyrtivörum. Við höldum
okkur alltaf við uppáhalds vörumerkin okkar
og notum hvern einasta dropa sem eftir er
þangað til varan klárast. Stanslaust heyrum
við að það sé fremur óhentugt að nota snyrti-
vörur lengi því hver vara hafi sín tímamörk.
Við þurfum að gæta okkur
sérstaklega á maskar-
anum. Því meira sem
við notum hann því fleiri
bakteríur safnast saman.
Talið er að gott sé að skipta
á tveggja til þriggja mánaða
fresti til þess að koma í veg
fyrir gerla sem valda roða,
kláða eða jafnvel bólgu.
Sólarpúður getur
enst allt að tvö
ár. Þó er nú mikil-
vægt að hreinsa
reglulega burstann
sem notaður er og
geyma púðrið á dimmum, þurrum stað því
raki getur stuðlað að bakteríuvexti.
Varalitur eru almennt
öruggur til geymslu því
hann inniheldur yfir-
leitt ekki vatn. En þar
sem hann er notaður í
kringum munninn teljum
við skynsamlegast að
henda honum eftir ár.
Naglalakk endist
misjafnlega lengi.
Bakteríur komast
sjaldnast í snertingu við
lakkið en eftir langan
nýtingartíma þornar það
upp á endanum, þykkist
til muna og liturinn sest á
botninn.
Hvort sem við notum þurran
eða blautan augnblýant er
skynsamlegast að nota hann
ekki lengur en í þrjá mánuði.
Blýantarnir geta þó enst lengur
ef skerpt er stöðugt á þeim.
Höfum þó gát á því að ef okkur
er farið að klæja í augun, bólga
myndast eða roði, er tímabært
að fleygja honum.
Góðir förðunarburstar geta enst í mörg
ár, svo lengi sem þeir eru hreinsaðir og
geymdir á réttan hátt. Gott er að þurrka
þá með votu klæði eftir hverja notkun.
Rækileg hreinsun á tveggja vikna fresti er
einnig mikilvæg og jafnvel að þvo hárin
upp úr sjampói. -kp
Á stralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson, sem sneri sér að hönnun undirfata fyrir tuttugu árum, hefur kynnt
nýja línu undir merkinu Bare and Bold eða Nakin og frökk.
Undirfatalínan kemur í verslanir 3. janúar og samanstend-
ur af einföldum buxum og brjóstahöldum í mörgum og snilld-
arlega mótuðum skálum – fylltum, push-up og með spöngum
– með eða án banda um háls eða axlir. Nærbuxurnar eru tví-
laga til að koma í veg fyrir að línurnar sjáist í gegnum fötin.
„Ég vildi vera viss um að línan virkaði og væri þægileg en
einnig girnileg,“ segir Macpherson. „Konur kasta ekki til
hendinni þegar þær kaupa undirföt heldur velja af kostgæfni.
Sniðið, stíllinn og útlitið verða að vera fullkomin.“
Lagerfeld auglýsir
Volkswagen
Roskni tískumógúllinn Karl Lagerfeld
hefur ákveðið að lána Volkswagen ímynd
sína fyrir nýja auglýsingu bílafram-
leiðandans. Í þrjátíu sekúndna myndbandi
kynnir hann aukahlutapakka fyrir bæði
Golf og Póló; málmteinafelgur og dökkar
rúður – svo að tískudrósir geti hulið sig
fyrir grámyglulegum hversdagsleikanum.
Pakkinn nefnist á ensku Style, en kappinn
er ekki þekktur fyrir annað en stíl.
Sá þýski rómar bílana fyrir flottan franskan
stíl en er snarlega leiðréttur – þeir eru jú
þýskir. Framleiðendurnir leika sér þar með
þann algenga misskilning svo margra að
Lagerfeld sé Frakki.
Ljósmynd/gettyimages
Macpherson með
nýja undirfatalínu