Fréttatíminn - 30.12.2010, Blaðsíða 28
Gosið í Eyjafjallajökli
Ísland komst í heimsfréttirnar í apríl þegar gos hófst
í Eyjafjallajökli. Það byrjaði reyndar sem minna gos á
Fimmvörðuhálsi rétt fyrir miðnætti 20. mars. Því gosi
lauk 12. apríl. Einum og hálfum sólarhring seinna,
aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl hófst gos að nýju í
jöklinum og kom kvikan upp í suðvestanverðum topp-
gíg jökulsins. Gosið var mjög kröftugt og hafði gífur-
leg áhrif. Aska úr gosinu gerði búsetuskilyrði á Suður-
landi erfið og rýma þurfti marga bæi vegna ofanfalls
úr gosinu. Hún dreifðist einnig um alla Evrópu og
raskaði flugumferð svo vikum skipti. Jarðhræringum
lauk 23. maí en öskunnar varð vart lengi á eftir.
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kom út 12. apríl.
Óhætt er að segja að fárra skýrslna hafi verið beðið
með jafn mikilli eftirvæntingu enda hafði nefndin
verið að störfum í tæpt eitt og hálft ár. Skýrslan var
mikil að vöxtum, heil níu bindi, en það kom þó ekki í
veg fyrir að hún væri mest selda bókin í landinu fram
í nóvember. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi að
morgni 12. apríl þar sem nefndarfólkið Páll Hreins-
son hæstaréttardómari, Tryggvi Gunnarsson,
umboðsmaður Alþingis, og Sigríður Benediktsdótt-
ir, kennari við hagfræðideild Yale-háskóla í Banda-
ríkjunum, skýrðu frá helstu niðurstöðum hennar.
Mikil ánægja ríkti meðal almennings með skýrsluna
enda þótti hún sýna skýrt ábyrgð bæði ráðamanna
og viðskiptamanna á hruninu. Í kjölfarið var skipuð
þingmannanefnd til að vinna úr niðurstöðum hennar.
Starfi þeirrar nefndar lauk með því að Alþingi sam-
þykkti með naumum meirihluta að kæra Geir H. Ha-
arde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi.
Icesave-höfnun forsetans
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, neitaði að skrifa undir lög
um nýjan Icesave-samning 5. janú-
ar og vísaði samningnum til þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Hátt í fjörutíu þúsund Íslendingar
höfðu skrifað undir yfirlýsingu þar sem skorað var á
Ólaf Ragnar að synja lögunum staðfestingar. Lögin
höfðu verið samþykkt á Alþingi 28. desember 2009
með naumum meirihluta, 33-30. Stjórnvöld drógu
frumvarpið til baka en engu að síður fór fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla um málið í mars. Þar var samningur-
inn kolfelldur. Samninganefnd Íslands, undir forystu
Lee C. Bucheit, kom heim í byrjun desember með
nýjan Icesave-samning sem verður tekinn til umfjöll-
unar á Alþingi strax eftir áramót.
Sigur Besta flokksins
Besti flokkurinn, undir forystu leikarans og grínistans
Jóns Gnarr, kom sá og sigraði í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í Reykjavík í maí. Flokkurinn, sem álitinn
var grínframboð lengi fram eftir vetri, fékk rétt
tæplega 35% atkvæða í kosningunum og stóð uppi sem
stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík og með sex
borgarfulltrúa. Í kjölfar kosninganna myndaði Besti
flokkurinn meirihluta með Samfylkingunni og Jón
Gnarr varð borgarstjóri.
Rústabjörgunarsveitin fyrst til Haítí
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var kölluð út til hjálp-
arstarfa á Haítí 13. janúar eftir að öflugur jarðskjálfti
reið yfir landið og lagði höfuðborgina Port au Prince
nánast í rúst. Sveitin varð fyrst allra björgunarsveita
á svæðið og tók að sér svæðisstjórn fyrir Sameinuðu
þjóðirnar meðan dvöl hennar stóð. Við komuna til
Haítí hélt sveitin strax í leiðangur og bjargaði þremur
einstaklingum út úr eyðilagðri verslunarmistöð. Sveit-
in dvaldi á Haítí í átta daga og skildi meðal annars eft-
ir hluta af tækjum sínum og búnaði við brottför. Ljóst
var, eftir dvölina á Haítí, að íslenska rústabjörgunar-
sveitin var á heimsmælikvarða og kepptust erlendir
björgunaraðilar við að hlaða hana lofi.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni
Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu
í Hafnarfirði 15. ágúst. Hannes Þór, sem var sonur
athafnamannsins Helga Vilhjálmssonar í Góu, var
stunginn mörgum sinnum með hníf og lést af sárum
sínum. Nokkru eftir morðið játaði Gunnar Rúnar
Sigurþórsson, vinur unnustu Hannesar, að hafa myrt
Hannes í afbrýðisemikasti. Hann vísaði á morðvopnið
sem kom í leitirnar þegar tveir ungir drengir skiluðu
til lögreglu hníf sem þeir höfðu fundið í smábátahöfn-
Tíu hápunktar ársins 2010
Fréttatíminn fer yfir þá atburði sem stóðu upp úr í íslensku samfélagi árið 2010
G ylfi Þór Sigurðsson hefur átt magnað ár
á vellinum. Hann boðaði
komu sína á stóra svið
fótboltans með stæl strax
í ársbyrjun þegar hann
jafnaði með marki af víta-
punktinum í blálokin í leik
Liverpool og Reading í
ensku FA-bikarkeppninni.
Með markinu knúðu liðs-
menn Reading fram fram-
lengingu og stóðu uppi
í leikslok sem sigurveg-
arar á sjálfum heimavelli
Liverpool. Gylfi var valinn
leikamaður mánaðarins í
næstefstu deildinni ensku
í mars og leikmaður árs-
ins hjá Reading undir lok
tímabilsins. Hann skor-
aði 21 mark í 44 leikjum
fyrir liðið og fastlega var
reiknað með að hann yrði
seldur til liðs í ensku úr-
valsdeildinni. Gylfi skrif-
aði hins vegar undir nýjan
samning við Reading í maí.
Hann hóf keppnistímabilið
2010 til 2011 af sama krafti
og hann lauk því fyrra og
skoraði tvö mörk fyrir
Reading í ágúst en var svo
seldur til þýska Bundes-
ligu-liðsins 1899 Hoffen-
heim í lok mánaðarins fyrir
um sjö milljónir punda eða
ríflega 1,2 milljarða króna.
Varð hann þar með dýrasti
leikmaður sem seldur hef-
ur verið frá Reading. Gylfi
hefur byrjað vel í sterkustu
deild Þýskalands; skoraði í
sínum öðrum leik með Hof-
fenheim og er kominn með
sex mörk þrátt fyrir að hafa
verið sjaldnar í byrjunarliði
en reiknað var með.
En Gylfi hefur ekki að-
eins átt frábært ár með
félagsliðum sínum. Hann
er líka hluti af feikiöflugu
U-21 árs landsliði Íslands
og skoraði stórbrotin
mörk fyrir liðið þegar það
tryggði sér þátttökurétt í
Evrópukeppni U-21 árs liða
sem fram fer í Danmörku
næsta sumar. Aðeins 21
árs að aldri er Gylfi orðinn
besti fótboltamaður lands-
ins.
bestur á vellinum Gylfi þór siGurðsson
Sá skotfastasti
Ljósmynd/Örvar Þorgeirsson Nordic Photos
Lj
ós
m
yn
d/
N
or
di
c
Ph
ot
os
28 annáll Helgin 30. desember 2010-2. janúar 2011