Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 7

Læknablaðið - 15.10.1983, Síða 7
LÆKNABLADIÐ 69,237-242,1983 237 Haraldur Hauksson, Lars Knutsson ULCUS PEPTICUM PERFORANS Meðferð 82 sjúklinga í sænsku sjúkrahúsi INNGANGUR Hin hefðbundna meðferð á ulcus pepticum perforans (U.P.P.) hefur verið aðgerð, par sem sárið er saumað saman og kviðarhol skolað. Wangensten (1) skýrði fyrstur frá meðferð án aðgerðar á sjúklingum, sem voru of illa haldnir til að pola aðgerð, en hún felst í uppsogi á magainnihaldi, vökvagjöf í æð og verkjastillandi lyfjum. Sá, sem einna mest hefur stuðlað að út- breiðslu slíkrar meðferðar er Taylor (2). Hann og fleiri, t.d. Seely og Campbell (3) og Elliot og Lane (4) sýndu fram á góðan árangur mið- að við aðgerð. Þrátt fyrir petta hefur meðferð án aðgerðar við U.P.P. aldrei náð verulegri útbreiðslu, helst pó í engilsaxneskum löndum. Síðan 1975 hefur meðferð án aðgerðar verið beitt sem aðalmeðferð við U.P.P. á handlækningadeild Falu lasarett í Svípjóð (upptökusvæði um 135.000 manns). Tilgangur pessarar rannsóknar var að kanna hvernig meðferðin hefur reynst á tímabilinu 1975-1980. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Á fyrrgreindu tímabili voru 82 sjúklingar lagðir inn á sjúkrahúsið með sjúkdómsgrein- inguna U.P.P. Til samanburðar má geta pess aðáárunum 1965-1970voru 1 lösjúklingarlagð- ir inn af sömu ástæðu. (Mynd 1). Meðalaldur var hinn sami og miðaldur, 61 ár, sjá aldurs- dreifingu. (Mynd 2). Á bráðamóttökunni var brugðist við sam- kvæmt eftirfarandi reglum: 1) Gefið var sterkt verkjalyf (morfínskylt). 2) Sett var niður magaslanga (Salem sump) og sogið stöðugt. 3) Kröftug vökvagjöf hafin. 4) Sýklalyf (ampicillingerð) gefið, oft sem dreypilyf. 5) Tekin var röntgenmynd af lungum og yfirlit af kvið. Frá Falu lasarettet, Svípjóð. Barst ritstjórn 19/10/1982. Samþykkt í breyttu formi 14/07/1983 og sent í prentsmiðju. 6) Ákvörðun tekin um að halda áfram sömu meðferð eða gera aðgerð. Aðgerð var t.d. valin, ef sjúklingur veiktist innan einnar klukkustundar frá máltíð. 7) Tíð klínísk skoðun næstu klukkustundirn- ar, ef óbreytt meðferð var valin. Ef sjúklingur sýndi óbreytt eða aukin merki lífhimnubólgu eftir sex klukkustundir var gripið til aðgerðar. Number of patients Number of patients Fig. 1. Perforated peptic ulcers treated at Falu lasarett A : 1965-1970 and B: 1975-1980.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.