Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 51
LÆK.NABLADID 309 Frá fundi stjórna norrænu læknaféiaganna í Reykjavík. ekki fram að ganga. Svíar og þó sérstaklega Danir voru því mótfallnir. Síðasta mál fundarins var hvernig komast megi hjá atvinnuleysi lækna á Norðurlöndum, en nú er ljóst, að á þeim öllum stefnir í atvinnuleysi. Noregur hafði aðalframsögu, en framsögu af hálfu íslands hafði Porvaldur Veigar. í öllum löndunum er stefnan sú að draga úr fjölda þeirra, sem útskrifast úr læknadeildum. Pá var rætt um aðra möguleika til að koma í veg fyrir atvinnuleysi, svo sem að stytta vinnutíma, banna læknum að hafa meira en einn vinnustað, banna sjúkrahúslæknum að vinna á eigin stofum, lækka eftirlaunaaldur, hvetja lækna til að fara meira inn í störf skyld læknisfræði, og einnig var nefnt, að læknar snúi þeirri þróun við, að ýmis læknisfræðistörf færist yfir á aðrar heilbrigðisstéttir. Á fundinum undirrituðu fulltrúar félaganna samning um gagnkvæma fjárhagsaðstoð í vinnudeilum. Samningurinn er á þá lund, að stjórnir félaganna ábyrgjast aðstoð við það félag, sem á í vinnudeilum, en gert er ráð fyrir, að framlag verði síðan endurgreitt innan tveggja ára, frá því að vinnudeilu lýkur. ísland undirritaði samkomulagið með fyrirvara um samþykki aðalfundar. Pess má geta, að einn daginn tók forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, á móti fulltrú- um og mökum þeirra. Annar dagur var notaður í ferð um Norður- land. Var farið til Húsavíkur, Mývatns og Akureyrar. Við undirbúning fundarins naut L.í. að- stoðar ráðstefnudeildar Flugleiða. Hvert land greiðir kostnað við sendinefnd sína, en þrátt fyrir það fellur ávallt einhver aukakostnaður á gestgjafana. Búnaðarbanki íslands veitti L.í. góðan fjárstuðning til að standa straum af þeim kostnaði. Stjórn L.í. er þakklát öllum þeim aðilum, sem stuðluðu að því, að fund- urinn þótti takast mjög vel. Ýmis mál 1. Á aðalfundi 1983 voru þeir Jón Steffensen og Þóroddur Jónasson kjörnir heiðursfélagar Læknafélags íslands. Að lokinni formannaráð- stefnu L.í. þann 18. febrúar sl. hafði stjórnin móttöku fyrir nýkjörna heiðursfélaga og nokkra gesti. Par afhenti formaður heiðursfé- lögunum skrautrituð skjöl til staðfestingar kjörinu. Gunnlaugur Snædal ávarþaði Jón Steffesen og Tómas Árni Jónasson ávarþaði Pórodd Jónasson. Jafnframt fóru þeir nokkrum orðum um störf hinna nýju heiðursfélaga. Ávörþin birtust í Fréttabréfi lækna, 3. tbl. 1984. 2. Árleg móttaka stjórna Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur fyrir nýútskrif- aða læknakandídata fór fram sunnudaginn 27. maí sl. 3. Bandalag háskólamanna hefur stofnað Öld- ungaráð, sem á að vinna að hagsmunum eldri félaga innan B.H.M. Stjórn L.í. hefur skiþað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.