Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 7
LÆK.NABLAÐIÐ 1984;70:281-6 281 Davíð Gíslason*, Tryggvi Ásmundsson*, Benedikt Guðbrandsson*, Lars Belin**. Fellipróf gegn mótefnavökum heysóttar og tengsl þeirra við lungnaeinkenni íslendinga, sem unnið hafa í heyryki. Afturvirk könnun er nær til áranna 1977-1981 INNGANGUR Skráning atvinnusjúkdóma hin síðustu ár bend- ir til pess, að sjúkdómar eftir vinnu í heyryki séu með algengustu atvinnusjúkdómum hér á landi (1). Tvær greinar um heysjúkdóma hafa nýverið birst í Læknablaðinu. Fjallar önnur um heymæði á íslandi (2), en hin um heysjúk- dóma í sambandi við atvinnusjúkdóma í önd- unarfærum (3). Heymæði (heysótt, »farmer’s lung«) telst til flokks ofnæmissjúkdóma sem í Bretlandi hafa verið nefndir »extrinsic allergic alveolitis« en í Bandaríkjunum whypersensitivity pneumoni- tis«. ítalinn Ramazzini lýsti fyrstur árið 1713 slíkum sjúkdómum meðal manna, sem fengust við að mæla og sigta myglað korn (4). Hins vegar varð Sveinn Pálsson fyrstur til að lýsa heysótt árið 1790 (5). Síðar gaf Jón Finsen (6) allgreinargóða lýsingu á sjúkdómnum og sam- bandi hans við heyryk. Veitti hann pví fyrstur athygli, að einkenni komu fram nokkrum klukkustundum eftir að unnið hafði verið í heyi. Fleiri íslendingar skrifuðu um sjúkdóm- inn á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar og hafa pessi skrif vakið verulega athygli (7, 8). Dæmigerð sjúkdómseinkenni heysóttar eru hósti, mæði og kalda með háum hita 6-12 klukkustundum eftir vinnu í heyryki. Við hlustun heyrast oft fín brakhljóð yfir neðri hluta lungna við innöndun og á röntgen- mynd sjást oft fíngerðar »interstitial«-íferðir í neðri hluta lungna. Vinna í heyryki veldur pó oftar mæði án pess að sótthiti fylgi. Oft fylgja einnig langvinnur hósti og uppgangur og líkist sjúkdómurinn pá langvinnu berkjukvefi með teppu (bronchitis chronica obstructiva). Við lýsingu á pessum sjúkdómi hafa verið notuð jöfnum höndum orðin heysótt og hey- mæði og er hið fyrrnefnda eldra í málinu. Frá *Vífilsstaöaspítala og **AUergilaboratoriet, Allergisek- tionen, Sahlgrenska Sjukhuset, Göteborg. Barst 17/08/1984. Sampykkt og sent í prentsmiðju 21/08/1984. Leggjum við til að orðið heysótt verði notað til að lýsa peirri tegund sjúkdómsins, sem sótthiti fylgir, en heymædi notað fyrir hin afbrigðin og jafnframt sem safnheiti fyrir sjúkdómsmyndina. Skilgreining á heymæði hefur verið töluvert á reiki. Heysótt er greind hafi sjúklingur fengið endurtekin köst með mæði og hita 6-12 klukkustundum eftir vinnu í heyi (9, 10). Þessi skilgreining er pó ekki einhlít vegna pess að bændur mæla sig ekki allir pótt peir fái hroll eða mæði eina kvöldstund eða oftar. Pví er hitanum stundum sleppt sem skilyrði fyrir sjúkdómsgreiningunni (11, 12). Sumir gera kröfu um jákvæð fellipróf gegn mótefnavök- um heysóttar, auk áðurnefndra einkenna (12). Skilgreining á öðrum tegundum heymæði er óljós, pótt slíkir sjúklingar séu oft taldir með í rannsóknum (10, 13). Árið 1961 sýndu Pepys og félagar (14) fram á samband heysóttar og hitakærra geislasýkla (thermophilic actinomycetes). Fjöldi rann- sóknahafa beinst að pví að finna tíðni jákvæðra felliprófa gegn mótefnavökum heysóttar hjá sjúklingum (10, 11, 15, 16) og hjá heilbrigðu fóki sem vinnur við landbúnaðarstörf (10, 15, 16). Niðurstöður pessara rannsókna hafa verið afar mismunndi og ekki hefur alltaf tekist að finna jákvætt samband á milli felliprófa og einkenna um heysótt (15, 17). Óvíða hefur tíðni heysóttar reynst eins há og í Skotlandi og Orkneyjum (11). í Orkneyj- um höfðu 8.6 % bænda einkenni um heysótt og um helmingur peirra hefur jákvæð fellipróf. Aðstæður til heyverkunar hér á landi eru ekki ósvipaðar og par. Hin síðari ár hafa fellipróf gegn mótefna- vökum heysóttar verið gerð hér á landi, pegar grunur hefur verið um pennan sjúkdóm og ef um hefur verið að ræða meiri háttar sjúkdóma í öndunarfærum bænda. Eftir pví sem reynsla hefur fengist af pessum prófum, hafa pó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.