Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐID 307 vel í að láta gera slíka könnun. Ráðherra mun hafa rætt við landlækni um, að embætti hans gerði áætlunina, en ekki hafa borizt neinar skriflegar upplýsingar til L.Í. um málið. í sömu tillögu var skorað á stjórn L.í. að ljúka við könnun á atvinnuhorfum íslenzkra lækna, sem var í gangi á vegum stjórnarinnar. Nefnd, sem starfaði að málinu, vann vel í upphafi, en þrátt fyrir óskir stjórnar L.í. hefur lítið orðið um framhald, og nú hefur nefndin munnlega sagt af sér störfum. Ályktun um, að miðbókasafn í læknisfræði fái aðstöðu í Pjóðarbókhlöðunni var send til formanns bygginganefndar Þjóðarbókhlöð- unnar, tii landsbókavarðar, háskólabókavarðar, menntamálaráðuneytis, læknaráða sjúkra- húsanna í Reykjavík og bókavarða Landspít- alans, Borgarspítalans, Landakotsspítala og Kleppsspítala. Af viðræðum formanns við suma þá, sem tillagan var send til, er ljóst, að hún nýtur ekki einróma stuðnings þeirra. Gert er ráð fyrir, að haldinn verði fundur allra þeirra aðila, sem tillagan var send til, á komandi hausti. Alyktun varðandi kjarnorkuvá var send Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá, Sam- tökum heilbrigðisstétta, heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra, formanni utanríkismála- nefndar Alþingis, formönnum þingflokka Alþingis og Almannavörnum. Auk þess sem hún var send fjölmiðlum sérstaklega. Ályktun um bankamál. Stjórn L.í. skipaðið nefnd til að vinna að þessu máli, en í henni sitja Örn Smári Arnaldsson, Grímur Sæmund- sen og Haukur Þórðarson. Nefndin hefur starf- að talsvert og hefur ásamt framkvæmdastjóra læknafélaganna rætt við bankastjóra Bún- aðarbankans og Iðnaðarbankans. Haukur Þórdarson er formaður nefndarinnar (sjá síð- ar). Ályktun um, að stjórn L.í. sjái til pess, að ávallt séu fyrir hendi upplýsingar um sundur- liðaðan kostnað við heilbrigðispjónustuna. Stjórnin skipaði 4 manna nefnd, sem í eiga sæti Atli Dagbjartsson, Ólafur Mixa, Þórarinn Ólafsson og Jóhann Tómasson. Nefndin átti að hefja undirbúning að þessu starfi og skila áliti um, hvernig framkvæma mætti tillöguna. Nefndin hefur starfað undir forystu Jóhanns, en ekki hafa borizt neinar niðurstöður til stjórnar. Alyktun um, að stjórn L.í. beiti sér fyrir könnun og umræðu um kosti og galla mismun- andi kerfa í rekstri sjúkrahúsa. Stjórnin skip- aði nefnd til að vinna að málinu, og í henni eiga sæti Gunnar Sigurðsson, Ólafur Örn Arnason og Kristján Baldvinsson, sem var formaður nefndarinnar. Ekki hafa borizt neinar upp- lýsingar um störf nefndarinnar. Ályktun um, að stjórn L.í. beiti sér fyrir stofnun starfshóps til undirbúnings samræm- ingar á sérfræðinámi íslenzkra lækna m.t.t. sameiginlegs vinnumarkaðs á Norðurlöndum. í starfshópinn voru skipaðir Finnbogi Jakobs- son, Sveinn Magnússon og Viðar Hjartarson, sem er formaður hópsins. Hópurinn hefur starfað að þessu máli og var Sveinn Magnús- son framsögumaður f.h. L.í. um samræmingu framhaldsnáms á fundi norrænu læknafélag- anna, sem haldinn var í Reykjavík 17.-20. júní sl. Sérfræðinám verður til umræðu á komandi aðalfundi, og mun einn nefndarmanna hafa framsögu í málinu. Ályktun um, að stjórn, L.í. beiti sér fyrir ráðstefnu um skipulag og samræmingu sér- fræðináms íslenzkra lækna heima og erlendis var vísað til sama starfshóps og síðast nefnda ályktun. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að halda slíka ráð- stefnu, þegar starf hópsins væri lengra á veg komið en nú er. Ályktun um, að stjórn L.í. kanni, hvort koma eigi á sjúklingatryggingum hér á landi, var send landlækni, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti og tryggingayfirlækni. Óskað var eftir upplýsingum um slíkar tryggingar erlend- is, ef fyrir lægju hjá þessum aðilum, og bárust gögn frá landlækni þar um. Alyktun um, að stjórn L.Í. sendi fyrirspurn til sænskra yfirvalda um lífeyrisréttindi ís- lenzkra lækna par í landi. Upplýsingar um líf- eyrisréttindi íslenzkra lækna í Svíþjóð hafa borizt frá F.Í.L.Í.S. og einnig gengu fulltrúar L.í. og F.Í.L.Í.S á fund fulltrúa sjúkratrygging- anna í Svíþjóð og ræddu um rétt íslenzkra iækna og fleira varðandi þessi mál. Gerð hefur- verið grein fyrir niðurstöðum í Fréttabréfi lækna. Alyktun um, að næsta fjárfestingarverkefni Orlofsnefndar verði kaup á orlofsíbúð í Reykjavík, var send Orlofsnefnd (sjá síðar). Alyktun um, að stjórn L.Í. beini pví til heil- brigðisráðherra, að stofnun heilsugæzlustöðva í Reykjavík verði hraðað, var send heilbrigð- isráðherra, formanni fjárveitinganefndar Alþingis, borgarstjóra, borgarlækni og fjár- málaráðherra. TiIIögu um, að stjórn L.Í. vinni gegn pví, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.