Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 38
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist hafa gert samninga um útgáfu bókar fyrir eina og hálfa milljón dala til að koma sér upp sjóði til mál- svarna fyrir dómstólum. Bókin verður væntanlega einhvers konar ævisaga þótt Assange segist ekki hafa mikinn áhuga á skrifunum. Tekjur af út- gáfunni verði að koma til svo halda megi Wikileaks á floti og verjast lögsóknum. Lögfræðiþjónusta hafi þegar kostað hann mikið. Níutíu og fjórar millur fær hann fyrirfram hjá Alfred Knopf, en Canongate borgar tæplega 60 milljónir króna fyrir breska réttinn. Þá er allur annar réttur eftir. -pbb Réttur á Assange seldur  LesmáL UmfangsmikiLL iðnaðUr e r þetta ekki jólabókin í ár?“ sagði maðurinn og velti Bókatíðindum milli handanna. Honum hefnd- ist þegar hann fékk þann álitlega grip í pakka á aðfangadagskvöld. Því var spáð skömmu fyrir hátíðir að útgáfu- iðnaður bóka í landinu velti nærri fimm milljörðum á þessu ári. Það eru margir skapandi hugar sem koma að þeirri fram- leiðslu áður en til iðnaðarpartsins kemur, margir sem vinna mikið fyrir lágt kaup í von um góða sölu og arð. Fáir af þeim njóta til þeirra verka styrkja: „Framlög ríkisins til íslenskrar bókaútgáfu hafa verið ómarkviss, tilviljanakennd og póli- tísk,“ segir formaður útgefendafélagsins í fyrrnefndum bókatíðindum. Íslenskur bókaiðnaður byggir á mörgum þeirra sem þingmannsaulinn að vestan vildi að fengju sér almennilega vinnu: lista- mönnum. Skáldsagan er jafnan fyrirferðarmest í athygli almennings þótt ýmiss konar önnur rit keppi um hylli kaupenda: Stóra Disney matreiðslubókin keppti lengi vel við afþreyingarsögur íslenskra höfunda um efsta sæti sölulista, sjónvarpsstjörn- ur úr eldhúsþáttum áskriftarstöðvar sátu lista ofarlega og nýlegt fyrirbæri í ís- lenskri bókaútgáfu, hnakkabókin, tilbú- inn skyndibiti þeirra sem vilja búa sér til frægðarpersónu sér til framfæris að sið Paris Hilton, varð til í smiðjum snjallra kauphéðna með útgáfuvörur. Nýir útgefendur á sviðinu Fyrirferð nýrra útgefenda var líka at- hyglisverð: Jón Axel Ólafsson með leifar Eddu-draumsins eykur hlut Disney-fram- leiðslu á markaði, Stóra Matreiðslubókin var reyndar íslensk framleiðsla frá upp- hafi til enda og er nú að verða útflutn- ingsefni. Á sama tíma er Jón að teygja sig í útgáfu þýddra bókmennta og er fyrstur manna að hefja útgáfu stafrænna bóka. Jónas Sigurgeirsson er snúinn úr faðmi bankaundranna í sitt gamla fag og ryður sér rúm á sölulistum með kæn- lega hugsuðum prentgripum. Hugleikur Dagsson færir út kvíarnar með endur- útgáfu eldri barnabóka í bland við eigin höfundarverk. Kristján B. Jónasson og hans íseyja virðast ætla að lifa af sam- fellda útgáfu dýrra prentgripa og Opna er enn að. Reynt fólk af ólíkum sviðum er komið til starfa í útgáfu þar sem fyrir eru á fleti eldri menn. Reyndar er það svo að eldri forlög virð- ast standa í stað. Mikil bólga í útgáfuum- svifum JPV og tengdra forlaga er síst að dvína og nágranni þeirra Bjartsfjölskyld- an er söm við sig. Mörg útgáfufyrirtæki virðast í raun vera einhvers konar ein- yrkjablús. Mörg smærri fyrirtæki eru skelfing ólánleg í frágangi prentgripa, ofurseld umbrotsforritum í höndum skussa. Það er skelfilegt að fletta yfir þýddar barnabækur í bókatíðindum og sjá hve stór hluti af þeim er drasl. Fornir máttarstólpar Nú svo er hin merka kjarnastarfsemi: Lærdómslistaritin, Háskólaútgáfan, Sögufélagið – þessir fornu máttarstólp- ar. Það er merkisviðburður að Morkin- skinna skuli loks komin á prent fyrir íslenska lesendur. Ný rit í Lærdómsrit- unum eru öll merkileg, fimmtánda og sextánda bindið í hinni myndarlegu röð um Kirkjur Íslands eru komin, að ógleymdum þýðingum á verkum Ar- tendt, Freud og trúleysingjans Dawkins – og andmælarit við kenningum hans. Margar bækur um myndlist, ljósmynda- bækur, ritgerðasöfn og söguleg rit af hreyfingum og héraði. Af þessu má ráða að bókaiðnaðurinn í landinu er fjölbreytilegur og marg- greina. Vaxandi útgáfa á innlendum og erlendum afþreyingarverkum sýnist ganga upp. Hlutur vandaðri bókmennta- verka í kilju eða mjúku bandi er óljós- ari þótt liðinn sé tími hinnar innbundnu bókar sem blætiskenndrar vöru. Sumir útgefendur réðust í að gefa út í tvennu, kilju og hörðu bandi, nýjar skemmti- skáldsögur. Á sama tíma sést greinilega að gjafabókamarkaður í stærri verkum er að styrkjast, fermingar, giftingar og afmæli heimta sitt. En forgengileiki bóka verður æ ljósari þegar litið er yfir mark- aðinn: eldri bækur má fá fyrir lítið, bóka- söfn sem voru liðinni kynslóð stöðutákn um farsæld, þekkingu og smekk eru nú einskis virði og margt prentið fer fyrir lít- ið. Ógnir nýrra miðla eru að nálgast, les- ið upphátt af diski eða úr niðurhali fyrir þann sem er ekki vel læs eða vanur lestri og það er á milli tíundi partur og fimmt- ungur allra fullorðinna og fer sá hópur stækkandi. Svo er lesmál í stafrænu formati fyrir þá sem vilja lesa af skjá eða skinnu Ipods eða Kindle. Þau kerfi verða fyrirferðarmeiri og munu um síðir leysa pappír af að einhverju leyti – þótt líklega verði það fyrst í því formi sem þú heldur nú á – eða hvað viltu borga mikið fyrir að lesa daglegar fréttir á pappír? 38 bækur Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011  BókardómUr LífsLeikni og dömUsiðir Af þessu má ráða að bóka­ iðnaðurinn í landinu er fjölbreytilegur og marg­ greina. Vax­ andi útgáfa á innlendum og erlendum afþreyingar­ verkum sýnist ganga upp. Hlutur vandaðri bók­ menntaverka í kilju eða mjúku bandi er óljósari þótt liðinn sé tími hinnar innbundnu bókar sem blætiskenndr­ ar vöru. gUnnar í 5. sæti Ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhann- esson er þéttar 652 blaðsíður en það kom ekki í veg fyrir að hún fór í 5. sætið yfir mest seldu bækur ársins.  Lífsleikni Egill Einarsson 118 bls. Bókafélagið Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Stéphane Hessel er þjóðkunn hetja úr andspyrnuhreyfingunni frönsku á stríðsárunum og 93 ára öldungur. Í haust sendi hann frá sér ritgerð sem skaust inn á franska metsölulistann: Indignez-vous (Sýnið vanþóknun). Nú berst hann um efsta sæti listans við sjálfan meistarann, Michel Houellebecq, sem á þar nýja skáldsögu: La carte et le territoire (Landakortið og umráðarsvæðið). Hessel kallar í ritgerð sinni eftir samstöðu andstöðuhreyfingarinnar. Hann harmar hlut þeirra lægst settu í frönsku samfélagi, inn- flytjenda, pressunnar, sem búi við þöggun, hinn sorglega hlut palest- ínsku þjóðarinnar og hvernig landið sé misnotað í hagnaðarskyni. Menn þakka vinsældir ritgerðarinnar þeirri megnu óánægju sem nú kraumar í Frakklandi með þjóðarhag og stjórn Sarkozys. Búist er við að ritgerðin seljist í milljón eintökum og er að vænta þýðinga á henni á önnur Evrópumál. -pbb Frönsk öldungaráð „Helst einhver frægur,“ segir Egill Egilsson, rit- höfundur og íslenskt mini-seleb. Hann sendi frá sér fyrir jól bráðskemmtilega bók um hegðunar- vandamál ungra karla, reyndar þriðja ritið sem hann kallaði af alkunnu lítillæti og hófsemi Ís- lenskt öndvegisrit Gillz. Þar hnýtir hann nokkr- um sinnum í annað íslenskt mini-seleb eins og hann kallar hana, Tobbu Marinós, sem á sama forlagi átti líka kennslubók um lífshætti fyrir ungar konur. Báðar bækurnar eru blanda af gamni og alvöru og merkilegar sem einhvers konar vitnisburður um hugsunarhátt höfund- anna, meðhöfunda þeirra – sem reyndar er ekki getið þótt Gillz hafi hreinskilni og heiðarleika til að viðurkenna að hann hafi nú ekki skrifað þetta allt sjálfur – og þá tíma sem við lifum. Á markaði fyrir jólin var Bók fyrir forvitnar stelpur eftir þær Tómasdætur, Kristínu og Þóru, en Sóley systir þeirra fær þá umsögn hjá Gillz, ásamt Yrsu Þöll rithöfundi, að þær fíli „líkamshár“ á öllum stöðum líkamans, sem Gulldrengurinn gerir ekki: Hann rakar sig allan til að sýnast með 3% minni fitu en hann ber. Hann verður að sýnast. Um það snúast bækur þeirra Tobbu og Eg- ils; sýndarmennsku. Bæði setja lífsspeki sína fram með töffaralegu og opinskáu málsniði, vænum slurk af stórkarlalegri gamansemi, ýkjum og gusu af nöfnum þekktra einstak- linga úr þröngum og fámennum hópi sýndar- mennskufólks á Íslandi. Bæði hafa lifandi og sumpart hressilegan málfarsstíl þótt þar vaði á súðum grunnhyggni, útlitsfordómar og ein- skær kjánaháttur. Réttlætingin er vitaskuld sú að þetta sé allt í góðum gír og til þess eins að hafa gaman af, bólbragðaleiðarvísir Gillz og þynnkumeðul Tobbu munu væntanlega fylgja þeim fram á fullorðinsár og sá tími mun koma að þau munu svitna létt yfir æskubrekum sínum hvar sem þau eru vel rökuð. Víst mætti kalla skrif þeirra fordómavilpu en sá hinn sami yrði fljótt afgreiddur af þessum þjónum sýndarmennskunnar sem leiðindagaur – það má engan henda. -pbb Hver áttu að vera? Bókaútgáfubrjálæðið Eldri forlög, nýir útgefendur, þýtt drasl fyrir börnin, hnakkabækur og fornir máttarstólpar; fjölbreyttur útgáfuiðnaður landsins veltir yfir fimm milljörðum króna. Bókaútgáfa er talin velta nærri fimm milljörðum á þessu ári. Ljósmynd/Hari  dömusiðir Þorbjörg Marinósdóttir 128 bls. Bókafélagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.